Fótbolti

Sölvi Geir samherji Viðars í Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sölvi Geir spilar í Rússlandi.
Sölvi Geir spilar í Rússlandi. Vísir/Getty
Sölvi Geir Ottesen hefur verið formlega kynntur sem leikmaður kínverska liðsins Jiangsu Sainty.

Sölvi kemur til liðsins frá rússneska úrvalsdeildarliðinu FC Ural, en Sölvi kom til Ural frá FCK sumarið 2013.

Með Jiangsu Sainty leikur einmitt landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson, en hann samdi við liðið á dögunum.

Kínverska liðið verður fimmta liðið sem Sölvi Geir spilar með á sínum atvinnumannaferli, en áður hafði hann spilað með Djurgården, SönderjyskE, FCK og nú síðast Ural.

Hér að neðan má sjá uppfærslu frá félaginu á Twitter, en þar er Sölvi myndaður við komuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×