Traust þarf að ávinna sér Skjóðan skrifar 25. mars 2015 12:00 Bankastjóri Landsbankans lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins að nauðsynlegt sé að byggja upp traust í þjóðfélaginu og traust snúist um heilindi. Svo greinir frá í Viðskiptablaðinu. Framtíð FME var fundarefnið og sagðist bankastjórinn ekki telja sérstakt skotleyfi vera á banka heldur líka á stjórnmál og stofnanir þjóðlífsins. Umræðan er að hans mati óhefluð og fjölmiðlar beri mikla ábyrgð á henni. Af orðum bankastjórans má ráða að hann telji umræðuna og fréttaflutning standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust hér á landi. Þessi orð bankastjóra Landsbankans eru umhugsunarverð. Er það umræðan og fréttaflutningur fjölmiðla sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust á Íslandi? Þrátt fyrir ótal dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar Íslands eiga íslensk fjármálafyrirtæki enn eftir að endurreikna og leiðrétta um 550 milljarða af gengisbundnum lánum til fyrirtækja, eða um þriðjung allra útistandandi lána við hrunið fyrir næstum sjö árum. Verðskuldar slíkt fjármálakerfi traust viðskiptavina og almennings? FME lætur þennan seinagang fjármálafyrirtækja óátalinn þrátt fyrir að eitt hlutverk FME sé einmitt að tryggja skilvirkni á fjármálamörkuðum hér á landi. Verðskuldar FME traust almennings? Fyrir meira en þremur árum gaf Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum sérstaka undanþágu frá Samkeppnislögum til að hafa samráð um meðferð gengislánamála til þess að flýta fyrir úrlausn þeirra. Lítið miðar þrátt fyrir samráðið og ekkert heyrist frá Samkeppniseftirlitinu. Það er líkast til of upptekið við að rannsaka ólöglegt samráð sumarafleysingamanna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Verðskuldar Samkeppniseftirlitið traust landsmanna? Fjármálafyrirtæki völdu nokkur gengislánamál, sem talin voru fordæmisgefandi fyrir þorra gengislána, til flýtimeðferðar fyrir dómstólum. Ekki hefur það flýtt fyrir úrlausn og dæmi eru um að fjármálafyrirtæki hafi hætt við áfrýjun til Hæstaréttar á málum sem tapast hafa í héraði. Eini mögulegi tilgangur þess að áfrýja ekki slíkum málum er að koma í veg fyrir fordæmisgefandi niðurstöðu frá Hæstarétti. Er þetta líklegt til að byggja upp traust? Þegar fyrstu gengislánin voru dæmd ólögleg í Hæstarétti gáfu FME og Seðlabankinn út tilmæli til fjármálafyrirtækja um að reikna hæstu seðlabankavexti afturvirkt á hin ólöglegu lán. Þessi tilmæli voru lögfest með lögum nr. 151/2010. Hæstiréttur dæmdi lögin og þar með tilmælin andstæð stjórnarskrá. Er þetta framferði Seðlabankans, FME, ríkisstjórnar og Alþingis líklegt til að byggja upp traust meðal þjóðarinnar? Bankastjórar geta dundað sér við það dagana langa að skjóta sendiboða en á endanum standa þeir frammi fyrir einni staðreynd; Traust þarf að ávinna sér. Alþingi Skjóðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins að nauðsynlegt sé að byggja upp traust í þjóðfélaginu og traust snúist um heilindi. Svo greinir frá í Viðskiptablaðinu. Framtíð FME var fundarefnið og sagðist bankastjórinn ekki telja sérstakt skotleyfi vera á banka heldur líka á stjórnmál og stofnanir þjóðlífsins. Umræðan er að hans mati óhefluð og fjölmiðlar beri mikla ábyrgð á henni. Af orðum bankastjórans má ráða að hann telji umræðuna og fréttaflutning standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust hér á landi. Þessi orð bankastjóra Landsbankans eru umhugsunarverð. Er það umræðan og fréttaflutningur fjölmiðla sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust á Íslandi? Þrátt fyrir ótal dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar Íslands eiga íslensk fjármálafyrirtæki enn eftir að endurreikna og leiðrétta um 550 milljarða af gengisbundnum lánum til fyrirtækja, eða um þriðjung allra útistandandi lána við hrunið fyrir næstum sjö árum. Verðskuldar slíkt fjármálakerfi traust viðskiptavina og almennings? FME lætur þennan seinagang fjármálafyrirtækja óátalinn þrátt fyrir að eitt hlutverk FME sé einmitt að tryggja skilvirkni á fjármálamörkuðum hér á landi. Verðskuldar FME traust almennings? Fyrir meira en þremur árum gaf Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum sérstaka undanþágu frá Samkeppnislögum til að hafa samráð um meðferð gengislánamála til þess að flýta fyrir úrlausn þeirra. Lítið miðar þrátt fyrir samráðið og ekkert heyrist frá Samkeppniseftirlitinu. Það er líkast til of upptekið við að rannsaka ólöglegt samráð sumarafleysingamanna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Verðskuldar Samkeppniseftirlitið traust landsmanna? Fjármálafyrirtæki völdu nokkur gengislánamál, sem talin voru fordæmisgefandi fyrir þorra gengislána, til flýtimeðferðar fyrir dómstólum. Ekki hefur það flýtt fyrir úrlausn og dæmi eru um að fjármálafyrirtæki hafi hætt við áfrýjun til Hæstaréttar á málum sem tapast hafa í héraði. Eini mögulegi tilgangur þess að áfrýja ekki slíkum málum er að koma í veg fyrir fordæmisgefandi niðurstöðu frá Hæstarétti. Er þetta líklegt til að byggja upp traust? Þegar fyrstu gengislánin voru dæmd ólögleg í Hæstarétti gáfu FME og Seðlabankinn út tilmæli til fjármálafyrirtækja um að reikna hæstu seðlabankavexti afturvirkt á hin ólöglegu lán. Þessi tilmæli voru lögfest með lögum nr. 151/2010. Hæstiréttur dæmdi lögin og þar með tilmælin andstæð stjórnarskrá. Er þetta framferði Seðlabankans, FME, ríkisstjórnar og Alþingis líklegt til að byggja upp traust meðal þjóðarinnar? Bankastjórar geta dundað sér við það dagana langa að skjóta sendiboða en á endanum standa þeir frammi fyrir einni staðreynd; Traust þarf að ávinna sér.
Alþingi Skjóðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira