Innlent

Kostnaðarmat frumvarps ófullnægjandi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Vilhjálmur Árnason. Erfitt er að vinna kostnaðarmat á þingmannafrumvörpum.
Vilhjálmur Árnason. Erfitt er að vinna kostnaðarmat á þingmannafrumvörpum. Fréttablaðið/Anton
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ákvað á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að fresta afgreiðslu áfengisfrumvarpsins svokallaða.

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi skort á upplýsingum um áhrif breytinganna sem fylgdu frumvarpinu. „Ég fór yfir nefndarálitið og gagnrýndi að þar hefði ekki komið fram neitt kostnaðarmat,“ segir Guðbjartur. „Þarna vantar allar upplýsingar um kostnað við framkvæmd frumvarpsins og einnig á eftir að meta hverjar afleiðingarnar af breytingunum gætu orðið,“ segir Guðbjartur.

„Vandamálið er að við höfum ekki aðgang að fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins til að vinna slíkt mat,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður frumvarpsins. „En í þess stað tínum við saman gögn á borð við ársreikninga ÁTVR og svör fjármálaráðherra sem við teljum duga til,“ segir Vilhjálmur, sem vonar að með bættu nefndaráliti geti málið verið afgreitt úr nefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×