Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. október 2015 08:00 Obama Bandaríkjaforseti segist ekki fær um að breyta lögum um byssueign upp á eigin spýtur og skoraði á þjóðina að ganga í lið með sér. Vísir/EPA Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti fór ekki dult með það, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrrakvöld eftir skotárásina í Oregon, að hann væri búinn að fá alveg nóg af því að ávarpa þjóðina í kjölfar skotárása og fjöldamorða. „Við erum ekki eina landið í heiminum sem á sér fólk með geðsjúkdóma eða fólk sem vill valda öðrum skaða,“ sagði Obama. „En við erum eina þróaða landið hér á jörðu sem upplifir þessar fjöldaskotárásir á nokkurra mánaða fresti.“ Hann sagðist ekki geta gert neitt til þess að breyta þessu upp á eigin spýtur: „Ég þarf að hafa þjóðþingið með mér og ég þarf að hafa ríkisþing og ríkisstjóra sem vilja vinna með mér að þessu.“ Hann skoraði því á almenning að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn til þess að koma á breytingum á reglum um byssueign. Jafnframt skoraði hann á fjölmiðla að birta tölur um það hve margir láta lífið árlega í Bandaríkjunum af völdum skotárása og bera það saman við það hve margir láta þar lífið árlega af völdum hryðjuverka. Bandarískir fjölmiðlar brugðust sumir hverjir fljótt við þessu, þar á meðal fréttavefurinn Vox og má sjá tölurnar hér á síðunni, sem taka til áranna 2001 til 2011. Dagblaðið Washington Post birti einnig tölur um skotárásir það sem af er þessu ári. Þar kemur fram að 294 skotárásir hafi verið framdar á þeim 274 dögum sem liðnir voru af árinu. Þetta þýðir að meira en ein skotárás er á dag, og er þá miðað við árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. „Ég vona og bið um að ég þurfi ekki að stíga fram aftur meðan ég er í þessu embætti og segja að ég samhryggist fjölskyldum í þessum aðstæðum. En reynsla mín sem forseti segir mér að ég geti ekki lofað því. Og það er hræðilegt að segja,“ sagði Obama. Morðinginn að þessu sinni hét Chris Harper Mercer, 26 ára gamall og sagður fæddur á Englandi en bjó með móður sinni skammt frá skólanum sem hann valdi til að fremja fjöldamorð í. Hann var með þrjár byssur á sér, bæði skammbyssur og riffil, og myrti níu manns og særði sjö. Sjálfur féll hann svo í skotbardaga við lögreglu. „Hann virðist hafa verið reiður ungur maður og mjög fullur haturs,“ höfðu fjölmiðlar eftir einum lögreglumannanna sem unnu að málinu.Í krafti peningavalds Landssamband bandarískra byssueigenda, NRA, heldur uppi miklum þrýstingi á bandaríska þingmenn og aðra ráðamenn. Með góðum árangri, enda skortir NRA ekki fé. Peningarnir berast í stríðum straumum frá vopnaframleiðendum, sem vilja endilega fá að selja Bandaríkjamönnum fleiri og dýrari byssur. Ársveltan er um 250 milljónir dala og drjúgur hluti fjárins kemur beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. NRA notar peningana meðal annars til að gefa í kosningasjóði stjórnmálamanna, sem í staðinn sýna stuðning við málstað vopnaframleiðendanna. Málstaðurinn snýst aðallega um að hafna hertum reglum um byssueign. Baráttan snýst þessi misserin einna helst um það, hvort gera eigi byssukaupendum skylt að undirgangast bakgrunnsathugun áður en þeir fá að kaupa skotvopn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti fór ekki dult með það, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrrakvöld eftir skotárásina í Oregon, að hann væri búinn að fá alveg nóg af því að ávarpa þjóðina í kjölfar skotárása og fjöldamorða. „Við erum ekki eina landið í heiminum sem á sér fólk með geðsjúkdóma eða fólk sem vill valda öðrum skaða,“ sagði Obama. „En við erum eina þróaða landið hér á jörðu sem upplifir þessar fjöldaskotárásir á nokkurra mánaða fresti.“ Hann sagðist ekki geta gert neitt til þess að breyta þessu upp á eigin spýtur: „Ég þarf að hafa þjóðþingið með mér og ég þarf að hafa ríkisþing og ríkisstjóra sem vilja vinna með mér að þessu.“ Hann skoraði því á almenning að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn til þess að koma á breytingum á reglum um byssueign. Jafnframt skoraði hann á fjölmiðla að birta tölur um það hve margir láta lífið árlega í Bandaríkjunum af völdum skotárása og bera það saman við það hve margir láta þar lífið árlega af völdum hryðjuverka. Bandarískir fjölmiðlar brugðust sumir hverjir fljótt við þessu, þar á meðal fréttavefurinn Vox og má sjá tölurnar hér á síðunni, sem taka til áranna 2001 til 2011. Dagblaðið Washington Post birti einnig tölur um skotárásir það sem af er þessu ári. Þar kemur fram að 294 skotárásir hafi verið framdar á þeim 274 dögum sem liðnir voru af árinu. Þetta þýðir að meira en ein skotárás er á dag, og er þá miðað við árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. „Ég vona og bið um að ég þurfi ekki að stíga fram aftur meðan ég er í þessu embætti og segja að ég samhryggist fjölskyldum í þessum aðstæðum. En reynsla mín sem forseti segir mér að ég geti ekki lofað því. Og það er hræðilegt að segja,“ sagði Obama. Morðinginn að þessu sinni hét Chris Harper Mercer, 26 ára gamall og sagður fæddur á Englandi en bjó með móður sinni skammt frá skólanum sem hann valdi til að fremja fjöldamorð í. Hann var með þrjár byssur á sér, bæði skammbyssur og riffil, og myrti níu manns og særði sjö. Sjálfur féll hann svo í skotbardaga við lögreglu. „Hann virðist hafa verið reiður ungur maður og mjög fullur haturs,“ höfðu fjölmiðlar eftir einum lögreglumannanna sem unnu að málinu.Í krafti peningavalds Landssamband bandarískra byssueigenda, NRA, heldur uppi miklum þrýstingi á bandaríska þingmenn og aðra ráðamenn. Með góðum árangri, enda skortir NRA ekki fé. Peningarnir berast í stríðum straumum frá vopnaframleiðendum, sem vilja endilega fá að selja Bandaríkjamönnum fleiri og dýrari byssur. Ársveltan er um 250 milljónir dala og drjúgur hluti fjárins kemur beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. NRA notar peningana meðal annars til að gefa í kosningasjóði stjórnmálamanna, sem í staðinn sýna stuðning við málstað vopnaframleiðendanna. Málstaðurinn snýst aðallega um að hafna hertum reglum um byssueign. Baráttan snýst þessi misserin einna helst um það, hvort gera eigi byssukaupendum skylt að undirgangast bakgrunnsathugun áður en þeir fá að kaupa skotvopn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira