Fjórar íslenskar konur yfir þúsund stigin á Reykjavíkurleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2015 09:45 Aníta Hinriksdóttir og Hafdís Sigurðardóttir. Vísir/Daníel Þrjár íslenskar konur náðu mjög flottum árangri á Reykjavíkurleikunum í frjálsíþróttum um helgina en þær fengu allar yfir þúsund IAAF-stig fyrir frammistöðu sína. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Íslenskar konur voru í efstu tveimur sætunum yfir bestan árangri í öllum greinunum, Aníta Hinriksdóttir var efst fyrir 800 metra hlaup sitt og nýtt íslenskt met Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki kom henni upp í annað sætið. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði besta árangri allra keppenda mótsins en hún fékk 1103 stig fyrir að hlaupa 800 metra hlaupið á 2:02,88 mínútum. Aníta leiddi hlaupið frá upphafi og gaf keppinautum sínum lítinn möguleika á að fylgja sér eftir. Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,47 metra í langstökki sem gaf henni 1089 stig en í öðru sæti var Þjóðverjinn Nathalie Buschung með stökk upp á 6,18 metra sem skilaði henni 1026 stigum. Þriðja íslenska konan sem komst yfir þúsund stigin var hin fjórtán ára gamla Þórdís Eva Steinsdóttir sem fékk 1000 IAAF-stig fyrir að hlaupa 600 metra hlaup á 1:32,25 mínútum sem var nýtt aldursflokkamet hjá 15 ára stúlkum. Þórdís Eva bætti þar met Anítu Hinriksdóttur. Fjórða íslenska konan til að ná þúsund stiga grein var Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sem sigraði í 60 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 7,64 sekúndum. Tveir íslenskir karlar náðu einnig yfir þúsund stigin, Einar Daði Lárusson fékk 1040 stig fyrir að hlaupa 60 metra grindarhlaup á 8,10 sekúndum og Óðinn Björn Þorsteinsson fékk 1015 stig fyrir að kasta kúlunni 18,22 metra.Bestu afrek mótsins voru þessi: IAAF-Stig Nafn Fæð.ár Félag Árangur Grein 1103 Aníta Hinriksdóttir 1996 ÍR 2:02,88 800 metra hlaup 1089 Hafdís Sigurðardóttir 1987 UFA 6,47 Langstökk 1061 Victoria Sauleda 1992 Spánn 2:05,29 800 metra hlaup 1061 Daniel Gardiner 1990 Bretland 7,69 Langstökk 1040 Einar Daði Lárusson 1990 ÍR 8,10 60 metra grindahlaup 1026 Nathalie Buschung 1996 Þýskaland 6,18 Langstökk 1015 Óðinn Björn Þorsteinsson 1981 ÍR 18,22 Kúluvarp 1003 Þórdís Eva Steinsdóttir 2000 FH 1:32,25 600 metra hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sjá meira
Þrjár íslenskar konur náðu mjög flottum árangri á Reykjavíkurleikunum í frjálsíþróttum um helgina en þær fengu allar yfir þúsund IAAF-stig fyrir frammistöðu sína. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Íslenskar konur voru í efstu tveimur sætunum yfir bestan árangri í öllum greinunum, Aníta Hinriksdóttir var efst fyrir 800 metra hlaup sitt og nýtt íslenskt met Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki kom henni upp í annað sætið. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði besta árangri allra keppenda mótsins en hún fékk 1103 stig fyrir að hlaupa 800 metra hlaupið á 2:02,88 mínútum. Aníta leiddi hlaupið frá upphafi og gaf keppinautum sínum lítinn möguleika á að fylgja sér eftir. Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,47 metra í langstökki sem gaf henni 1089 stig en í öðru sæti var Þjóðverjinn Nathalie Buschung með stökk upp á 6,18 metra sem skilaði henni 1026 stigum. Þriðja íslenska konan sem komst yfir þúsund stigin var hin fjórtán ára gamla Þórdís Eva Steinsdóttir sem fékk 1000 IAAF-stig fyrir að hlaupa 600 metra hlaup á 1:32,25 mínútum sem var nýtt aldursflokkamet hjá 15 ára stúlkum. Þórdís Eva bætti þar met Anítu Hinriksdóttur. Fjórða íslenska konan til að ná þúsund stiga grein var Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sem sigraði í 60 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 7,64 sekúndum. Tveir íslenskir karlar náðu einnig yfir þúsund stigin, Einar Daði Lárusson fékk 1040 stig fyrir að hlaupa 60 metra grindarhlaup á 8,10 sekúndum og Óðinn Björn Þorsteinsson fékk 1015 stig fyrir að kasta kúlunni 18,22 metra.Bestu afrek mótsins voru þessi: IAAF-Stig Nafn Fæð.ár Félag Árangur Grein 1103 Aníta Hinriksdóttir 1996 ÍR 2:02,88 800 metra hlaup 1089 Hafdís Sigurðardóttir 1987 UFA 6,47 Langstökk 1061 Victoria Sauleda 1992 Spánn 2:05,29 800 metra hlaup 1061 Daniel Gardiner 1990 Bretland 7,69 Langstökk 1040 Einar Daði Lárusson 1990 ÍR 8,10 60 metra grindahlaup 1026 Nathalie Buschung 1996 Þýskaland 6,18 Langstökk 1015 Óðinn Björn Þorsteinsson 1981 ÍR 18,22 Kúluvarp 1003 Þórdís Eva Steinsdóttir 2000 FH 1:32,25 600 metra hlaup
Frjálsar íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sjá meira