Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Á undanförnum vikum hafa borist fréttir af mislingafaröldrum að utan. Tilfellin skipta þúsundum. Vísir/Getty „Ef það kæmi upp smitsjúkdómur í skóla þá skiptir það máli fyrir allt skólasamfélagið og hvað mest foreldra, alveg óháð því hvort barn þeirra sé í beinni eða óbeinni hættu,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. Ólafur Þór lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í gær varðandi stefnu um bólusetningu barna í leik- og grunnskólum. „Eru foreldrar upplýstir um ef börn sem ekki eru bólusett ganga í skóla með börnum þeirra,“ er ein þeirra spurninga sem Ólafur Þór lagði fram á fundinum. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór að ef foreldrar yrðu upplýstir hvað þetta varðar yrðu þeir meðvitaðari um áhættuna sem því fylgir. „Auðvitað ætti ekki að setja stimpil á persónu barnsins,“ segir Ólafur Þór aðspurður hvernig eigi að framkvæma slíka upplýsingagjöf til foreldra. „Það væri þá hlutverk skólanna að kanna hlutfall bólusettra nemenda og væri þá hægt að gefa út yfirlýsingu um það hversu mörg prósent af nemendum skólans væru bólusett. Þá hefðu foreldrar þann möguleika að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.“ Ólafur Þór tekur dæmi um það að þegar lúsafaraldur kemur upp í skólum fari öll börn heim með tilkynningu um að foreldrar eigi að bregðast við. „Síðan erum við með hættu á alvarlegum smitsjúkdómum eins og til dæmis mislingum og foreldrar fá ekki einu sinni að vita hvort önnur börn í skólanum séu bólusett,“ segir Ólafur sem telur að um stórt lýðheilsumál sé að ræða. Í greinargerð Ólafs Þórs segir að á undanförnum vikum hafi borist fréttir af mislingafaröldrum að utan, og skipti tilfellin þúsundum. Sóttvarnalæknir telji það aðeins tímaspursmál hvenær tilfelli greinist hérlendis. Mikilvægt sé að menntasvið og skólarnir skoði þessi mál og ræði viðbrögð og leiðir til að tryggja öryggi barna. Ólafur spurði á fundi bæjarráðs hvort einhver stefna væri til um bólusetningar barna í leik-og grunnskólum Kópavogs og hvort skólahjúkrunarfræðingar fylgdust með því hvort börnin væru bólusett. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Ef það kæmi upp smitsjúkdómur í skóla þá skiptir það máli fyrir allt skólasamfélagið og hvað mest foreldra, alveg óháð því hvort barn þeirra sé í beinni eða óbeinni hættu,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. Ólafur Þór lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í gær varðandi stefnu um bólusetningu barna í leik- og grunnskólum. „Eru foreldrar upplýstir um ef börn sem ekki eru bólusett ganga í skóla með börnum þeirra,“ er ein þeirra spurninga sem Ólafur Þór lagði fram á fundinum. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór að ef foreldrar yrðu upplýstir hvað þetta varðar yrðu þeir meðvitaðari um áhættuna sem því fylgir. „Auðvitað ætti ekki að setja stimpil á persónu barnsins,“ segir Ólafur Þór aðspurður hvernig eigi að framkvæma slíka upplýsingagjöf til foreldra. „Það væri þá hlutverk skólanna að kanna hlutfall bólusettra nemenda og væri þá hægt að gefa út yfirlýsingu um það hversu mörg prósent af nemendum skólans væru bólusett. Þá hefðu foreldrar þann möguleika að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.“ Ólafur Þór tekur dæmi um það að þegar lúsafaraldur kemur upp í skólum fari öll börn heim með tilkynningu um að foreldrar eigi að bregðast við. „Síðan erum við með hættu á alvarlegum smitsjúkdómum eins og til dæmis mislingum og foreldrar fá ekki einu sinni að vita hvort önnur börn í skólanum séu bólusett,“ segir Ólafur sem telur að um stórt lýðheilsumál sé að ræða. Í greinargerð Ólafs Þórs segir að á undanförnum vikum hafi borist fréttir af mislingafaröldrum að utan, og skipti tilfellin þúsundum. Sóttvarnalæknir telji það aðeins tímaspursmál hvenær tilfelli greinist hérlendis. Mikilvægt sé að menntasvið og skólarnir skoði þessi mál og ræði viðbrögð og leiðir til að tryggja öryggi barna. Ólafur spurði á fundi bæjarráðs hvort einhver stefna væri til um bólusetningar barna í leik-og grunnskólum Kópavogs og hvort skólahjúkrunarfræðingar fylgdust með því hvort börnin væru bólusett.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira