Mikill meirihluti þýskra þingmanna greiddi atkvæði með því að hefja viðræður um að veita Grikkjum 86 milljarða evra neyðarlán fyrr í dag.
439 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, 119 gegn, en fjörutíu sátu hjá.
Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Angela Merkel Þýskalandskanslari við glundroða, samþykkti þingið ekki samkomulagið.
Gríska þingið greiddi á miðvikudagskvöldi atkvæði með samkomulaginu. Franska þingið samþykkti einnig samkomulagið á miðvikudag, og hið austurríska fyrr í dag.
Þýska þingið samþykkir samkomulag við Grikki

Tengdar fréttir

Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag
Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum.

Evrusvæðið veitir Grikklandi aukalán
Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hjálpa Grikkjum áður en neyðaraðstoðarsamningur kemst í gagnið.