Sami strætóbílstjórinn sýndi Bjarna Ben reglulega „fokk-jú“ puttann Bjarki Ármannsson skrifar 16. maí 2015 17:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfti á tímabili stuttu eftir síðustu þingkosningar að þola ítrekuð „fokk-jú“ merki frá sama strætisvagnsstjóranum fyrir utan Stjórnarráðið. Þetta kom fram í þættinum Bakaríið sem þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann Eiðsson stýra en Bjarni var gestur þáttarins í morgun. Söguna sagði Bjarni í kjölfar þess að Logi spurði hversu oft í vikunni Bjarna hefði verið sýndur puttinn. „Það var einhver strætóbílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu eftir kosningar,“ sagði Bjarni. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn. Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Bjarni tók fram að þetta gerðist ekki oft. Þó hafi hann og konan hans bæði lent í því sama daginn nýverið að ókunnugt fólk sýndi þeim puttann úti á götu af óljósum ástæðum. Víða var komið við í Bakaríinu og nefndi Bjarni mafíumyndina The Godfather sem uppáhaldskvikmynd sína. „Ég get horft á hana aftur og aftur,“ sagði hann. „Stundum þegar menn eru að kvarta undan stöðunni í pólítikinni, hvað allt getur verið óvægið og ósanngjarnt og eitthvað ömurlegt, þá nota ég þessa setningu úr Godfather til að róa menn: „This is the business we have chosen.““ Í þættinum ræddi Bjarni jafnframt hvort hann kysi sturtu eða bað, nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem skemmtilegasta þingmanninn og sagði frá heimska Yorkshire Terrier hundinum Sesar, sem mátti ekki sleppa út af heimili fjölskyldu Bjarna þegar hann var yngri, svo eitthvað sé nefnt. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfti á tímabili stuttu eftir síðustu þingkosningar að þola ítrekuð „fokk-jú“ merki frá sama strætisvagnsstjóranum fyrir utan Stjórnarráðið. Þetta kom fram í þættinum Bakaríið sem þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann Eiðsson stýra en Bjarni var gestur þáttarins í morgun. Söguna sagði Bjarni í kjölfar þess að Logi spurði hversu oft í vikunni Bjarna hefði verið sýndur puttinn. „Það var einhver strætóbílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu eftir kosningar,“ sagði Bjarni. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn. Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Bjarni tók fram að þetta gerðist ekki oft. Þó hafi hann og konan hans bæði lent í því sama daginn nýverið að ókunnugt fólk sýndi þeim puttann úti á götu af óljósum ástæðum. Víða var komið við í Bakaríinu og nefndi Bjarni mafíumyndina The Godfather sem uppáhaldskvikmynd sína. „Ég get horft á hana aftur og aftur,“ sagði hann. „Stundum þegar menn eru að kvarta undan stöðunni í pólítikinni, hvað allt getur verið óvægið og ósanngjarnt og eitthvað ömurlegt, þá nota ég þessa setningu úr Godfather til að róa menn: „This is the business we have chosen.““ Í þættinum ræddi Bjarni jafnframt hvort hann kysi sturtu eða bað, nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem skemmtilegasta þingmanninn og sagði frá heimska Yorkshire Terrier hundinum Sesar, sem mátti ekki sleppa út af heimili fjölskyldu Bjarna þegar hann var yngri, svo eitthvað sé nefnt. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira