Erlent

John Oliver: Ein stöðumælasekt getur eyðilagt líf þitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Oliver hefur einstakt lag á því að fjalla um alvarleg mál á áhugaverðan hátt.
John Oliver hefur einstakt lag á því að fjalla um alvarleg mál á áhugaverðan hátt. Skjáskot úr þætti Oliver
Þáttastjórnandinn John Oliver heldur áfram gagnrýnni umfjöllun um bandarískt samfélag og voru sektir fyrir umferðarlagabrot teknar fyrir í nýjasta þætti Last Week Tonight. Sýndi Oliver dæmi þess að fólk hafnar í vítahring skulda þegar það hefur ekki efni á að greiða sektir fyrir hegðun sem flestir ef ekki allir gera sig seka um á lífsleiðinni.

„Við höfum öll brotið svona af okkur,“ segir Oliver. „Ef þú hefur sloppið við sekt - til hamingju!“

Á sama tíma og sektir ónáða hina ríku þá geta sektir fyrir brot á umferðalögum, svo sem leggja ólöglega og virða ekki stöðvunarskyldu, eyðilagt líf þitt að sögn Oliver.

Oliver fjallaði um aukagreiðslur sem oft bætast við upphaflegu sektirnar sem eru einar og sér ekki alltaf svo háar. Manneskja með lágmarkslaun getur hins vegar átt erfitt með að greiða 225$ sekt í einum grænum. Raunar tekur það viðkomandi 35 klukkustundir að vinna fyrir sektinni. Á þeim tíma margfaldast sektin. Sé hún ekki greidd bíður fangelsisvist.

„Við getum ekki búið við kerfi þar sem minniháttar brot geta orðið til þess að þú endar í helvítis holræsi,“ sagði Oliver. „Það er ekki í boði og líklega er kominn tími til að við stöndum á fætur og lýsum yfir þeirri skoðun okkar.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan en óhætt er að segja að umfjöllunin sé bæði fræðandi og sláandi.


Tengdar fréttir

Oliver útskýrir þá ógn sem stafar af drónum

John Oliver segir drónaárásir eitt af því sem helst verði bendlað við stjórnartíð Baracks Obama í framtíðinni enda hafi þær stóraukist á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×