Kane með þrennu í sigri Tottenham | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 00:01 Harry Kane skoraði þrennu í dag. Vísir/Getty Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.Manchester City vann öruggan sigur á West Brom í fyrsta leik dagsins, Aston Villa og Swansea gerðu markalaust jafntefli á Villa Park og Arsenal vann Newcastle á útivelli. Harry Kane átti enn einn stórleikinn þegar Tottenham vann torsóttan 4-3 sigur á botnliði Leicester City á heimavelli.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan Kane skoraði þrjú fyrstu mörk Tottenham og er því orðinn markahæstur í deildinni með 19 mörk, einu meira en Diego Costa hjá Chelsea. Kane kom Tottenham yfir á 6. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Jamie Vardy minnkaði muninn í 2-1 fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki frá því í sigrinum fræga á Manchester United 21. september 2014. Wes Morgan, fyrirliði Leicester, jafnaði svo metin með skalla eftir fyrirgjöf Matt James á 50. mínútu. En Kane skaut upp kollinum á 64. mínútu þegar hann skoraði sigurmark Tottenham úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Danny Rose. Tottenham komst í 4-2 þegar Jeffrey Schlupp setti boltann í eigið mark á 85. mínútu en David Nugent gaf sínum mönnum smá von þegar hann minnkaði muninn í 4-3 á lokamínútunni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Tottenham fagnaði sigri. Spurs er í 7. sæti með 53 stig en Leicester situr í botnsætinu með 19 stig og er komið langleiðina niður í B-deildina. Southampton hélt enn og aftur hreinu þegar liðið lagði Burnley á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu. Shane Long kom Dýrlingunum yfir á 37. mínútu og á þeirri 58. setti Jason Schackell boltinn í eigið mark. Þetta var í 14. sinn sem Southampton heldur marki sínu hreinu í vetur en liðið er í 6. sæti með 53 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Burnley er í 18. sæti deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti. Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur á Stoke á Brittania, 1-2. Mame Biram Diouf kom heimamönnum yfir á 14. mínútu en Glenn Murray jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þetta var fjórða mark Murray í síðustu fjórum leikjum Palace. Það var síðan Wilfried Zaha sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Með sigrinum komst Palace upp fyrir Newcastle í 11. sæti deildarinnar en lærisveinar Alans Pardew hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Stoke er í 9. sæti með 42 stig, sex stigum meira en Palace.Tottenham 1-0 Leicester Tottenham 2-0 Leicester Tottenham 2-1 Leicester Tottenham 2-2 Leicester Tottenham 3-2 Leicester Tottenham 4-2 Leicester Tottenham 4-3 Leicester Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.Manchester City vann öruggan sigur á West Brom í fyrsta leik dagsins, Aston Villa og Swansea gerðu markalaust jafntefli á Villa Park og Arsenal vann Newcastle á útivelli. Harry Kane átti enn einn stórleikinn þegar Tottenham vann torsóttan 4-3 sigur á botnliði Leicester City á heimavelli.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan Kane skoraði þrjú fyrstu mörk Tottenham og er því orðinn markahæstur í deildinni með 19 mörk, einu meira en Diego Costa hjá Chelsea. Kane kom Tottenham yfir á 6. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Jamie Vardy minnkaði muninn í 2-1 fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki frá því í sigrinum fræga á Manchester United 21. september 2014. Wes Morgan, fyrirliði Leicester, jafnaði svo metin með skalla eftir fyrirgjöf Matt James á 50. mínútu. En Kane skaut upp kollinum á 64. mínútu þegar hann skoraði sigurmark Tottenham úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Danny Rose. Tottenham komst í 4-2 þegar Jeffrey Schlupp setti boltann í eigið mark á 85. mínútu en David Nugent gaf sínum mönnum smá von þegar hann minnkaði muninn í 4-3 á lokamínútunni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Tottenham fagnaði sigri. Spurs er í 7. sæti með 53 stig en Leicester situr í botnsætinu með 19 stig og er komið langleiðina niður í B-deildina. Southampton hélt enn og aftur hreinu þegar liðið lagði Burnley á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu. Shane Long kom Dýrlingunum yfir á 37. mínútu og á þeirri 58. setti Jason Schackell boltinn í eigið mark. Þetta var í 14. sinn sem Southampton heldur marki sínu hreinu í vetur en liðið er í 6. sæti með 53 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Burnley er í 18. sæti deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti. Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur á Stoke á Brittania, 1-2. Mame Biram Diouf kom heimamönnum yfir á 14. mínútu en Glenn Murray jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þetta var fjórða mark Murray í síðustu fjórum leikjum Palace. Það var síðan Wilfried Zaha sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Með sigrinum komst Palace upp fyrir Newcastle í 11. sæti deildarinnar en lærisveinar Alans Pardew hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Stoke er í 9. sæti með 42 stig, sex stigum meira en Palace.Tottenham 1-0 Leicester Tottenham 2-0 Leicester Tottenham 2-1 Leicester Tottenham 2-2 Leicester Tottenham 3-2 Leicester Tottenham 4-2 Leicester Tottenham 4-3 Leicester
Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira