Grunaðir hryðjuverkamenn og ISIS-liðar í Leifsstöð Snærós Sindradóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur hefur aðgang að alþjóðlegum gagnagrunni sem gefur upplýsingar og varúðarmerki um farþega við vegabréfaeftirlit. vísir/pjetur Hingað til lands hafa komið ferðamenn sem lögreglu grunar að hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. För þeirra hefur ekki verið stöðvuð heldur er yfirvöldum í því landi sem fólkið ferðast til gert viðvart. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um komu flóttafólks og aukið álag við landamæraeftirlit. Ráðherraráð Evrópusambandsins gaf út 15. júní í sumar að innleiða ætti almenna áhættuvísa við landamæravörslu. Þessir áhættuvísar hafa verið teknir upp á Keflavíkurflugvelli. Landamæraverðir eiga að vera á sérstöku varðbergi gagnvart fólki sem uppfyllir flokkun ESB. Nokkrum sinnum hefur vaknað grunur um að einstaklingur hafi tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Sérstaklega er horft til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á SuðurnesjumAð meðaltali fara fjórtán þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll daglega. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að skoðað sé hvort fólk þyki líklegt til að vera tengt hryðjuverkum. Svo sem hvaðan það er að koma, hvert það sé að fara, hvort það ferðist eitt eða hafi þekkt tengsl. „Við höfum ákveðnar skyldur gagnvart öðrum ríkjum. Menn hafa sérstaklega verið að reyna að fylgjast með því hvort það sé verið að flytja fólk til ISIS-liða eða hvort fólk sé að koma frá þeim. Þá höfum við látið vita,“ segir Ólafur. Lögreglustjórinn segir meðalhófs gætt. „Við þurfum að passa að ganga ekki of nærri fólki sem hugsanlega er ekkert nema sakleysið. Þó að menn hafi einhvern tíma framið brot eða liggi undir grun þá er ekki hægt að grípa þá á meðan það hefur ekkert sannast á þá.“ Innanríkisráðuneytið breytti reglugerð um för yfir landamæri 28. september síðastliðinn. Í breytingunni segir að innanríkisráðherra sé heimilt að taka upp tímabundið eftirlit á innri landamærum vegna alvarlegrar ógnar við allsherjarreglu eða þjóðaröryggi. Ákvörðunin sé tekin á grundvelli áhættumats frá ríkislögreglustjóra og í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hingað til hafa grunaðir hryðjuverkamenn einungis millilent hér á landi að sögn Ólafs Helga. „Það má kannski segja að það virðist ekki vera sem Ísland sé lokamark fólks í þessum hugleiðingum. Við höfum ekki séð nein merki þess að hryðjuverkamenn líti á Ísland sem endanlegan áfangastað,“ segir Ólafur. Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Hingað til lands hafa komið ferðamenn sem lögreglu grunar að hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. För þeirra hefur ekki verið stöðvuð heldur er yfirvöldum í því landi sem fólkið ferðast til gert viðvart. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um komu flóttafólks og aukið álag við landamæraeftirlit. Ráðherraráð Evrópusambandsins gaf út 15. júní í sumar að innleiða ætti almenna áhættuvísa við landamæravörslu. Þessir áhættuvísar hafa verið teknir upp á Keflavíkurflugvelli. Landamæraverðir eiga að vera á sérstöku varðbergi gagnvart fólki sem uppfyllir flokkun ESB. Nokkrum sinnum hefur vaknað grunur um að einstaklingur hafi tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Sérstaklega er horft til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á SuðurnesjumAð meðaltali fara fjórtán þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll daglega. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að skoðað sé hvort fólk þyki líklegt til að vera tengt hryðjuverkum. Svo sem hvaðan það er að koma, hvert það sé að fara, hvort það ferðist eitt eða hafi þekkt tengsl. „Við höfum ákveðnar skyldur gagnvart öðrum ríkjum. Menn hafa sérstaklega verið að reyna að fylgjast með því hvort það sé verið að flytja fólk til ISIS-liða eða hvort fólk sé að koma frá þeim. Þá höfum við látið vita,“ segir Ólafur. Lögreglustjórinn segir meðalhófs gætt. „Við þurfum að passa að ganga ekki of nærri fólki sem hugsanlega er ekkert nema sakleysið. Þó að menn hafi einhvern tíma framið brot eða liggi undir grun þá er ekki hægt að grípa þá á meðan það hefur ekkert sannast á þá.“ Innanríkisráðuneytið breytti reglugerð um för yfir landamæri 28. september síðastliðinn. Í breytingunni segir að innanríkisráðherra sé heimilt að taka upp tímabundið eftirlit á innri landamærum vegna alvarlegrar ógnar við allsherjarreglu eða þjóðaröryggi. Ákvörðunin sé tekin á grundvelli áhættumats frá ríkislögreglustjóra og í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hingað til hafa grunaðir hryðjuverkamenn einungis millilent hér á landi að sögn Ólafs Helga. „Það má kannski segja að það virðist ekki vera sem Ísland sé lokamark fólks í þessum hugleiðingum. Við höfum ekki séð nein merki þess að hryðjuverkamenn líti á Ísland sem endanlegan áfangastað,“ segir Ólafur.
Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira