Ungfrú Ísland í 65. skipti Guðrún Ansnes skrifar 5. september 2015 08:30 Tanja Ýr sigraði keppnina árið 2013 og mun krýna stúlkuna sem hlýtur titilinn í ár. Ungfrú Ísland verður valin í 65. skiptið í kvöld í Hörpu, þar sem tuttugu stúlkur keppa. Fréttablaðið fékk nokkrar drottninganna til að líta um öxl.Ég sé ekki eftir neinu Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland 2013, eigandi Tanja Lashes „Þegar ég vann tók líf mitt u-beygju í góða átt. Það er svo oft sem maður ætlar sér eitthvað í framtíðinni en þegar maður er kominn á ákveðinn stað er maður ekki ánægður með það en þetta varð til þess að ég vissi meira hvað ég vildi gera í lífinu. Ég stofnaði Góðgerðarnefnd í HR og hélt Góðgerðarviku þar sem við söfnuðum peningum fyrir Umhyggju. Góðgerðarvikan er orðin árlegur viðburður. Þegar ég keppti þá var þetta gaman en kannski ekki alveg í takt við tímann eins og núna. Ég sagði við sjálfa mig þegar ég vann að ég skyldi gera allt sem ég gæti gert í staðinn fyrir að sjá eftir einhverju þegar ég krýndi næstu. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki sem gengur vel. Þú ferð út fyrir þægindaramman og finnur að sumir hlutir eru ekki fyrir þig og sumir eru algjörlega fyrir þig. Ég fann og kynntist sjálfri mér betur. Ég sé ekki eftir neinu.“Vísir/GVAÁkveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ungfrú Ísland 2001, framkvæmdastjóri Forvarna ehf.„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, og þó að þetta sé orðið að klisju, þá eignaðist ég mikið af vinkonum þarna sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Það er ákveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt. Að vissu leyti opnar þetta á tækifæri, þótt ég hafi kannski ekki nýtt þau sjálf. Ég hugsa að ég myndi fara í gegnum þetta allt aftur ef ég færi aftur í tímann og fengi tækifæri á að vera með.“Vísir/JóhannEyddi miklum tíma í að sanna að ég væri líka klár Bryndís Schram ungfrú Ísland 1957„Ég reyndi lengi vel að gleyma þessari reynslu, enda sá ég strax eftir að hafa tekið þátt. Þegar ég var krýnd fékk ég samstundis ógeð á sjálfri mér, var ekki stolt og fannst ég hafa niðurlægt mig. Fyrir mér upphófst ákveðin barátta, því þegar maður er talinn fallegur er maður í beinu framhaldi stimplaður, og ég eyddi miklum tíma í að sanna fyrir öllum að ég væri líka klár. „Hún getur talað,“ sögðu margir og supu hveljur, því það var gefið að falleg stelpa væri vitlaus. Ef mér byðist að fara aftur í tímann og taka þátt, vitandi það sem ég veit núna, hefði ég aldrei tekið þátt. En mér finnst samt ekki rétt að banna neinum að taka þátt.“Vísir/HariÁ heildina litið er ég sátt með þessa reynsluHugrún Harðardóttir ungfrú Ísland 2004, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur. „Ég upplifi svolítið blendnar tilfinningar þegar ég horfi til baka, en sé á heildina litið er ég sátt með þessa reynslu. Satt að segja veit ég samt ekki hvort ég myndi senda dóttur mína í svona keppni. Þetta er ekkert annað en prinsessuleikur, og hann getur verið skemmtilegur fyrir stelpulegar stelpur að taka þátt í. Þannig held ég að erfitt sé að segja hvort svona keppni sé jákvæð eða neikvæð, þetta veltur allt á persónuleika hverrar og einnar.“ Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Ungfrú Ísland verður valin í 65. skiptið í kvöld í Hörpu, þar sem tuttugu stúlkur keppa. Fréttablaðið fékk nokkrar drottninganna til að líta um öxl.Ég sé ekki eftir neinu Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland 2013, eigandi Tanja Lashes „Þegar ég vann tók líf mitt u-beygju í góða átt. Það er svo oft sem maður ætlar sér eitthvað í framtíðinni en þegar maður er kominn á ákveðinn stað er maður ekki ánægður með það en þetta varð til þess að ég vissi meira hvað ég vildi gera í lífinu. Ég stofnaði Góðgerðarnefnd í HR og hélt Góðgerðarviku þar sem við söfnuðum peningum fyrir Umhyggju. Góðgerðarvikan er orðin árlegur viðburður. Þegar ég keppti þá var þetta gaman en kannski ekki alveg í takt við tímann eins og núna. Ég sagði við sjálfa mig þegar ég vann að ég skyldi gera allt sem ég gæti gert í staðinn fyrir að sjá eftir einhverju þegar ég krýndi næstu. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki sem gengur vel. Þú ferð út fyrir þægindaramman og finnur að sumir hlutir eru ekki fyrir þig og sumir eru algjörlega fyrir þig. Ég fann og kynntist sjálfri mér betur. Ég sé ekki eftir neinu.“Vísir/GVAÁkveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ungfrú Ísland 2001, framkvæmdastjóri Forvarna ehf.„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, og þó að þetta sé orðið að klisju, þá eignaðist ég mikið af vinkonum þarna sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Það er ákveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt. Að vissu leyti opnar þetta á tækifæri, þótt ég hafi kannski ekki nýtt þau sjálf. Ég hugsa að ég myndi fara í gegnum þetta allt aftur ef ég færi aftur í tímann og fengi tækifæri á að vera með.“Vísir/JóhannEyddi miklum tíma í að sanna að ég væri líka klár Bryndís Schram ungfrú Ísland 1957„Ég reyndi lengi vel að gleyma þessari reynslu, enda sá ég strax eftir að hafa tekið þátt. Þegar ég var krýnd fékk ég samstundis ógeð á sjálfri mér, var ekki stolt og fannst ég hafa niðurlægt mig. Fyrir mér upphófst ákveðin barátta, því þegar maður er talinn fallegur er maður í beinu framhaldi stimplaður, og ég eyddi miklum tíma í að sanna fyrir öllum að ég væri líka klár. „Hún getur talað,“ sögðu margir og supu hveljur, því það var gefið að falleg stelpa væri vitlaus. Ef mér byðist að fara aftur í tímann og taka þátt, vitandi það sem ég veit núna, hefði ég aldrei tekið þátt. En mér finnst samt ekki rétt að banna neinum að taka þátt.“Vísir/HariÁ heildina litið er ég sátt með þessa reynsluHugrún Harðardóttir ungfrú Ísland 2004, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur. „Ég upplifi svolítið blendnar tilfinningar þegar ég horfi til baka, en sé á heildina litið er ég sátt með þessa reynslu. Satt að segja veit ég samt ekki hvort ég myndi senda dóttur mína í svona keppni. Þetta er ekkert annað en prinsessuleikur, og hann getur verið skemmtilegur fyrir stelpulegar stelpur að taka þátt í. Þannig held ég að erfitt sé að segja hvort svona keppni sé jákvæð eða neikvæð, þetta veltur allt á persónuleika hverrar og einnar.“
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira