Innlent

Sláttur hafinn á Suðurlandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Matthías Ragnarsson tók þessa mynd í dag af Rúti slá á Skíðbakka en hann og Elvar eru líklega fyrstu bændur landsins til að hefja slátt sumarið 2015.
Matthías Ragnarsson tók þessa mynd í dag af Rúti slá á Skíðbakka en hann og Elvar eru líklega fyrstu bændur landsins til að hefja slátt sumarið 2015.
Sláttur hófst á Suðurlandi í dag hjá bændunum á Skíðabakka í Austur-Landeyjum, eða þeim Elvari Eyvindssyni og Rúti Pálssyni.

„Ég sló einhverja þrjá hektara, grasið á þeim var fínt, þetta var vallarfoxgras. Það er eitthvað lengra í næsta slátt, líklega vika, en lítil grasspretta var í vor vegna kulda eins og allir vita,“ segir Rútur.

Hann mun slá um 64 hektara í sumar. „Já, ég reikna með að fleiri bændur byrji um helgina, menn eru alls staðar í startholunum að taka spariblettina,“ bætir Rútur við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×