Kron gjaldþrota og ný kennitala stofnuð: Viðskiptahættir sem misbjóða siðferðisvitund ingvar haraldsson skrifar 25. mars 2015 12:47 Hjónin Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir hafa rekið verslanir Kron sem nú er búið að lýsa gjaldþrota. Ný kennitala hefur verið stofnuð á sama nafni. vísir/anton Búið er að lýsa Kron ehf gjaldþrota en fyrirtækið hefur rekið tískuvöruverslanir undir sama nafni. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp gjaldþrotaúrskurðinn þann 18. mars síðastliðinn. Þetta staðfestir Börkur Hrafnsson skiptastjóri yfir búinu. Tollstjóri fór fram á gjaldþrotaskiptin vegna milljóna skuldar fyrirtækisins við Tollinn. Kron ehf var dæmt þann 29. janúar í Hæstarétti til að greiða spænskum skóframleiðendum 18 milljóna króna skuld auk dráttarvaxta og 1,5 milljóna málsvarnarlauna. Dómsmálið snérist m.a. um 400 skópör sem Kron pantaði frá Sapena Trading Company SL. Kron hélt fram að hluti sendingarinnar væri gölluð.Sjá einnig: Dómurinn yfir Kron staðfestur Dómsmálið snérist einnig um 8 milljón króna skuld Kron við Salvador Sapena SL. Samkvæmt dómnum áttu fyrirtækin í viðskiptum milli 2008 og 2011. Salvador Sapena segist hafa þann 10. nóvember 2011 sent Kron tölvupóst um að níu mánuðir væru liðnir frá því að framleiðandinn afhenti Kron þær vörur sem skuldin tengdist. Kron svaraði tölvupóstinum degi síðar þar sem fyrirtækið sagðist ætla að greiða skuldina en að það væri „einfaldlega ekki forgangsatriði.“ Ný kennitala stofnuð á sama nafni Tveim vikum eftir að dómurinn í Hæstarétti féll, þann 12. febrúar, var ný kennitala stofnuð undir nafninu Kron ehf. Magni Þorsteinsson, annar rekstaraðila Kron, er skráður eigandi félagsins. Nafni gamla félagsins, sem dæmt var til að greiða skuldina, var tveim dögum síðar breytt í Sapena ehf.Hugrún og Magni hafa borið því við að skópör sem þau fengu send frá Spáni hafi verið gölluð.vísir/báraHörður Helgi Helgason, lögmaður spænsku skóframleiðendanna, segir að siðferðisvitund umbjóðenda hans sé misboðið. „Þeir fara í viðskipti við þetta fólk hér heima vegna þessa að það orðspor hefur farið af íslenskum viðskiptamönnum og smásölum að þeir standi við gerða samninga og reyni ekki að víkja sér undan skuldbindingum sínum. En þegar þeir fá núna fréttir í þessari viku að Kron sem þeir eiga svona háar fjárhæðir inni hjá séu búnir að stofna nýtt fyrirtæki og ætli sér að reka það undir sama nafni á sama stað með sömu vöru, sömu starfsemi og sama starfsfólk þá misbýður það siðferðisvitund þeirra,“ segir Hörður.Svartsýnn á að nokkuð fáist greitt Af fenginni reynslu segist Hörður afar svartsýnn á að nokkuð fáist greitt upp í skuldina sem Kron var dæmt til að greiða. „Ég þykist vita það að þegar menn vinna við framleiðslu á varningi sem þessum sem hver króna skiptir máli, þá er það vissulega ávallt erfitt þegar jafn stór hluti af framleiðslunni fæst ekki greiddur,“ segir Hörður og bætir við: „Orðspor íslensk viðskiptalífs er í þeirra augum í hættu ef þessir viðskiptahættir geta fengið að viðgangast.“ Ekki hefur náðst í eigendur Kron þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Eigendur Kron ósáttir: „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“ Ætla að vera með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni. 2. febrúar 2015 20:26 Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40 Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Búið er að lýsa Kron ehf gjaldþrota en fyrirtækið hefur rekið tískuvöruverslanir undir sama nafni. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp gjaldþrotaúrskurðinn þann 18. mars síðastliðinn. Þetta staðfestir Börkur Hrafnsson skiptastjóri yfir búinu. Tollstjóri fór fram á gjaldþrotaskiptin vegna milljóna skuldar fyrirtækisins við Tollinn. Kron ehf var dæmt þann 29. janúar í Hæstarétti til að greiða spænskum skóframleiðendum 18 milljóna króna skuld auk dráttarvaxta og 1,5 milljóna málsvarnarlauna. Dómsmálið snérist m.a. um 400 skópör sem Kron pantaði frá Sapena Trading Company SL. Kron hélt fram að hluti sendingarinnar væri gölluð.Sjá einnig: Dómurinn yfir Kron staðfestur Dómsmálið snérist einnig um 8 milljón króna skuld Kron við Salvador Sapena SL. Samkvæmt dómnum áttu fyrirtækin í viðskiptum milli 2008 og 2011. Salvador Sapena segist hafa þann 10. nóvember 2011 sent Kron tölvupóst um að níu mánuðir væru liðnir frá því að framleiðandinn afhenti Kron þær vörur sem skuldin tengdist. Kron svaraði tölvupóstinum degi síðar þar sem fyrirtækið sagðist ætla að greiða skuldina en að það væri „einfaldlega ekki forgangsatriði.“ Ný kennitala stofnuð á sama nafni Tveim vikum eftir að dómurinn í Hæstarétti féll, þann 12. febrúar, var ný kennitala stofnuð undir nafninu Kron ehf. Magni Þorsteinsson, annar rekstaraðila Kron, er skráður eigandi félagsins. Nafni gamla félagsins, sem dæmt var til að greiða skuldina, var tveim dögum síðar breytt í Sapena ehf.Hugrún og Magni hafa borið því við að skópör sem þau fengu send frá Spáni hafi verið gölluð.vísir/báraHörður Helgi Helgason, lögmaður spænsku skóframleiðendanna, segir að siðferðisvitund umbjóðenda hans sé misboðið. „Þeir fara í viðskipti við þetta fólk hér heima vegna þessa að það orðspor hefur farið af íslenskum viðskiptamönnum og smásölum að þeir standi við gerða samninga og reyni ekki að víkja sér undan skuldbindingum sínum. En þegar þeir fá núna fréttir í þessari viku að Kron sem þeir eiga svona háar fjárhæðir inni hjá séu búnir að stofna nýtt fyrirtæki og ætli sér að reka það undir sama nafni á sama stað með sömu vöru, sömu starfsemi og sama starfsfólk þá misbýður það siðferðisvitund þeirra,“ segir Hörður.Svartsýnn á að nokkuð fáist greitt Af fenginni reynslu segist Hörður afar svartsýnn á að nokkuð fáist greitt upp í skuldina sem Kron var dæmt til að greiða. „Ég þykist vita það að þegar menn vinna við framleiðslu á varningi sem þessum sem hver króna skiptir máli, þá er það vissulega ávallt erfitt þegar jafn stór hluti af framleiðslunni fæst ekki greiddur,“ segir Hörður og bætir við: „Orðspor íslensk viðskiptalífs er í þeirra augum í hættu ef þessir viðskiptahættir geta fengið að viðgangast.“ Ekki hefur náðst í eigendur Kron þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Eigendur Kron ósáttir: „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“ Ætla að vera með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni. 2. febrúar 2015 20:26 Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40 Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Eigendur Kron ósáttir: „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“ Ætla að vera með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni. 2. febrúar 2015 20:26
Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40
Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47
„Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02