Íbúar í Þorlákshöfn geta ekki sofið fyrir ólykt Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 2. júlí 2015 20:30 Fjölmargir íbúar í Þorlákshöfn eru orðnir langþreyttir á lyktarmengun sem berst frá hafnarsvæðinu. Í Básahrauni getur heimilisfólk ekki skilið eftir svefnherbergisgluggann opinn því þá getur það ekki sofið. Þar býr Dagbjört Hannesdóttir og fjölskylda sem vaknar upp um miðjar nætur vegna ólyktarinnar.Vakna upp um miðjar nætur „Þetta gerir mann leiðan og sorgmæddan að alltaf þegar það er sól og gott veður að við skulum sitja uppi með vonda lykt. Við höfum lent í því jafnvel síðustu sólarhringa að vakna upp um miðjar nætur við vonda lykt og þurfa að loka gluggum og hlaupa til og liggur við að byrgja glugga til að þetta komi ekki inn til okkar. Við erum orðin langþreytt á þessu ástandi. Þetta hefur verið viðvarandi í tíu ár þannig að þetta er orðið mjög þreytandi ástand.“Erfið barátta Dagbjört segir íbúa hafa uppskorið lítið í baráttu sinni. Hausaþurrkanir í bænum eru tvær. Fiskmark og Lýsi hf. Lýsi hf. hefur komið upp mengunarvarnarbúnaði sem virðist duga skammt. „Það hefur verið reynt að fara fram á úrbætur, að fá fyrirtækin til að vera með mengunarbúnað og fleira en ekkert virðist duga til. Ég vinn við hliðina á öðru fyrirtækinu og stundum þá pikkum við í þau. Þá fáum við iðulega þau svör að það sé hinu fyrirtækinu um að kenna. Það er mjög erfitt að takast á við þetta og fá einhverja niðurstöðu í þessu. Okkur finnst okkar réttur afskaplega lítill sem hér búum.“Lausn í sjónmáli Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis hefur sagst þykja það miður að íbúar Þorlákshafnar verði fyrir ónæði vegna rekstursins. Svo virðist sem lausn sé í sjónmáli en bæjarstjórnin hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjunum lóðir fyrir utan bæjarmörkin. Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar segir kominn tíma til að flytja reksturinn. „Það hefur verið kvartað undan lykt í samfélaginu í þónokkuð mörg ár. Fyrirtæki sem lyktin kemur frá með því að setja upp búnað til þess að fanga lyktina. Það hefur ekki gengið nógu vel. Það eru lyktaráhrif og nú er komið að því að það er kominn tími til að grípa til annarra aðgerða. Starfsemi sem hefur lyktaráhrif, flytjist út úr þéttbýlinu.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Fjölmargir íbúar í Þorlákshöfn eru orðnir langþreyttir á lyktarmengun sem berst frá hafnarsvæðinu. Í Básahrauni getur heimilisfólk ekki skilið eftir svefnherbergisgluggann opinn því þá getur það ekki sofið. Þar býr Dagbjört Hannesdóttir og fjölskylda sem vaknar upp um miðjar nætur vegna ólyktarinnar.Vakna upp um miðjar nætur „Þetta gerir mann leiðan og sorgmæddan að alltaf þegar það er sól og gott veður að við skulum sitja uppi með vonda lykt. Við höfum lent í því jafnvel síðustu sólarhringa að vakna upp um miðjar nætur við vonda lykt og þurfa að loka gluggum og hlaupa til og liggur við að byrgja glugga til að þetta komi ekki inn til okkar. Við erum orðin langþreytt á þessu ástandi. Þetta hefur verið viðvarandi í tíu ár þannig að þetta er orðið mjög þreytandi ástand.“Erfið barátta Dagbjört segir íbúa hafa uppskorið lítið í baráttu sinni. Hausaþurrkanir í bænum eru tvær. Fiskmark og Lýsi hf. Lýsi hf. hefur komið upp mengunarvarnarbúnaði sem virðist duga skammt. „Það hefur verið reynt að fara fram á úrbætur, að fá fyrirtækin til að vera með mengunarbúnað og fleira en ekkert virðist duga til. Ég vinn við hliðina á öðru fyrirtækinu og stundum þá pikkum við í þau. Þá fáum við iðulega þau svör að það sé hinu fyrirtækinu um að kenna. Það er mjög erfitt að takast á við þetta og fá einhverja niðurstöðu í þessu. Okkur finnst okkar réttur afskaplega lítill sem hér búum.“Lausn í sjónmáli Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis hefur sagst þykja það miður að íbúar Þorlákshafnar verði fyrir ónæði vegna rekstursins. Svo virðist sem lausn sé í sjónmáli en bæjarstjórnin hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjunum lóðir fyrir utan bæjarmörkin. Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar segir kominn tíma til að flytja reksturinn. „Það hefur verið kvartað undan lykt í samfélaginu í þónokkuð mörg ár. Fyrirtæki sem lyktin kemur frá með því að setja upp búnað til þess að fanga lyktina. Það hefur ekki gengið nógu vel. Það eru lyktaráhrif og nú er komið að því að það er kominn tími til að grípa til annarra aðgerða. Starfsemi sem hefur lyktaráhrif, flytjist út úr þéttbýlinu.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira