Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2015 21:00 Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. Þetta er mat markaðsráðgjafa sem unnið hefur fyrir álfyrirtæki og hann telur að stjórnendur Rio Tinto Alcan séu tilbúnir að standa við hótunina. Meðan sumir segja að hótunin um að loka álverinu hafi verið blöff telur ráðgjafi sem unnið hefur fyrir Norðurál, Viðar Garðarsson viðskiptafræðingur, að full ástæða sé til að taka mark á henni. Stórfyrirtæki eins og þetta setji ekki fram slíka hótun nema þau séu tilbúin að fylgja henni eftir. Grunnurinn sé þungur rekstur. Rekstrarskilyrði hafi versnað verulega eftir að Rio Tinto Alcan gerði nýjan orkusamning árið 2010. Undir þeim aðstæðum geti fyrirtækið ekki sætt sig við að greiða 30 prósent hærra verð heldur en systurfyrirtæki þess greiða í Noregi og Kanada.Viðar Garðarsson, viðskiptafræðingur og markaðsráðgjafi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Launasparnaður sem tekist var á um sé smáaurar miðað við stóru tölurnar sem liggi í orkusamningi við Landsvirkjun. Orkan hafi langmestu áhrifin þegar þurfi að spara. „Þannig að ég held að lykillinn í deilunni liggi ekki hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf heldur liggur hann hjá Landsvirkjun.“ Viðar segir að Rio Tinto sé í raun að þrýsta á Landsvirkjun. Þar sé raunveruleg deila undir niðri. Hann telur að ráðamenn Rio Tinto séu tilbúnir að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort kaupskylda á raforku haldi lokist álverið vegna vinnudeilu. Þeir hafi þegar metið áhættuna af slíkum málaferlum. Stjórnendur Rio Tinto Alcan séu tilbúnir að taka þann slag. „Í mínum huga er það engin spurning að þeir voru að sýna hornin og eru tilbúnir að stanga, ef á þarf að halda.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Býst við uppsögnum í álverinu Formaður vélstjóra og málmtæknimanna segir starfsandann sjaldan hafa verið verri. 4. desember 2015 13:45 Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Milljarðar frá Rio Tinto í Straumsvík til Rio Tinto í Sviss þrátt fyrir tap Kaupa súrál af móðurfélaginu og greiða fyrir einkaleyfi og fleira. 3. desember 2015 13:28 Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24 Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. Þetta er mat markaðsráðgjafa sem unnið hefur fyrir álfyrirtæki og hann telur að stjórnendur Rio Tinto Alcan séu tilbúnir að standa við hótunina. Meðan sumir segja að hótunin um að loka álverinu hafi verið blöff telur ráðgjafi sem unnið hefur fyrir Norðurál, Viðar Garðarsson viðskiptafræðingur, að full ástæða sé til að taka mark á henni. Stórfyrirtæki eins og þetta setji ekki fram slíka hótun nema þau séu tilbúin að fylgja henni eftir. Grunnurinn sé þungur rekstur. Rekstrarskilyrði hafi versnað verulega eftir að Rio Tinto Alcan gerði nýjan orkusamning árið 2010. Undir þeim aðstæðum geti fyrirtækið ekki sætt sig við að greiða 30 prósent hærra verð heldur en systurfyrirtæki þess greiða í Noregi og Kanada.Viðar Garðarsson, viðskiptafræðingur og markaðsráðgjafi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Launasparnaður sem tekist var á um sé smáaurar miðað við stóru tölurnar sem liggi í orkusamningi við Landsvirkjun. Orkan hafi langmestu áhrifin þegar þurfi að spara. „Þannig að ég held að lykillinn í deilunni liggi ekki hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf heldur liggur hann hjá Landsvirkjun.“ Viðar segir að Rio Tinto sé í raun að þrýsta á Landsvirkjun. Þar sé raunveruleg deila undir niðri. Hann telur að ráðamenn Rio Tinto séu tilbúnir að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort kaupskylda á raforku haldi lokist álverið vegna vinnudeilu. Þeir hafi þegar metið áhættuna af slíkum málaferlum. Stjórnendur Rio Tinto Alcan séu tilbúnir að taka þann slag. „Í mínum huga er það engin spurning að þeir voru að sýna hornin og eru tilbúnir að stanga, ef á þarf að halda.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Býst við uppsögnum í álverinu Formaður vélstjóra og málmtæknimanna segir starfsandann sjaldan hafa verið verri. 4. desember 2015 13:45 Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Milljarðar frá Rio Tinto í Straumsvík til Rio Tinto í Sviss þrátt fyrir tap Kaupa súrál af móðurfélaginu og greiða fyrir einkaleyfi og fleira. 3. desember 2015 13:28 Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24 Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Býst við uppsögnum í álverinu Formaður vélstjóra og málmtæknimanna segir starfsandann sjaldan hafa verið verri. 4. desember 2015 13:45
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30
Milljarðar frá Rio Tinto í Straumsvík til Rio Tinto í Sviss þrátt fyrir tap Kaupa súrál af móðurfélaginu og greiða fyrir einkaleyfi og fleira. 3. desember 2015 13:28
Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24
Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30