Fótbolti

Blatter nær dauða en lífi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur greint frá því að hann var nærri dauða en lífi eftir að hafa hnigið niður við gröf foreldra sinna fyrr í þessu mánuði.

Blatter 79 ára gamall en var nýlega dæmdur í 90 daga bann frá knattspyrnu af siðanefnd FIFA.

„Ég var mjög nálægt dauðanum,“ sagði Blatter í viðtali við svissnesku sjónvarpsstöðina RTS. „Ég var á milli syngjandi engla og djöfulsins með eld. En það voru englarnir sem sungu.“

Blatter hefur setið undir miklum ásökunum um spillingu, sem og fleiri hjá FIFA, og hann segir að streitan hafi látið til sín segja.

Sjá einnig: Platini reynir aðra áfrýjun

„Það er gríðarlega mikil pressa á mig. Ef maður hefur innri styrk til að takast á við það er hægt að bægja því frá sér en á ákveðnum tímapunkti segir líkaminn „nei“. Í þessu tilviki brást líkaminn illa við.“

Blatter er í banni vegna grunsamlegrar greiðslu sem FIFA greiddi Michel Platini, forseta UEFA, árið 2011. Báðir mæta fyrir siðanefndina í næsta mánuði en verði þeir sekir um spillingu eiga þeir yfir höfði sér enn lengra bann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×