Lampard: Gareth Bale er alltof indæll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 08:00 Gareth Bale. Vísir/Getty Frank Lampard hafði sína skoðun á frammistöðu Gareth Bale með Real Madrid í 2-0 sigri á Schalke í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Lampard vill að hann hugsi meira um sjálfan sig. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá þeim velska að undanförnu en dýrasti knattspyrnumaður heims hefur bætt þurft að hlusta á baul frá stuðningsmönnunum sem og harða gagnrýni í spænsku pressunni. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Bale í leiknum í gær og virtist hann oft taka ranga ákvörðun þegar hann nálgaðist vítateiginn. „Ég hef á tilfinningunni að þetta sé afar indæll strákur," sagði Frank Lampard við Sky Sports. „Hann ætti að hafa meira egó miðað við það sem hann hefur þegar afrekað á ferlinum. Kannski hefur hann áhyggjur af því að gera ekki of mikið sjálfur þegar tækifærið gefst til að keyra sjálfur á markið, af ótta um að fá á sig gagnrýni," sagði Lampard sem vill að Bale hætti að reyna halda öllum öðrum ánægðum því að það sé ekki hægt. „Ég vona að hann losi sig við slíkan hugsunarhátt sem fyrst því það gæti farið að hafa slæm áhrif á hann," sagði Lampard. Bale hefur ekki skorað fyrir Real Madrid í næstum því einn mánuð og menn hafa tekið nokkrum sinnum eftir pirringi Cristiano Ronaldo þegar Bale reynir sjálfur að skjóta í stað þess að gefa hann. „Ég vildi sjá Cristiano (Ronaldo) koma fram og segja að þetta sé ekkert mál því við vitum að það er hann sem er aðalmaðurinn," sagði Lampard en látbragð Ronaldo hefur oft kallað fram baul á Bale. „Bale gæti hinsvegar komið enn sterkari til baka eftir þetta basl. Kannski sjáum við hann sóla þrjá og setja hann upp í fjærhornið í næsta leik," sagði Frank Lampard.Gareth BaleVísir/Getty Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Frank Lampard hafði sína skoðun á frammistöðu Gareth Bale með Real Madrid í 2-0 sigri á Schalke í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Lampard vill að hann hugsi meira um sjálfan sig. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá þeim velska að undanförnu en dýrasti knattspyrnumaður heims hefur bætt þurft að hlusta á baul frá stuðningsmönnunum sem og harða gagnrýni í spænsku pressunni. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Bale í leiknum í gær og virtist hann oft taka ranga ákvörðun þegar hann nálgaðist vítateiginn. „Ég hef á tilfinningunni að þetta sé afar indæll strákur," sagði Frank Lampard við Sky Sports. „Hann ætti að hafa meira egó miðað við það sem hann hefur þegar afrekað á ferlinum. Kannski hefur hann áhyggjur af því að gera ekki of mikið sjálfur þegar tækifærið gefst til að keyra sjálfur á markið, af ótta um að fá á sig gagnrýni," sagði Lampard sem vill að Bale hætti að reyna halda öllum öðrum ánægðum því að það sé ekki hægt. „Ég vona að hann losi sig við slíkan hugsunarhátt sem fyrst því það gæti farið að hafa slæm áhrif á hann," sagði Lampard. Bale hefur ekki skorað fyrir Real Madrid í næstum því einn mánuð og menn hafa tekið nokkrum sinnum eftir pirringi Cristiano Ronaldo þegar Bale reynir sjálfur að skjóta í stað þess að gefa hann. „Ég vildi sjá Cristiano (Ronaldo) koma fram og segja að þetta sé ekkert mál því við vitum að það er hann sem er aðalmaðurinn," sagði Lampard en látbragð Ronaldo hefur oft kallað fram baul á Bale. „Bale gæti hinsvegar komið enn sterkari til baka eftir þetta basl. Kannski sjáum við hann sóla þrjá og setja hann upp í fjærhornið í næsta leik," sagði Frank Lampard.Gareth BaleVísir/Getty
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira