Fótbolti

Klinsmann sendi Altidore heim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með bandaríska liðinu.
Aron í leik með bandaríska liðinu. Vísir/Getty
Sóknarmaðurinn Jozy Altidore var einn þriggja leikmanna sem Jürgen Klinsmann skipti úr leikmannahópi sínum fyrir 8-liða úrslit Gullbikarkeppninnar sem nú stendur yfir vestanhafs.

Liðunum er heimilt að gera sex breytingar á leikmannahópum sínum eftir riðlakeppninna og ákvað Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska liðsins, að senda þá Altidore, Greg Garza og Alfredo Morales heim. Inn í hópinn koma DaMarcus Beasley, Joe Corona og Alan Gordon en sá síðastnefndi er sóknarmaður.

Altidore hefur verið að glíma við nárameiðsli og kom ekki við sögu í 1-1 jafntefli Bandaríkjanna og Panama aðfaranótt þriðjudags. Bandaríkin hafði þá þegar tryggt sér sigur í sínum riðli.

Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu í fyrsta leik Bandaríkjanna í mótinu en var í byrjunarliðinu er liðið vann Haítí, 1-0. Hann kom svo inn á sem varamaður í leiknum gegn Panama og þótti nýta sínar mínútur ágætlega.

Bandaríkin mætir annað hvort El Salvador eða Gvatemala í 8-liða úrslitunum á laugardag og gæti fjarvera Altidore þýtt að Aron fái stærra hlutverk í sóknarleik bandaríska liðsins.


Tengdar fréttir

Aron varamaður í jafntefli

Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×