Bílstjórar breiði út faðminn Stjórnarmaðurinn skrifar 22. apríl 2015 11:45 Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Bifreiðastöðvar í landinu eru fimm og fjöldatakmarkanir eru á leyfum. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem máli skipta. Stjórnarmaðurinn hefur nýtt sér þjónustu Uber á ferðum sínum. Margir lesendur þekkja Uber. Bílstjórinn ekur sínum eigin bíl og tengist notandanum gegnum sérstakt app. Notandinn fær nákvæmar praktískar upplýsingar gegnum appið, og getur séð ferðir bílsins í rauntíma á korti. Notendur geta valið um gæði bifreiða. Dugar lítill rafmagnsbíll, þarftu pláss fyrir farangur eða viltu glæsibifreið? Greiðsla er innheimt í samræmi við gæði bílsins, lengd ferðarinnar, tíma dags o.s.frv. Til viðbótar býður Uber upp á einkunnagjöf – fyrir bílstjóra og farþega. Bílstjórar leggja sig því fram um að veita góða þjónustu, og farþeginn við að haga sér skikkanlega. Uber gerir strangar kröfur til bílstjóra sem aka undir merkjum félagsins. Bíllinn má ekki vera eldri en fjögurra ára, og bílstjórinn skal vera með óflekkað mannorð. Svona mætti áfram telja. Leigubifreiðastöðvum á Íslandi ber lagaskylda til að skipuleggja starfsemi sína með þeim hætti að veitt sé góð og örugg þjónusta. Nokkuð vantar upp á eins og staðan er í dag. Engin leið er að vita hvaða bíll kemur, þú getur lent á spánýrri Benz-bifreið eða gömlu rúgbrauðslíki sem hangir saman á hjörunum. Þjónustan er líka furðulega dýr. Uber getur eins og staðan er í dag ekki hafið starfsemi á Íslandi, enda ekki bifreiðastöð og bílstjórarnir ekki með leyfi. Á vefsíðu Bifreiðastjórafélagsins Frama segir um frjálsan leigubílarekstur: „Leigubílstjórum er kunnugt um að þar sem aðhald hefur verið minnkað með leigubílstjórum hafi menn sem gerst hafi sekir um glæpi reynt að komast í stéttina en það má alls ekki gerast hér á Íslandi.“ Sá sem þetta ritar getur varla talað fyrir hönd stéttarinnar. Vitaskuld er eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að breytingum. Hræðsluáróður á þó aldrei rétt á sér. Dæmi Uber sýnir að frjáls leigubílarekstur skilar sér í betri þjónustu, sanngjarnara verði og öruggari bifreiðum. Uber veitir góðum bílstjórum líka tækifæri og vettvang til að skara fram úr. Framúrskarandi bílstjórar, og farþegar, ættu því að taka frjálsum leigubílarekstri opnum örmum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Bifreiðastöðvar í landinu eru fimm og fjöldatakmarkanir eru á leyfum. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem máli skipta. Stjórnarmaðurinn hefur nýtt sér þjónustu Uber á ferðum sínum. Margir lesendur þekkja Uber. Bílstjórinn ekur sínum eigin bíl og tengist notandanum gegnum sérstakt app. Notandinn fær nákvæmar praktískar upplýsingar gegnum appið, og getur séð ferðir bílsins í rauntíma á korti. Notendur geta valið um gæði bifreiða. Dugar lítill rafmagnsbíll, þarftu pláss fyrir farangur eða viltu glæsibifreið? Greiðsla er innheimt í samræmi við gæði bílsins, lengd ferðarinnar, tíma dags o.s.frv. Til viðbótar býður Uber upp á einkunnagjöf – fyrir bílstjóra og farþega. Bílstjórar leggja sig því fram um að veita góða þjónustu, og farþeginn við að haga sér skikkanlega. Uber gerir strangar kröfur til bílstjóra sem aka undir merkjum félagsins. Bíllinn má ekki vera eldri en fjögurra ára, og bílstjórinn skal vera með óflekkað mannorð. Svona mætti áfram telja. Leigubifreiðastöðvum á Íslandi ber lagaskylda til að skipuleggja starfsemi sína með þeim hætti að veitt sé góð og örugg þjónusta. Nokkuð vantar upp á eins og staðan er í dag. Engin leið er að vita hvaða bíll kemur, þú getur lent á spánýrri Benz-bifreið eða gömlu rúgbrauðslíki sem hangir saman á hjörunum. Þjónustan er líka furðulega dýr. Uber getur eins og staðan er í dag ekki hafið starfsemi á Íslandi, enda ekki bifreiðastöð og bílstjórarnir ekki með leyfi. Á vefsíðu Bifreiðastjórafélagsins Frama segir um frjálsan leigubílarekstur: „Leigubílstjórum er kunnugt um að þar sem aðhald hefur verið minnkað með leigubílstjórum hafi menn sem gerst hafi sekir um glæpi reynt að komast í stéttina en það má alls ekki gerast hér á Íslandi.“ Sá sem þetta ritar getur varla talað fyrir hönd stéttarinnar. Vitaskuld er eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að breytingum. Hræðsluáróður á þó aldrei rétt á sér. Dæmi Uber sýnir að frjáls leigubílarekstur skilar sér í betri þjónustu, sanngjarnara verði og öruggari bifreiðum. Uber veitir góðum bílstjórum líka tækifæri og vettvang til að skara fram úr. Framúrskarandi bílstjórar, og farþegar, ættu því að taka frjálsum leigubílarekstri opnum örmum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira