Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2015 10:00 Ýmislegt markaði fréttaárið 2015 eins og til dæmis fjárkúgunarmál forsætisráðherra og órói á vinnumarkaði. vísir Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. Vísir hefur tekið saman annál yfir nokkur þeirra mála sem vöktu athygli á vefnum árið 2015 en ýmislegt markaði fréttaárið og voru sumar fréttir vinsælli en aðrar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt sem tekur bæði til þeirra frétta sem mest voru lesnar á árinu og svo þeirra mála sem voru sérstaklega fyrirferðarmikil í fréttaflutningi ársins. Það skal þó tekið fram að listinn er langt í frá tæmandi. Vísir hefur þegar tekið saman erlendar fréttir ársins 2015, sjá hér.Hlín og Malín handteknar Vísir greindi frá því í byrjun júní að systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hefðu verið handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Málið vakti gríðarlega athygli en systurnar játuðu báðar aðild að því við yfirheyrslu hjá lögreglu. Rannsókn málsins lauk í nóvember og var það þá sent til ríkissaksóknara sem ákveður hvort ákært verði eða ekki. Annar maður kærði svo systurnar fyrir fjárkúgun í kjölfar þess að fjárkúgun þeirra á hendur Sigmundi Davíð komst í hámæli. Maðurinn hafði greitt systrunum 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur en BHM fór í mál við ríkið þar sem það taldi lög sem sett voru á verkfall félagsins ólögleg. BHM tapaði málinu gegn ríkinu.vísir/ernir Órói á vinnumarkaði Verkföll voru eitt af því sem einkenndi árið sem er að líða en í apríl lögðu hundruð opinberra starfsmanna niður störf en um var að ræða félagsmenn í BHM. Þá fóru hjúkrunarfræðingar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í verkfall í lok maí en báðum þessum deilum lauk með lögum sem Alþingi setti á verkföllin þann 11. júní. Gerðardómur var í kjölfarið skipaður og úrskurðaði hann hver laun félagsmanna í BHM og FÍH skyldu vera. Í október hófust svo vinnustöðvanir félagsmanna í SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands sem deildu við ríkið um kjör sín. Þá börðust lögreglumenn einnig fyrir betri kjörum en þeir eru ein þeirra stétta í landinu sem hafa ekki verkfallsrétt. Þeir voru þó afar sýnilegir í sinni kjarabaráttu í haust og þá vakti athygli þegar fjöldi lögreglumanna um land allt veiktist einn dag í október. Kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna lauk með kjarasamningum sem undirritaðir voru í Karphúsinu aðfaranótt 28. október. Bryndís Björgvinsdóttir, upphafskona „Kæra Eygló“vísir/stefán Flóttamenn og hælisleitendur Ísland hefur ekki farið varhluta af þeim mikla fólks sem nú flýr stríðshrjáð svæði, og þá ekki síst Sýrland, en þar hefur geisað hatrammt stríð síðastliðin ár. Augljóst var að fréttaflutningur af fólki sem hætti lífi sínu á flótta undan stríðsátökum hreyfði við þjóðinni eins og sást kannski best á viðbrögðunum við Facebook-viðburði Bryndísar Björgvinsdóttur, „Kæra Eygló – Sýrland kallar.“ Hátt í 20.000 manns skráðu sig á viðburðinn sem byrjaði 30. ágúst og lauk sex dögum síðar. Markmiðið með viðburðinum var að sýna stjórnvöldum að Íslendingar væru til í að taka á móti fleiri flóttamönnum en ráðgert hafði verið. Fjöldi manns bauðst til að aðstoða þá flóttamenn sem hingað myndu koma og bauð fólk fram alls konar aðstoð, allt frá félagslemum stuðningi yfir í heilu húsin. Um tveimur vikum eftir að „Kæra Eygló“ lauk tilkynnti ríkisstjórnin að hún hygðist verja tveimur milljörðum króna til flóttamannamála á þessu ári og því næsta. Þá er von á 55 flóttamönnum frá Sýrlandi í janúar á næsta ári en þeir hafa dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon. Miklubraut var lokað í óveðrinu í mars þar sem þakplötur fuku þar um með tilheyrandi hættu fyrir ökumenn.vísir/jóhann k. Fárviðri í mars og desember Íslendingar virðast hafa óseðjandi áhuga á veðrinu og víst er að nóg var um að vera í því á árinu. Tvö sérstaklega skæð fárviðri gengu yfir landið, annars vegar í mars og hins vegar í desember. Fyrra fárviðrið varð þann 14. mars en veðrið var þá hvað verst á Vestur-og Norðurlandi. Höfuðborgarsvæðið fékk líka að finna fyrir því og varð mikið fok-og vatnstjón víða. Mikið mæddi á björgunarsveitarmönnum og gríðarlegt álag var á Neyðarlínunni sem tók á móti 1400 símtölum frá klukkan 8 til 12. Hitt fárviðrið er svo eflaust mörgum enn í fersku minni en það gekk yfir landið þann 7. desember síðastliðinn. Þá var veðrið einna verst á Suðurlandi og var hættustigi lýst yfir Vestmannaeyjum. Einn íbúi þar líkti veðrinu við hryllingsmynd og þá kvaðst yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei hafa upplifað annað eins. Mest lesna frétt ársins á Vísi er frá 7. desember en í henni gat fólk fylgst með óveðrinu koma á gagnvirku korti. Kynferðisbrotamál Mikil umræða var í samfélaginu um kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi á árinu og fóru fjölmiðlar ekki varhluta af því. Tvö mál vöktu sérstaklega mikla athygli, annars vegar sýknudómur yfir fimm piltum sem ákærðir voru fyrir hópnauðgun í Breiðholti í maí 2014, og hins vegar tvær kærur á hendur tveimur mönnum vegna meintra nauðgana í íbúð í Hlíðunum. Mikil reiði blossaði upp í þjóðfélaginu vegna þessara tveggja mála og var boðað til mótmæla bæði við lögreglustöðina á Hverfisgötu og við Héraðsdóm Reykjavíkur. Við lögreglustöðina var því mótmælt að mennirnir tveir í Hlíðamálinu skyldu ekki hafa verið settir í gæsluvarðhald og við héraðsdóm var nokkrum sýknudómnum í kynferðisbrotamálm mótmælt. Önnur mest lesna frétt ársins er yfirlýsing móður brotaþola í hópnauðgunarmálinu.Í spilaranum hér að neðan má svo sjá viðtal við móðurina sem Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, tók við hana og birtist í Íslandi í dag. Illugi Gunnarsson og Orka Energy Mikið mæddi á Illuga Gunnarssyni, mennta-og menningarmálaráðherra, á árinu en hann var meðal annars í kastljósi fjölmiðla vegna tengsla sinna við fyrirtækið Orku Energy. Umfjöllun um tengsl ráðherrans við fyrirtækið hófst í kjölfar vinnuferðar til Kína sem Illugi fór í í mars síðastliðnum, en fulltrúar frá Orku Energy tóku þátt í einum dagskrárlið ferðarinnar. Á meðal þeirra var Haukur Harðarson, stjórnarformaður félagsins. Illugi hafði starfað sem ráðgjafi hjá Orku Energy árið 2011 en þá var hann utan þings. Frá þeim fékk hann launagreiðslur upp á 5,6 milljónir króna, samkvæmt skattaframtali og launaseðli, sem Illugi ákvað að birta. Eftir skatta og önnur gjöld fékk hann 2,95 milljónir króna í vasann. Annað liggur ekki fyrir um tengsl ráðherrans við Orku Energy enda segir Illugi að ekki sé um nein önnur tengsl að ræða en þau sem hann hefur nú þegar upplýst um. Fyrir liggur að stjórnarformaður Orku Energy keypti eignarhaldsfélagið OG Capital af Illuga árið 2013. Það félag hélt utan um yfirveðsetta íbúð ráðherrans og eiginkonu hans. Íbúðina leigja þau svo af honum fyrir markaðsvirði. Hins vegar liggur ekki fyrir hver greiddi 1,2 milljónir inn í félagið OG Capital árið 2012 þegar það var enn í eigu Illuga, þar sem ráðherrann hefur ekki svarað fyrirspurnum Vísis þess efnis. Ágústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssynimynd/ágústa eva Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágúsa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu einn sunnudag í ágúst en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. Ágústa Eva má teljast heppin að vera á lífi en Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sem einnig var staddur á bílaþvottastöðinni kom henni til bjargar. Atvikið varð á bílaþvottastöðinni Löður í Holtagörðum en nemi sem var neðst á hurðinni til að stoppa hana af virkaði ekki með skyldi þar sem lítið gat var á honum. Löður brást við með því að laga hurðina og ganga úr skugga um að svona slys gæti ekki komið fyrir aftur á þvottastöðvum fyrirtækisins. Þriðja mest lesna frétt ársins er um saksóknarann sem bjargaði lífi Ágústu Evu. Slys við Reykdalsstíflu í HafnarfirðiLífsbjörg varð þegar tveimur bræðrum var bjargað úr hyl við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan apríl. Drengirnir festust í affallinu er þeir ætluðu að sækja bolta sem fastur var í rennu í stíflunni. Yngri strákurinn fór fyrst út í vatnið en festist, þannig að eldri strákurinn fór á eftir honum, en við það festist hann sjálfur og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Aðstæður á svæðinu voru afar erfiðar, svo mjög að tveir karlmenn festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir voru báðir fluttir þungt haldnir á sjúkrahús. Sá eldri þurfti á endurlífgun að halda, en var útskrifaður af sjúkrahúsi einungis nokkrum dögum eftir slysið. Yngri drengnum var haldið sofandi í nokkra daga og útskrifaður af gjörgæsludeild um viku síðar. Við það tók lengra bataferli á Barnaspítala Hringsins en fjallað var um slysið í þætti Neyðarlínunnar á Stöð 2 í október sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Umsátur í Kópavogi og Hafnarfirði Umsátursástand skapaðist tvívegis á höfuðborgarsvæðinu á árinu, annars vegar í Kópavogi í byrjun júní og hins vegar á Völlunum í Hafnarfirði rúmum tveimur mánuðum síðar. Í Kópavogi var setið um íbúð við Hlíðarhjalla í um sex klukkustundir en lögreglan hafði verið kölluð út síðdegis vegna nokkurra ábendinga um skothvelli. Talið var að maður væri vopnaður haglabyssu í íbúð sinni en síðar kom í ljós að íbúðin sem setið var um var mannlaus. Í Hafnarfirði var síðan setið um íbúð við Kirkjuvelli 7 í tæpa þrjá klukkutíma að kvöldi 9. ágúst. Sú aðgerð beindist að manni sem var í íbúðinni og hafði endurtekið komið við sögu lögreglu. Aðgerðir lögreglu voru afar umfangsmiklar og var meðal annars lokað fyrir umferði inn í hverfið. Þá voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. Umsátrinu lauk með því að maðurinn var handtekinn en hann var þá vopnaður golfkylfu og hnífi. Daginn eftir hóf hann svo afplánun 10 mánaða fangelsisdóms sem hann hlaut í mars en Fangelsismálastofnun nýtti sér heimild sem hún hefur til að flýta afplánun ef viðkomandi fremur brot áður en til afplánunar kemur. Sumir stungu sér inn í þetta rjóður aftan við Þingvallabæinn til að hægja sér.vísir/pjetur Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti þjóðskálda Mikið var fjallað um ferðamennsku á Íslandi á árinu og vöktu sumar fréttir í þeim flokki meiri athygli en aðrar. Á meðal þeirra var frétt af gestum í þjóðgarðinum á Þingvöllum sem gengu örna sinna við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar við Þingvallakirkju. Rætt var við leiðsögumann sem gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðaleysi í salernismálum fyrir ferðamenn. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, svaraði því til að salerni væru skammt frá Þingvallakirkju og að siðmenntað fólk hagaði sér ekki svona. Eins og áður segir er þessi listi ekki tæmandi en í tengdum fréttum hér að neðan má sjá fleiri af þeim málum sem vöktu athygli á árinu. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08 Hefur leitað að íslenskri móður sinni í 20 ár Árið 1958 fæddi 18 ára gömul íslensk stúlka son í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún gaf hann til ættleiðingar þar í landi en Jonathan Roth hefur lengi leitað að íslenskri móður sinni. 15. janúar 2015 21:59 Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 „Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35 Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30 „Engin hetjudáð að vera fyllibytta sem flytur til Grænlands og barnar barn“ Guðbjörg Ýr, dóttir Sigurðar Péturssonar, Ísmannsins svokallaða, segir að faðir sinn sé ekki sú hetja sem sumir telja að hann sé ef miðað er við þá mynd sem dregin hefur verið upp af honum í fjölmiðlum. 29. júlí 2015 15:45 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56 Mamma reyndi að drepa mig Einar Zeppelin Hildarson komst lífshættulega slasaður undan móður sinni eftir stunguárás. Systir hans lést í árásinni. 18. júlí 2015 09:00 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. Vísir hefur tekið saman annál yfir nokkur þeirra mála sem vöktu athygli á vefnum árið 2015 en ýmislegt markaði fréttaárið og voru sumar fréttir vinsælli en aðrar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt sem tekur bæði til þeirra frétta sem mest voru lesnar á árinu og svo þeirra mála sem voru sérstaklega fyrirferðarmikil í fréttaflutningi ársins. Það skal þó tekið fram að listinn er langt í frá tæmandi. Vísir hefur þegar tekið saman erlendar fréttir ársins 2015, sjá hér.Hlín og Malín handteknar Vísir greindi frá því í byrjun júní að systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hefðu verið handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Málið vakti gríðarlega athygli en systurnar játuðu báðar aðild að því við yfirheyrslu hjá lögreglu. Rannsókn málsins lauk í nóvember og var það þá sent til ríkissaksóknara sem ákveður hvort ákært verði eða ekki. Annar maður kærði svo systurnar fyrir fjárkúgun í kjölfar þess að fjárkúgun þeirra á hendur Sigmundi Davíð komst í hámæli. Maðurinn hafði greitt systrunum 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur en BHM fór í mál við ríkið þar sem það taldi lög sem sett voru á verkfall félagsins ólögleg. BHM tapaði málinu gegn ríkinu.vísir/ernir Órói á vinnumarkaði Verkföll voru eitt af því sem einkenndi árið sem er að líða en í apríl lögðu hundruð opinberra starfsmanna niður störf en um var að ræða félagsmenn í BHM. Þá fóru hjúkrunarfræðingar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í verkfall í lok maí en báðum þessum deilum lauk með lögum sem Alþingi setti á verkföllin þann 11. júní. Gerðardómur var í kjölfarið skipaður og úrskurðaði hann hver laun félagsmanna í BHM og FÍH skyldu vera. Í október hófust svo vinnustöðvanir félagsmanna í SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands sem deildu við ríkið um kjör sín. Þá börðust lögreglumenn einnig fyrir betri kjörum en þeir eru ein þeirra stétta í landinu sem hafa ekki verkfallsrétt. Þeir voru þó afar sýnilegir í sinni kjarabaráttu í haust og þá vakti athygli þegar fjöldi lögreglumanna um land allt veiktist einn dag í október. Kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna lauk með kjarasamningum sem undirritaðir voru í Karphúsinu aðfaranótt 28. október. Bryndís Björgvinsdóttir, upphafskona „Kæra Eygló“vísir/stefán Flóttamenn og hælisleitendur Ísland hefur ekki farið varhluta af þeim mikla fólks sem nú flýr stríðshrjáð svæði, og þá ekki síst Sýrland, en þar hefur geisað hatrammt stríð síðastliðin ár. Augljóst var að fréttaflutningur af fólki sem hætti lífi sínu á flótta undan stríðsátökum hreyfði við þjóðinni eins og sást kannski best á viðbrögðunum við Facebook-viðburði Bryndísar Björgvinsdóttur, „Kæra Eygló – Sýrland kallar.“ Hátt í 20.000 manns skráðu sig á viðburðinn sem byrjaði 30. ágúst og lauk sex dögum síðar. Markmiðið með viðburðinum var að sýna stjórnvöldum að Íslendingar væru til í að taka á móti fleiri flóttamönnum en ráðgert hafði verið. Fjöldi manns bauðst til að aðstoða þá flóttamenn sem hingað myndu koma og bauð fólk fram alls konar aðstoð, allt frá félagslemum stuðningi yfir í heilu húsin. Um tveimur vikum eftir að „Kæra Eygló“ lauk tilkynnti ríkisstjórnin að hún hygðist verja tveimur milljörðum króna til flóttamannamála á þessu ári og því næsta. Þá er von á 55 flóttamönnum frá Sýrlandi í janúar á næsta ári en þeir hafa dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon. Miklubraut var lokað í óveðrinu í mars þar sem þakplötur fuku þar um með tilheyrandi hættu fyrir ökumenn.vísir/jóhann k. Fárviðri í mars og desember Íslendingar virðast hafa óseðjandi áhuga á veðrinu og víst er að nóg var um að vera í því á árinu. Tvö sérstaklega skæð fárviðri gengu yfir landið, annars vegar í mars og hins vegar í desember. Fyrra fárviðrið varð þann 14. mars en veðrið var þá hvað verst á Vestur-og Norðurlandi. Höfuðborgarsvæðið fékk líka að finna fyrir því og varð mikið fok-og vatnstjón víða. Mikið mæddi á björgunarsveitarmönnum og gríðarlegt álag var á Neyðarlínunni sem tók á móti 1400 símtölum frá klukkan 8 til 12. Hitt fárviðrið er svo eflaust mörgum enn í fersku minni en það gekk yfir landið þann 7. desember síðastliðinn. Þá var veðrið einna verst á Suðurlandi og var hættustigi lýst yfir Vestmannaeyjum. Einn íbúi þar líkti veðrinu við hryllingsmynd og þá kvaðst yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei hafa upplifað annað eins. Mest lesna frétt ársins á Vísi er frá 7. desember en í henni gat fólk fylgst með óveðrinu koma á gagnvirku korti. Kynferðisbrotamál Mikil umræða var í samfélaginu um kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi á árinu og fóru fjölmiðlar ekki varhluta af því. Tvö mál vöktu sérstaklega mikla athygli, annars vegar sýknudómur yfir fimm piltum sem ákærðir voru fyrir hópnauðgun í Breiðholti í maí 2014, og hins vegar tvær kærur á hendur tveimur mönnum vegna meintra nauðgana í íbúð í Hlíðunum. Mikil reiði blossaði upp í þjóðfélaginu vegna þessara tveggja mála og var boðað til mótmæla bæði við lögreglustöðina á Hverfisgötu og við Héraðsdóm Reykjavíkur. Við lögreglustöðina var því mótmælt að mennirnir tveir í Hlíðamálinu skyldu ekki hafa verið settir í gæsluvarðhald og við héraðsdóm var nokkrum sýknudómnum í kynferðisbrotamálm mótmælt. Önnur mest lesna frétt ársins er yfirlýsing móður brotaþola í hópnauðgunarmálinu.Í spilaranum hér að neðan má svo sjá viðtal við móðurina sem Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, tók við hana og birtist í Íslandi í dag. Illugi Gunnarsson og Orka Energy Mikið mæddi á Illuga Gunnarssyni, mennta-og menningarmálaráðherra, á árinu en hann var meðal annars í kastljósi fjölmiðla vegna tengsla sinna við fyrirtækið Orku Energy. Umfjöllun um tengsl ráðherrans við fyrirtækið hófst í kjölfar vinnuferðar til Kína sem Illugi fór í í mars síðastliðnum, en fulltrúar frá Orku Energy tóku þátt í einum dagskrárlið ferðarinnar. Á meðal þeirra var Haukur Harðarson, stjórnarformaður félagsins. Illugi hafði starfað sem ráðgjafi hjá Orku Energy árið 2011 en þá var hann utan þings. Frá þeim fékk hann launagreiðslur upp á 5,6 milljónir króna, samkvæmt skattaframtali og launaseðli, sem Illugi ákvað að birta. Eftir skatta og önnur gjöld fékk hann 2,95 milljónir króna í vasann. Annað liggur ekki fyrir um tengsl ráðherrans við Orku Energy enda segir Illugi að ekki sé um nein önnur tengsl að ræða en þau sem hann hefur nú þegar upplýst um. Fyrir liggur að stjórnarformaður Orku Energy keypti eignarhaldsfélagið OG Capital af Illuga árið 2013. Það félag hélt utan um yfirveðsetta íbúð ráðherrans og eiginkonu hans. Íbúðina leigja þau svo af honum fyrir markaðsvirði. Hins vegar liggur ekki fyrir hver greiddi 1,2 milljónir inn í félagið OG Capital árið 2012 þegar það var enn í eigu Illuga, þar sem ráðherrann hefur ekki svarað fyrirspurnum Vísis þess efnis. Ágústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssynimynd/ágústa eva Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágúsa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu einn sunnudag í ágúst en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. Ágústa Eva má teljast heppin að vera á lífi en Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sem einnig var staddur á bílaþvottastöðinni kom henni til bjargar. Atvikið varð á bílaþvottastöðinni Löður í Holtagörðum en nemi sem var neðst á hurðinni til að stoppa hana af virkaði ekki með skyldi þar sem lítið gat var á honum. Löður brást við með því að laga hurðina og ganga úr skugga um að svona slys gæti ekki komið fyrir aftur á þvottastöðvum fyrirtækisins. Þriðja mest lesna frétt ársins er um saksóknarann sem bjargaði lífi Ágústu Evu. Slys við Reykdalsstíflu í HafnarfirðiLífsbjörg varð þegar tveimur bræðrum var bjargað úr hyl við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan apríl. Drengirnir festust í affallinu er þeir ætluðu að sækja bolta sem fastur var í rennu í stíflunni. Yngri strákurinn fór fyrst út í vatnið en festist, þannig að eldri strákurinn fór á eftir honum, en við það festist hann sjálfur og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Aðstæður á svæðinu voru afar erfiðar, svo mjög að tveir karlmenn festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir voru báðir fluttir þungt haldnir á sjúkrahús. Sá eldri þurfti á endurlífgun að halda, en var útskrifaður af sjúkrahúsi einungis nokkrum dögum eftir slysið. Yngri drengnum var haldið sofandi í nokkra daga og útskrifaður af gjörgæsludeild um viku síðar. Við það tók lengra bataferli á Barnaspítala Hringsins en fjallað var um slysið í þætti Neyðarlínunnar á Stöð 2 í október sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Umsátur í Kópavogi og Hafnarfirði Umsátursástand skapaðist tvívegis á höfuðborgarsvæðinu á árinu, annars vegar í Kópavogi í byrjun júní og hins vegar á Völlunum í Hafnarfirði rúmum tveimur mánuðum síðar. Í Kópavogi var setið um íbúð við Hlíðarhjalla í um sex klukkustundir en lögreglan hafði verið kölluð út síðdegis vegna nokkurra ábendinga um skothvelli. Talið var að maður væri vopnaður haglabyssu í íbúð sinni en síðar kom í ljós að íbúðin sem setið var um var mannlaus. Í Hafnarfirði var síðan setið um íbúð við Kirkjuvelli 7 í tæpa þrjá klukkutíma að kvöldi 9. ágúst. Sú aðgerð beindist að manni sem var í íbúðinni og hafði endurtekið komið við sögu lögreglu. Aðgerðir lögreglu voru afar umfangsmiklar og var meðal annars lokað fyrir umferði inn í hverfið. Þá voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. Umsátrinu lauk með því að maðurinn var handtekinn en hann var þá vopnaður golfkylfu og hnífi. Daginn eftir hóf hann svo afplánun 10 mánaða fangelsisdóms sem hann hlaut í mars en Fangelsismálastofnun nýtti sér heimild sem hún hefur til að flýta afplánun ef viðkomandi fremur brot áður en til afplánunar kemur. Sumir stungu sér inn í þetta rjóður aftan við Þingvallabæinn til að hægja sér.vísir/pjetur Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti þjóðskálda Mikið var fjallað um ferðamennsku á Íslandi á árinu og vöktu sumar fréttir í þeim flokki meiri athygli en aðrar. Á meðal þeirra var frétt af gestum í þjóðgarðinum á Þingvöllum sem gengu örna sinna við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar við Þingvallakirkju. Rætt var við leiðsögumann sem gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðaleysi í salernismálum fyrir ferðamenn. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, svaraði því til að salerni væru skammt frá Þingvallakirkju og að siðmenntað fólk hagaði sér ekki svona. Eins og áður segir er þessi listi ekki tæmandi en í tengdum fréttum hér að neðan má sjá fleiri af þeim málum sem vöktu athygli á árinu.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08 Hefur leitað að íslenskri móður sinni í 20 ár Árið 1958 fæddi 18 ára gömul íslensk stúlka son í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún gaf hann til ættleiðingar þar í landi en Jonathan Roth hefur lengi leitað að íslenskri móður sinni. 15. janúar 2015 21:59 Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 „Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35 Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30 „Engin hetjudáð að vera fyllibytta sem flytur til Grænlands og barnar barn“ Guðbjörg Ýr, dóttir Sigurðar Péturssonar, Ísmannsins svokallaða, segir að faðir sinn sé ekki sú hetja sem sumir telja að hann sé ef miðað er við þá mynd sem dregin hefur verið upp af honum í fjölmiðlum. 29. júlí 2015 15:45 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56 Mamma reyndi að drepa mig Einar Zeppelin Hildarson komst lífshættulega slasaður undan móður sinni eftir stunguárás. Systir hans lést í árásinni. 18. júlí 2015 09:00 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08
Hefur leitað að íslenskri móður sinni í 20 ár Árið 1958 fæddi 18 ára gömul íslensk stúlka son í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún gaf hann til ættleiðingar þar í landi en Jonathan Roth hefur lengi leitað að íslenskri móður sinni. 15. janúar 2015 21:59
Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15
„Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35
Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30
„Engin hetjudáð að vera fyllibytta sem flytur til Grænlands og barnar barn“ Guðbjörg Ýr, dóttir Sigurðar Péturssonar, Ísmannsins svokallaða, segir að faðir sinn sé ekki sú hetja sem sumir telja að hann sé ef miðað er við þá mynd sem dregin hefur verið upp af honum í fjölmiðlum. 29. júlí 2015 15:45
WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26
Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56
Mamma reyndi að drepa mig Einar Zeppelin Hildarson komst lífshættulega slasaður undan móður sinni eftir stunguárás. Systir hans lést í árásinni. 18. júlí 2015 09:00
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25
Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42
Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12