Erlent

153 í lífstíðarfangelsi fyrir ólöglegt skógarhögg

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hópurinn var handtekinn í Kachin-héraði, skammt frá landamærum Kína.
Hópurinn var handtekinn í Kachin-héraði, skammt frá landamærum Kína. Vísir/AFP
Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt 153 kínverska ríkisborgara í lífstíðarfangelsi fyrir ólöglegt skógarhögg í landinu. Stjórnvöld í Kína hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna málsins og telja dómana of þunga. Fullyrða þau að hópurinn hafi verið plataður í skógarhöggið og biðja yfirvöld í Mjanmar að takast á við málið á skynsamlegan hátt.

Hópurinn var handtekinn í Kachin-héraði, skammt frá landamærum Kína, í janúar síðastliðnum í hernaðaraðgerð gegn skógarhöggi þar sem mikið hefur gengið á skóglendi landsins á undanförnum árum. Lífstíðardómur í Myanmar eru tuttugu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×