Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. október 2015 08:00 Obama Bandaríkjaforseti segist ekki fær um að breyta lögum um byssueign upp á eigin spýtur og skoraði á þjóðina að ganga í lið með sér. Vísir/EPA Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti fór ekki dult með það, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrrakvöld eftir skotárásina í Oregon, að hann væri búinn að fá alveg nóg af því að ávarpa þjóðina í kjölfar skotárása og fjöldamorða. „Við erum ekki eina landið í heiminum sem á sér fólk með geðsjúkdóma eða fólk sem vill valda öðrum skaða,“ sagði Obama. „En við erum eina þróaða landið hér á jörðu sem upplifir þessar fjöldaskotárásir á nokkurra mánaða fresti.“ Hann sagðist ekki geta gert neitt til þess að breyta þessu upp á eigin spýtur: „Ég þarf að hafa þjóðþingið með mér og ég þarf að hafa ríkisþing og ríkisstjóra sem vilja vinna með mér að þessu.“ Hann skoraði því á almenning að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn til þess að koma á breytingum á reglum um byssueign. Jafnframt skoraði hann á fjölmiðla að birta tölur um það hve margir láta lífið árlega í Bandaríkjunum af völdum skotárása og bera það saman við það hve margir láta þar lífið árlega af völdum hryðjuverka. Bandarískir fjölmiðlar brugðust sumir hverjir fljótt við þessu, þar á meðal fréttavefurinn Vox og má sjá tölurnar hér á síðunni, sem taka til áranna 2001 til 2011. Dagblaðið Washington Post birti einnig tölur um skotárásir það sem af er þessu ári. Þar kemur fram að 294 skotárásir hafi verið framdar á þeim 274 dögum sem liðnir voru af árinu. Þetta þýðir að meira en ein skotárás er á dag, og er þá miðað við árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. „Ég vona og bið um að ég þurfi ekki að stíga fram aftur meðan ég er í þessu embætti og segja að ég samhryggist fjölskyldum í þessum aðstæðum. En reynsla mín sem forseti segir mér að ég geti ekki lofað því. Og það er hræðilegt að segja,“ sagði Obama. Morðinginn að þessu sinni hét Chris Harper Mercer, 26 ára gamall og sagður fæddur á Englandi en bjó með móður sinni skammt frá skólanum sem hann valdi til að fremja fjöldamorð í. Hann var með þrjár byssur á sér, bæði skammbyssur og riffil, og myrti níu manns og særði sjö. Sjálfur féll hann svo í skotbardaga við lögreglu. „Hann virðist hafa verið reiður ungur maður og mjög fullur haturs,“ höfðu fjölmiðlar eftir einum lögreglumannanna sem unnu að málinu.Í krafti peningavalds Landssamband bandarískra byssueigenda, NRA, heldur uppi miklum þrýstingi á bandaríska þingmenn og aðra ráðamenn. Með góðum árangri, enda skortir NRA ekki fé. Peningarnir berast í stríðum straumum frá vopnaframleiðendum, sem vilja endilega fá að selja Bandaríkjamönnum fleiri og dýrari byssur. Ársveltan er um 250 milljónir dala og drjúgur hluti fjárins kemur beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. NRA notar peningana meðal annars til að gefa í kosningasjóði stjórnmálamanna, sem í staðinn sýna stuðning við málstað vopnaframleiðendanna. Málstaðurinn snýst aðallega um að hafna hertum reglum um byssueign. Baráttan snýst þessi misserin einna helst um það, hvort gera eigi byssukaupendum skylt að undirgangast bakgrunnsathugun áður en þeir fá að kaupa skotvopn. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti fór ekki dult með það, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrrakvöld eftir skotárásina í Oregon, að hann væri búinn að fá alveg nóg af því að ávarpa þjóðina í kjölfar skotárása og fjöldamorða. „Við erum ekki eina landið í heiminum sem á sér fólk með geðsjúkdóma eða fólk sem vill valda öðrum skaða,“ sagði Obama. „En við erum eina þróaða landið hér á jörðu sem upplifir þessar fjöldaskotárásir á nokkurra mánaða fresti.“ Hann sagðist ekki geta gert neitt til þess að breyta þessu upp á eigin spýtur: „Ég þarf að hafa þjóðþingið með mér og ég þarf að hafa ríkisþing og ríkisstjóra sem vilja vinna með mér að þessu.“ Hann skoraði því á almenning að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn til þess að koma á breytingum á reglum um byssueign. Jafnframt skoraði hann á fjölmiðla að birta tölur um það hve margir láta lífið árlega í Bandaríkjunum af völdum skotárása og bera það saman við það hve margir láta þar lífið árlega af völdum hryðjuverka. Bandarískir fjölmiðlar brugðust sumir hverjir fljótt við þessu, þar á meðal fréttavefurinn Vox og má sjá tölurnar hér á síðunni, sem taka til áranna 2001 til 2011. Dagblaðið Washington Post birti einnig tölur um skotárásir það sem af er þessu ári. Þar kemur fram að 294 skotárásir hafi verið framdar á þeim 274 dögum sem liðnir voru af árinu. Þetta þýðir að meira en ein skotárás er á dag, og er þá miðað við árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. „Ég vona og bið um að ég þurfi ekki að stíga fram aftur meðan ég er í þessu embætti og segja að ég samhryggist fjölskyldum í þessum aðstæðum. En reynsla mín sem forseti segir mér að ég geti ekki lofað því. Og það er hræðilegt að segja,“ sagði Obama. Morðinginn að þessu sinni hét Chris Harper Mercer, 26 ára gamall og sagður fæddur á Englandi en bjó með móður sinni skammt frá skólanum sem hann valdi til að fremja fjöldamorð í. Hann var með þrjár byssur á sér, bæði skammbyssur og riffil, og myrti níu manns og særði sjö. Sjálfur féll hann svo í skotbardaga við lögreglu. „Hann virðist hafa verið reiður ungur maður og mjög fullur haturs,“ höfðu fjölmiðlar eftir einum lögreglumannanna sem unnu að málinu.Í krafti peningavalds Landssamband bandarískra byssueigenda, NRA, heldur uppi miklum þrýstingi á bandaríska þingmenn og aðra ráðamenn. Með góðum árangri, enda skortir NRA ekki fé. Peningarnir berast í stríðum straumum frá vopnaframleiðendum, sem vilja endilega fá að selja Bandaríkjamönnum fleiri og dýrari byssur. Ársveltan er um 250 milljónir dala og drjúgur hluti fjárins kemur beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. NRA notar peningana meðal annars til að gefa í kosningasjóði stjórnmálamanna, sem í staðinn sýna stuðning við málstað vopnaframleiðendanna. Málstaðurinn snýst aðallega um að hafna hertum reglum um byssueign. Baráttan snýst þessi misserin einna helst um það, hvort gera eigi byssukaupendum skylt að undirgangast bakgrunnsathugun áður en þeir fá að kaupa skotvopn.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira