Erlent

Lofar að uppræta Boko Haram

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Goodluck Jonathan Þykir sigurstranglegur í kosningum í Nígeríu
Goodluck Jonathan Þykir sigurstranglegur í kosningum í Nígeríu
Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu, hefur lofað því að brjóta hryðjuverkasamtökin Boko Haram á bak aftur á innan við mánuði. Þetta sagði forsetinn í samtali við BBC í gær.

Þingkosningar eru í næstu viku í Nígeríu og er Jonathan aftur í framboði til forseta. Hann tók við embætti forseta Nígeríu árið 2010 eftir að forveri hans, Umaru Yar‘Adua, lést úr veikindum.

Þjóðaröryggismál eru helsta kosningamálið í Nígeríu um þessar mundir en ástæða þess er sókn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í norðausturhluta Nígeríu. Stjórnarher Nígeríu, ásamt bandamönnum þeirra í nærliggjandi ríkjum hafa sótt hart gegn hryðjuverkasamtökunum og að sögn Jonathan eru samtökin að veikjast frá degi til dags.

Þó hefur stjórn Jonathan verið gagnrýnd fyrir að vera of svifasein við það að vinna bug á Boko Haram en aðalkeppinautur Jonathan í kosningunum, Muhammadu Buhari, hefur sagt að sextán ára stjórn hægriflokks Jonathan hafi verið stórslys fyrir land og þjóð, Skoðanakannanir gefa til kynna að Goodluck Jonathan muni þó hafa sigur úr bítum í kosningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×