Ekkert lát á framkvæmdum: Keflavíkurflugvöllur á að vera tvöfaldur að stærð árið 2040 Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2015 13:11 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, útskýrði í Bítinu í morgun hvernig stendur á þeim töfum sem farþegar á leið frá Íslandi hafa upplifað á síðastlðinum vikum. Hann sagði einnig að til stæði að tvöfalda flugstöðina á næstu áratugum. Viðtalið má heyra hér að ofan. „Það er búin að vera núna mikil traffík hjá okkur. Það er náttúrulega mettraffík hvert ár og hvert sumar stærsta sumarið núna undanfarið síðan við náðum okkur upp úr efnahagshruninu í rauninni. Og svo ofan á þetta höfum við verið að innleiða nýjan tækjabúnað sem hafa orðið seinkanir á og þess vegna er þetta ástand núna. Það var í raun og veru í síðustu viku sérstaklega, sunnudag og mánudag fyrir rúmri viku síðan, en nú höfum við unnið mikið að því að ná tökum á þessu ástandi.“ Guðni segir mikilvægt að hafa ráðist í uppfærslu á öryggisleitarvélum þar sem hvert öryggisleitarband breyti miklu. Öryggisbandið átti að setja upp í maí eða júní en þegar komið var fram í júlí hafði það ekki enn verið sett upp vegna tafa frá framleiðanda. „Þá erum við akkúrat komin á þann stað að við þurftum fleiri línur, við vissum það til að hafa afköstin nægileg í öryggisleitinni. Það munar rosalega mikið um hverja línu upp á afköst á klukkutíma.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, heimsótti morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun.Vísir/BítiðEn vantar ekki fleira starfsfólk? „Það væri gott að hafa tíu til fimmtán manns í viðbót. Öryggisleitin okkar hefur fengið aukaverkefni tengt framkvæmdum inni á flugvallarsvæðinu sem var með stuttum fyrirvara. Þannig að að væri gott að hafa aðeins fleiri. Það er rosalega mikill uppgangur búinn að vera á Keflavikurflugvelli,“ segir Guðni en framkvæmdir hafa verið í verslunarhluta Keflavíkurflugvallar og miklar breytingar gerðar þar að undanförnu. Tekjur af verslunarrekstrinum eru miklar og af þeim sökum segir Guðni mikilvægt að hafa ráðist í þær breytingar fyrst. „Við þurftum að bæta flæðið um verslunarsvæðið til þess að koma fleiri farþegum þarna í gegn. Og á sama tíma vorum við að stækka öryggisleitarsvæðið til þess að geta bætt við fleiri línum til þess að geta komið fleirum í gegnum öryggisleit. Þannig að það var svona forgangsatriði hjá okkur dálítið. Svo er það auðvitað þannig að tekjurnar sem við fáum af verslunarsvæðinu notum við til að halda áfram með uppbyggingu. Þannig að það er nauðsynlegt að halda áfram að halda tekjustreyminu góðu og fá góðan hagnað þar til þess að ná að fá lán. Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ Fyrir maí 2016 stendur til að bæta við flugstöðina 8700 fermetrum samtals. 5000 fermetrum verður bætt við komusvæði fyrir farþega utan Schengen, í komusal á að bæta við 700 fermetrum auk þess sem fyrsti áfanga lýkur á 3000 fermetra viðbyggingu sem á að hýsa meðal annars stækkun á farangursflokkakerfi. „Svo erum við með þróunaráætlun sem við erum búin að setja upp sem okkar leiðarljós til ársins 2040 þar sem við gerum ráð fyrir tvöföldun flugstöðvarinnar.“ Flugstöðin er núna 56000 fermetrar að stærða og á að byggja 56000 fermetra við hana til viðbótar til norðurs og byggja nýja flugbraut á næstu 25 árum. „Það eru margir milljarðar sem fara í þetta núna til ársins 2040. Þannig að við þurfum að halda vel á spöðunum til þess að byggja upp fyrir fyrirliggjandi ferðamennsku.“ Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, útskýrði í Bítinu í morgun hvernig stendur á þeim töfum sem farþegar á leið frá Íslandi hafa upplifað á síðastlðinum vikum. Hann sagði einnig að til stæði að tvöfalda flugstöðina á næstu áratugum. Viðtalið má heyra hér að ofan. „Það er búin að vera núna mikil traffík hjá okkur. Það er náttúrulega mettraffík hvert ár og hvert sumar stærsta sumarið núna undanfarið síðan við náðum okkur upp úr efnahagshruninu í rauninni. Og svo ofan á þetta höfum við verið að innleiða nýjan tækjabúnað sem hafa orðið seinkanir á og þess vegna er þetta ástand núna. Það var í raun og veru í síðustu viku sérstaklega, sunnudag og mánudag fyrir rúmri viku síðan, en nú höfum við unnið mikið að því að ná tökum á þessu ástandi.“ Guðni segir mikilvægt að hafa ráðist í uppfærslu á öryggisleitarvélum þar sem hvert öryggisleitarband breyti miklu. Öryggisbandið átti að setja upp í maí eða júní en þegar komið var fram í júlí hafði það ekki enn verið sett upp vegna tafa frá framleiðanda. „Þá erum við akkúrat komin á þann stað að við þurftum fleiri línur, við vissum það til að hafa afköstin nægileg í öryggisleitinni. Það munar rosalega mikið um hverja línu upp á afköst á klukkutíma.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, heimsótti morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun.Vísir/BítiðEn vantar ekki fleira starfsfólk? „Það væri gott að hafa tíu til fimmtán manns í viðbót. Öryggisleitin okkar hefur fengið aukaverkefni tengt framkvæmdum inni á flugvallarsvæðinu sem var með stuttum fyrirvara. Þannig að að væri gott að hafa aðeins fleiri. Það er rosalega mikill uppgangur búinn að vera á Keflavikurflugvelli,“ segir Guðni en framkvæmdir hafa verið í verslunarhluta Keflavíkurflugvallar og miklar breytingar gerðar þar að undanförnu. Tekjur af verslunarrekstrinum eru miklar og af þeim sökum segir Guðni mikilvægt að hafa ráðist í þær breytingar fyrst. „Við þurftum að bæta flæðið um verslunarsvæðið til þess að koma fleiri farþegum þarna í gegn. Og á sama tíma vorum við að stækka öryggisleitarsvæðið til þess að geta bætt við fleiri línum til þess að geta komið fleirum í gegnum öryggisleit. Þannig að það var svona forgangsatriði hjá okkur dálítið. Svo er það auðvitað þannig að tekjurnar sem við fáum af verslunarsvæðinu notum við til að halda áfram með uppbyggingu. Þannig að það er nauðsynlegt að halda áfram að halda tekjustreyminu góðu og fá góðan hagnað þar til þess að ná að fá lán. Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ Fyrir maí 2016 stendur til að bæta við flugstöðina 8700 fermetrum samtals. 5000 fermetrum verður bætt við komusvæði fyrir farþega utan Schengen, í komusal á að bæta við 700 fermetrum auk þess sem fyrsti áfanga lýkur á 3000 fermetra viðbyggingu sem á að hýsa meðal annars stækkun á farangursflokkakerfi. „Svo erum við með þróunaráætlun sem við erum búin að setja upp sem okkar leiðarljós til ársins 2040 þar sem við gerum ráð fyrir tvöföldun flugstöðvarinnar.“ Flugstöðin er núna 56000 fermetrar að stærða og á að byggja 56000 fermetra við hana til viðbótar til norðurs og byggja nýja flugbraut á næstu 25 árum. „Það eru margir milljarðar sem fara í þetta núna til ársins 2040. Þannig að við þurfum að halda vel á spöðunum til þess að byggja upp fyrir fyrirliggjandi ferðamennsku.“
Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira