Menning

Rakarinn í Sevilla settur á svið í haust

Bjarki Ármannsson skrifar
Oddur Arnþór Jónsson.
Oddur Arnþór Jónsson. Vísir/Ernir
Fyrsta verkefni Íslensku óperunnar á næsta starfsári verður gamanóperan Rakarinn í Sevilla eftir Rossini. Oddur Arnþór Jónsson barítónsöngvari, sem sló í gegn í uppsetningu óperunnar á Don Carlo í vetur, fer með titilhlutverkið.

Í öðrum hlutverkum eru meðal annars Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson í hlutverki Doktor Bartolo og þeir Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson í hlutverki Don Basilio. Leikstjóri verður Ágústa Skúladóttir.

Rakarinn í Sevilla er ein vinsælasta gamanópera sögunnar og segir frá greifanum Almaviva sem með aðstoð hins óþreytandi Figaro rakara reynir að ná ástum dömunnar Rosinu. Frægasta aría óperunnar er hin stórskemmtilega aría Figaro sem má hlýða á hér fyrir neðan.

Alls verða fimm sýningar á óperunni í október og nóvember. Frumsýning verður þann 17. október í Eldborg í Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.