Lífið

Myndband: Metnaðarfull kynning færeysk fyrirtækis

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér má sjá stillur úr myndbandinu
Hér má sjá stillur úr myndbandinu myndir/stillur
Færeyska fiskfyrirtækið Varðin Pelagic er eitt af stærstu fyrirtækjum nágranna okkar. Varðin er sjávarútvegsfyrirtæki sem sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Fyrir skemmstu sendi fyrirtækið frá sér nýtt kynningarmyndband sem er af dýrari gerðinni.

Upphaf þess minnir lítið á venjulegt kynningarmyndband heldur frekar á byrjun á stórri kvikmynd auk þess að tónlistin undir er öllu dramatískari en maður á að venjast úr slíkum myndböndum. Tölvutæknin er líka nýtt eins og hægt er, meðal annars til að teikna makríla neðansjávar. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.

Þá er bara spurning hvenær íslensk fyrirtæki munu taka sig til og leika þessa snilld eftir?


Tengdar fréttir

Vonbrigði í Færeyjum

Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×