Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Á undanförnum vikum hafa borist fréttir af mislingafaröldrum að utan. Tilfellin skipta þúsundum. Vísir/Getty „Ef það kæmi upp smitsjúkdómur í skóla þá skiptir það máli fyrir allt skólasamfélagið og hvað mest foreldra, alveg óháð því hvort barn þeirra sé í beinni eða óbeinni hættu,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. Ólafur Þór lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í gær varðandi stefnu um bólusetningu barna í leik- og grunnskólum. „Eru foreldrar upplýstir um ef börn sem ekki eru bólusett ganga í skóla með börnum þeirra,“ er ein þeirra spurninga sem Ólafur Þór lagði fram á fundinum. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór að ef foreldrar yrðu upplýstir hvað þetta varðar yrðu þeir meðvitaðari um áhættuna sem því fylgir. „Auðvitað ætti ekki að setja stimpil á persónu barnsins,“ segir Ólafur Þór aðspurður hvernig eigi að framkvæma slíka upplýsingagjöf til foreldra. „Það væri þá hlutverk skólanna að kanna hlutfall bólusettra nemenda og væri þá hægt að gefa út yfirlýsingu um það hversu mörg prósent af nemendum skólans væru bólusett. Þá hefðu foreldrar þann möguleika að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.“ Ólafur Þór tekur dæmi um það að þegar lúsafaraldur kemur upp í skólum fari öll börn heim með tilkynningu um að foreldrar eigi að bregðast við. „Síðan erum við með hættu á alvarlegum smitsjúkdómum eins og til dæmis mislingum og foreldrar fá ekki einu sinni að vita hvort önnur börn í skólanum séu bólusett,“ segir Ólafur sem telur að um stórt lýðheilsumál sé að ræða. Í greinargerð Ólafs Þórs segir að á undanförnum vikum hafi borist fréttir af mislingafaröldrum að utan, og skipti tilfellin þúsundum. Sóttvarnalæknir telji það aðeins tímaspursmál hvenær tilfelli greinist hérlendis. Mikilvægt sé að menntasvið og skólarnir skoði þessi mál og ræði viðbrögð og leiðir til að tryggja öryggi barna. Ólafur spurði á fundi bæjarráðs hvort einhver stefna væri til um bólusetningar barna í leik-og grunnskólum Kópavogs og hvort skólahjúkrunarfræðingar fylgdust með því hvort börnin væru bólusett. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
„Ef það kæmi upp smitsjúkdómur í skóla þá skiptir það máli fyrir allt skólasamfélagið og hvað mest foreldra, alveg óháð því hvort barn þeirra sé í beinni eða óbeinni hættu,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. Ólafur Þór lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í gær varðandi stefnu um bólusetningu barna í leik- og grunnskólum. „Eru foreldrar upplýstir um ef börn sem ekki eru bólusett ganga í skóla með börnum þeirra,“ er ein þeirra spurninga sem Ólafur Þór lagði fram á fundinum. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór að ef foreldrar yrðu upplýstir hvað þetta varðar yrðu þeir meðvitaðari um áhættuna sem því fylgir. „Auðvitað ætti ekki að setja stimpil á persónu barnsins,“ segir Ólafur Þór aðspurður hvernig eigi að framkvæma slíka upplýsingagjöf til foreldra. „Það væri þá hlutverk skólanna að kanna hlutfall bólusettra nemenda og væri þá hægt að gefa út yfirlýsingu um það hversu mörg prósent af nemendum skólans væru bólusett. Þá hefðu foreldrar þann möguleika að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.“ Ólafur Þór tekur dæmi um það að þegar lúsafaraldur kemur upp í skólum fari öll börn heim með tilkynningu um að foreldrar eigi að bregðast við. „Síðan erum við með hættu á alvarlegum smitsjúkdómum eins og til dæmis mislingum og foreldrar fá ekki einu sinni að vita hvort önnur börn í skólanum séu bólusett,“ segir Ólafur sem telur að um stórt lýðheilsumál sé að ræða. Í greinargerð Ólafs Þórs segir að á undanförnum vikum hafi borist fréttir af mislingafaröldrum að utan, og skipti tilfellin þúsundum. Sóttvarnalæknir telji það aðeins tímaspursmál hvenær tilfelli greinist hérlendis. Mikilvægt sé að menntasvið og skólarnir skoði þessi mál og ræði viðbrögð og leiðir til að tryggja öryggi barna. Ólafur spurði á fundi bæjarráðs hvort einhver stefna væri til um bólusetningar barna í leik-og grunnskólum Kópavogs og hvort skólahjúkrunarfræðingar fylgdust með því hvort börnin væru bólusett.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira