Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Frakkland 3-2 | Strákarnir með fullt hús stiga eftir frábæran sigur Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. september 2015 16:45 Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins. Vísir/Ernir Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs aldri vann frækinn 3-2 sigur á Frakklandi á Kópavogsvelli í kvöld en eftir leikinn er Ísland með fullt hús stiga á toppi riðils 3. Um var að ræða annan leik Íslands í undankeppni Evrópumótsins skipað leikmönnum undir 21 árs aldri sem fer fram í Póllandi eftir tvö ár. Íslenska liðið vann fyrsta leik riðilsins nokkuð sannfærandi 3-0 gegn Makedóníu í júní. Það var vitað að verkefni dagsins yrði erfitt en franska liðið var skipað leikmönnum úr Bayern Munchen, Paris Saint-Germain, Athletic Bilbao og fleiri stórklúbbum víðsvegar um Evrópu. Ísland fékk sannkallaða draumabyrjun en eftir aðeins sjö mínútna leik var dæmt vítaspyrna á Paul Nardi, markmann franska liðsins, eftir að hann braut á Ævari Inga Jóhannessyni innan vítateigsins. Oliver Sigurjónsson, fyrirliði liðsins, steig á vítapunktinn og kom Íslandi yfir þegar hann fylgdi eftir vítaspyrnu sinni eftir að varamarkvörður Frakklands, Mouez Hassen, varði frá honum. Franska liðið náði að jafna metin fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar fyrirliði liðsins Aymeric Laporte, skallaði fyrirgjöf Benjamin Mendy í netið af stuttu færi. Hægt var að setja spurningarmerki við Frederik Schram í markinu en hann stóð sem fastast á línunni þrátt fyrir að fyrirgjöfin hafi komið ansi nálægt markinu. Íslenska liðið komst aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks þegar Hjörtur Hermansson, miðvörðurinn, skallaði boltann í netið af stuttu færi. Hafði Aron Elís Þrándarsson skallað hornspyrnu aftur inn í teig og átti Hjörtur ekki í vandræðum með að skalla í netið af stuttu færi. Franska liðið reyndi að færa sig framar á völlinn eftir það og íslenska liðið reyndi að sækja á skyndisóknum. Upp úr einni slíkri fékk íslenska liðið aðra vítaspyrnu eftir að Antoine Conte braut á Höskuldi Gunnlaugssyni. Skaust Höskuldur fram fyrir Conte sem rétti út fótinn til þess að taka á móti boltanum og var ekki annað hægt en að dæma víti. Fyrirliði liðsins, Oliver, steig aftur á vítapunktinn og var ískaldur á punktinum fimm mínútum fyrir leikslok. Fylgdist hann með markmanninum skutla sér áður en hann setti boltann í hitt hornið. Virtist hann hafa gert út um leikinn en franska liðinu tókst að klóra í bakkan undir lok venjulegs leiktíma. Grejohn Kyei stýrði þá fyrirgjöf Kingsley Coman í netið af stuttu færi og gaf franska liðinu von en lengra komust þeir ekki og flautaði spænski dómarinn leikin af stuttu seinna. Það var augljós pirringur í franska liðinu sem strunsaði af velli undir leik og lokaflautið gall en íslensku strákarnir þökkuðu stuðninginn sem þeir áttu svo sannarlega skilið eftir þennan frábæra sigur. Fullt hús stiga á toppi riðilsins eftir tvo leiki og framundan er leikur gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn sem gera má ráð fyrir að verði töluvert öðruvísi. Íslenska liðið sat aftarlega í dag og beitti öflugum skyndisóknum sem virkaði gríðarlega vel gegn sterku liði Frakka. Gegn Norður-Írum verður það hinsvegar líklegast hlutverk strákanna að stýra leiknum og finna glufur á liði Norður-Íra. Aron Elís: Risastór sigur„Þetta var risastór sigur og þetta var nákvæmlega það sem við töluðum um að við þyrftum að gera,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður U21 árs landsliðsins, sáttur eftir leikinn. „Það var vel gert hjá okkur að ná rauða spjaldinu í byrjun og það hjálpaði vissulega að vera manni fleiri frá sjöundu mínútu. Við unnum okkur fyrir þessu því hefði hann ekki brotið á honum hefðum við fengið markið.“ Aron sagði að leikmenn liðsins hefðu lagt áherslu á að byrja vel en viðurkenndi að það hefði verið fúlt að fá á sig mark stuttu fyrir hálfleikinn. „Við vorum klárir allt frá fyrstu mínútu, við vorum vel stemmdir og einbeittir eins og sást. Við spiluðum heilt yfir nokkuð vel fannst mér. Það var svekkjandi að fá á sig mark en við stigum upp, allir sem einn og það skiluðu allir vel af sér dagsverkinu.“ Aron var á bekknum þegar Ísland komst í 3-1 en franska liðinu tókst strax að minnka muninn á ný. Hann segir að það hafi farið örlítið um sig. „Seinna markið hjá Oliver var gríðarlega mikilvægt, það létti pressunni af okkur en við hleyptum þeim strax inn í þetta á ný og gerði þetta spennandi. Það fór svolítið um mann undir lokin en sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Aron bjóst við því að leikurinn gegn Norður-Írum á þriðjudaginn yrði töluverð öðruvísi. „Ég reikna með að þetta verði öðruvísi leikur, við verðum eflaust meira með boltann en við verðum að skoða þá. Það þýðir ekkert að vinna Frakka hérna og tapa svo gegn Norður-Írum.“ Frakkarnir voru orðnir pirraðir undir lokin og létu margt fara í taugarnar á sér. „Þeir voru orðnir pirraðir í lokin, það sást alveg á þeim í lokin því þeir ætluðu ekki að tapa hérna. Það þýðir hinsvegar ekki að hugsa um hversu góðir þeir eru þegar þú ert að spila við þá. Eftir leikinn erum við með sex stig en þeir með núll.“ Hjörtur: Miklu erfiðara að horfa á þetta á bekknum„Þetta getur fleytt okkur langt, þetta eru mikilvæg úrslit til þess að ná markmiðum okkar sem er að vinna riðilinn,“ sagði Hjörtur Hermannsson, varnarmaðurinn sterki, kátur eftir leikinn. „Þeir eru með mörg nöfn en þau telja ekkert inn á vellinum. Þegar komið er inn á völlinn eru þetta bara nöfn á blaði og þetta snýst um ellefu á móti ellefu þótt við höfum verið ellefu gegn tíu lengst af.“ Hjörtur sagði að sigurinn væri það eina sem skipti máli, sama hvernig það kæmi. „Þetta var verðskuldað rautt spjald og eftir það vissi ég að við myndum vinna þennan leik. Þótt þetta væri ekkert fallegasti sigur í heimi þá telur þetta jafn mikið. Okkur leið ekki nægilega vel á boltanum í dag og það sást svolítið vel en við þjöppuðum okkur saman fyrir seinni hálfleikinn og uppskárum mark strax í byrjun.“ Hjörtur kom Íslandi aftur yfir í byrjun seinni hálfleiks en hann segir tilfinninguna að skora alltaf jafn sæta. „Það er alltaf jafn frábært að skora. Ég er búinn að ná að setja þau þónokkur í gegn um tíðina með landsliðinu og það skiptir ekki máli á móti hverjum eða hvar, þetta er alltaf jafn sætt. Það var frábært að geta hjálpað okkur að næla í þrjú stig hérna í dag.“ Hjörtur var tekinn af velli tuttugu mínútum fyrir leikslok en hann er nýkominn af stað á ný eftir erfið meiðsli. „Það er miklu erfiðara að vera á bekknum, ég fann ekkert fyrir neinu stressi inná en um leið og ég var kominn á bekkinn fór ég á nálar og gat varla horft. Við vorum búnir að tala um þetta fyrir fram, ég er ekki búinn að spila 90 mínútur og markmiðið er að fá eins margar mínútur og mögulegt er gegn Norður-Írum. Við þurftum að vera skynsamir.“ Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs aldri vann frækinn 3-2 sigur á Frakklandi á Kópavogsvelli í kvöld en eftir leikinn er Ísland með fullt hús stiga á toppi riðils 3. Um var að ræða annan leik Íslands í undankeppni Evrópumótsins skipað leikmönnum undir 21 árs aldri sem fer fram í Póllandi eftir tvö ár. Íslenska liðið vann fyrsta leik riðilsins nokkuð sannfærandi 3-0 gegn Makedóníu í júní. Það var vitað að verkefni dagsins yrði erfitt en franska liðið var skipað leikmönnum úr Bayern Munchen, Paris Saint-Germain, Athletic Bilbao og fleiri stórklúbbum víðsvegar um Evrópu. Ísland fékk sannkallaða draumabyrjun en eftir aðeins sjö mínútna leik var dæmt vítaspyrna á Paul Nardi, markmann franska liðsins, eftir að hann braut á Ævari Inga Jóhannessyni innan vítateigsins. Oliver Sigurjónsson, fyrirliði liðsins, steig á vítapunktinn og kom Íslandi yfir þegar hann fylgdi eftir vítaspyrnu sinni eftir að varamarkvörður Frakklands, Mouez Hassen, varði frá honum. Franska liðið náði að jafna metin fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar fyrirliði liðsins Aymeric Laporte, skallaði fyrirgjöf Benjamin Mendy í netið af stuttu færi. Hægt var að setja spurningarmerki við Frederik Schram í markinu en hann stóð sem fastast á línunni þrátt fyrir að fyrirgjöfin hafi komið ansi nálægt markinu. Íslenska liðið komst aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks þegar Hjörtur Hermansson, miðvörðurinn, skallaði boltann í netið af stuttu færi. Hafði Aron Elís Þrándarsson skallað hornspyrnu aftur inn í teig og átti Hjörtur ekki í vandræðum með að skalla í netið af stuttu færi. Franska liðið reyndi að færa sig framar á völlinn eftir það og íslenska liðið reyndi að sækja á skyndisóknum. Upp úr einni slíkri fékk íslenska liðið aðra vítaspyrnu eftir að Antoine Conte braut á Höskuldi Gunnlaugssyni. Skaust Höskuldur fram fyrir Conte sem rétti út fótinn til þess að taka á móti boltanum og var ekki annað hægt en að dæma víti. Fyrirliði liðsins, Oliver, steig aftur á vítapunktinn og var ískaldur á punktinum fimm mínútum fyrir leikslok. Fylgdist hann með markmanninum skutla sér áður en hann setti boltann í hitt hornið. Virtist hann hafa gert út um leikinn en franska liðinu tókst að klóra í bakkan undir lok venjulegs leiktíma. Grejohn Kyei stýrði þá fyrirgjöf Kingsley Coman í netið af stuttu færi og gaf franska liðinu von en lengra komust þeir ekki og flautaði spænski dómarinn leikin af stuttu seinna. Það var augljós pirringur í franska liðinu sem strunsaði af velli undir leik og lokaflautið gall en íslensku strákarnir þökkuðu stuðninginn sem þeir áttu svo sannarlega skilið eftir þennan frábæra sigur. Fullt hús stiga á toppi riðilsins eftir tvo leiki og framundan er leikur gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn sem gera má ráð fyrir að verði töluvert öðruvísi. Íslenska liðið sat aftarlega í dag og beitti öflugum skyndisóknum sem virkaði gríðarlega vel gegn sterku liði Frakka. Gegn Norður-Írum verður það hinsvegar líklegast hlutverk strákanna að stýra leiknum og finna glufur á liði Norður-Íra. Aron Elís: Risastór sigur„Þetta var risastór sigur og þetta var nákvæmlega það sem við töluðum um að við þyrftum að gera,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður U21 árs landsliðsins, sáttur eftir leikinn. „Það var vel gert hjá okkur að ná rauða spjaldinu í byrjun og það hjálpaði vissulega að vera manni fleiri frá sjöundu mínútu. Við unnum okkur fyrir þessu því hefði hann ekki brotið á honum hefðum við fengið markið.“ Aron sagði að leikmenn liðsins hefðu lagt áherslu á að byrja vel en viðurkenndi að það hefði verið fúlt að fá á sig mark stuttu fyrir hálfleikinn. „Við vorum klárir allt frá fyrstu mínútu, við vorum vel stemmdir og einbeittir eins og sást. Við spiluðum heilt yfir nokkuð vel fannst mér. Það var svekkjandi að fá á sig mark en við stigum upp, allir sem einn og það skiluðu allir vel af sér dagsverkinu.“ Aron var á bekknum þegar Ísland komst í 3-1 en franska liðinu tókst strax að minnka muninn á ný. Hann segir að það hafi farið örlítið um sig. „Seinna markið hjá Oliver var gríðarlega mikilvægt, það létti pressunni af okkur en við hleyptum þeim strax inn í þetta á ný og gerði þetta spennandi. Það fór svolítið um mann undir lokin en sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Aron bjóst við því að leikurinn gegn Norður-Írum á þriðjudaginn yrði töluverð öðruvísi. „Ég reikna með að þetta verði öðruvísi leikur, við verðum eflaust meira með boltann en við verðum að skoða þá. Það þýðir ekkert að vinna Frakka hérna og tapa svo gegn Norður-Írum.“ Frakkarnir voru orðnir pirraðir undir lokin og létu margt fara í taugarnar á sér. „Þeir voru orðnir pirraðir í lokin, það sást alveg á þeim í lokin því þeir ætluðu ekki að tapa hérna. Það þýðir hinsvegar ekki að hugsa um hversu góðir þeir eru þegar þú ert að spila við þá. Eftir leikinn erum við með sex stig en þeir með núll.“ Hjörtur: Miklu erfiðara að horfa á þetta á bekknum„Þetta getur fleytt okkur langt, þetta eru mikilvæg úrslit til þess að ná markmiðum okkar sem er að vinna riðilinn,“ sagði Hjörtur Hermannsson, varnarmaðurinn sterki, kátur eftir leikinn. „Þeir eru með mörg nöfn en þau telja ekkert inn á vellinum. Þegar komið er inn á völlinn eru þetta bara nöfn á blaði og þetta snýst um ellefu á móti ellefu þótt við höfum verið ellefu gegn tíu lengst af.“ Hjörtur sagði að sigurinn væri það eina sem skipti máli, sama hvernig það kæmi. „Þetta var verðskuldað rautt spjald og eftir það vissi ég að við myndum vinna þennan leik. Þótt þetta væri ekkert fallegasti sigur í heimi þá telur þetta jafn mikið. Okkur leið ekki nægilega vel á boltanum í dag og það sást svolítið vel en við þjöppuðum okkur saman fyrir seinni hálfleikinn og uppskárum mark strax í byrjun.“ Hjörtur kom Íslandi aftur yfir í byrjun seinni hálfleiks en hann segir tilfinninguna að skora alltaf jafn sæta. „Það er alltaf jafn frábært að skora. Ég er búinn að ná að setja þau þónokkur í gegn um tíðina með landsliðinu og það skiptir ekki máli á móti hverjum eða hvar, þetta er alltaf jafn sætt. Það var frábært að geta hjálpað okkur að næla í þrjú stig hérna í dag.“ Hjörtur var tekinn af velli tuttugu mínútum fyrir leikslok en hann er nýkominn af stað á ný eftir erfið meiðsli. „Það er miklu erfiðara að vera á bekknum, ég fann ekkert fyrir neinu stressi inná en um leið og ég var kominn á bekkinn fór ég á nálar og gat varla horft. Við vorum búnir að tala um þetta fyrir fram, ég er ekki búinn að spila 90 mínútur og markmiðið er að fá eins margar mínútur og mögulegt er gegn Norður-Írum. Við þurftum að vera skynsamir.“
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira