Erlent

Er búið að finna vatn á Mars?

Samúel Karl Ólason skrifar
Curiosity hefur flakkað um yfirborð Mars um nokkurt skeið.
Curiosity hefur flakkað um yfirborð Mars um nokkurt skeið. Vísir/EPA
Uppfært 14:30

Blaðamannafundurinn hefst klukkan hálf fjögur, en ekki hálf þrjú eins og upprunalega stóð í fréttinni.

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, mun halda blaðamannafund í dag. Yfirskrift fundarins er „leyndardómur Mars leystur“. Þar munu vísindamenn stofnunarinnar segja frá meiriháttar uppgötvun frá rauðu plánetunni.

Fundurinn hefst klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á blaðamannafundinn hér. Einnig má sjá hann hér að neðan.

Talið er að vísindamennirnir muni kynna að vatn hafi fundist í fljótandi formi. Samkvæmt Wired töldu vísindamenn sig hafa fundið fornan sjávarbotn í sumar. Þá fannst íshella á póli plánetunnar.

NASA vinnur nú að því að senda menn að smástirni árið 2025 og til mars nokkrum árum eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×