Innlent

British airways aftur til Íslands

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Flogið verður þrisvar í viku frá Keflavík til Heathrow.
Flogið verður þrisvar í viku frá Keflavík til Heathrow.
Breska flugfélagið British airways mun hefja áætlunarflug til Íslands frá og með 25. október. Flogið verður þrisvar í viku frá Keflavík til Heathrow. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Læstu fargjöld flugfélagsins fyrir báðar leiðir verða um 17.200 krónur, en við það bætast svo farangursgjöld. Það er nokkuð ódýrara en annars staðar en algengast er að miðinn báðar leiðir kosti um 31 þúsund krónur.

British airways hóf áætlunarflug til Íslands árið 2006 en hætti því árið 2008. Flugrisinn virðist þó hafa séð sóknarfæri á ný en flugfélagið er eitt stærsta og umsvifamesta alþjóðlega flugfélagið í Bretlandi.

Gera má ráð fyrir að samkeppni í flugi á milli Keflavíkur og London muni aukast verulega með tilkomu British airways. Í boði verða allt að 44 brottfarir á viku frá Keflavíkurflugvelli til flugvallanna við höfuðborgina. Hafa ferðirnar meira en tvöfaldast síðustu ár því veturinn 2012 voru í boði 19 ferðir á viku




Fleiri fréttir

Sjá meira


×