Bankar í Sviss hjálpa við rannsókn á FIFA Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2015 07:00 Sepp Blatter hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan aragrúi spillingarmála kom upp innan FIFA. Nordicphotos/getty Svissneskir saksóknarar rannsaka nú 53 tilfelli meints peningaþvættis háttsettra manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ítarlegar rannsóknir standa nú yfir og er rannsóknarefnið spilling innan FIFA. Þrír aðilar vinna saman að rannsókninni, Bandaríkin, Sviss og siðanefnd FIFA. Bandarísk yfirvöld ákærðu í maí fjórtán nú- og fyrrverandi stjórnendur innan FIFA í kjölfar þriggja ára rannsóknar FBI. Ákærurnar snúa að mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Yfirvöld í Sviss hófu sína eigin rannsókn í síðasta mánuði. Rannsóknin beinist gegn mönnum sem eru grunaðir um ólöglegt athæfi við kosningar um hvar skyldi halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Þar til nú hafa mun minni upplýsingar verið aðgengilegar um svissnesku rannsóknina en þá bandarísku. Michael LauberMichael Lauber, ríkissaksóknari Sviss, sagði á blaðamannafundi í gær að rannsóknin væri flókin og myndi taka langan tíma. Lauber sagði teymi sitt nú þegar hafa aflað upplýsinga um 104 grunsamleg tengsl milli bankareikninga. Hann sagðist á fundinum vilja þakka svissneskum bönkum fyrir samstarfsviljann en til viðbótar við þau 104 tengsl sem rannsakendur vissu þegar af upplýstu bankarnir rannsakendur um 53 bankareikninga sem grunur liggur á að tengist peningaþvætti. Lauber sagðist ekki útiloka að yfirheyra þyrfti Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, við rannsókn málsins. Hins vegar hefur Blatter sjálfur þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð misjafnt. Hann tilkynnti fyrr í mánuðinum um afsögn sína sem forseti. Aðeins nokkrum dögum eftir endurkjör hans til embættis forseta FIFA. Lauber útskýrði fyrir viðstöddum blaðamönnum að rannsókn Svisslendinga væri aðskilin rannsókn FBI. Hann sagði að sönnunargögnum yrði ekki deilt nema óskað væri sérstaklega eftir því. „Knattspyrnuheimurinn þarf nú að sýna af sér mikla þolinmæði. Vegna eðlis rannsóknarinnar mun hún taka lengri tíma en hinar goðsagnakenndu níutíu mínútur,“ sagði Lauber að lokum og vísaði til hefðbundinnar lengdar knattspyrnuleikja. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Svissneskir saksóknarar rannsaka nú 53 tilfelli meints peningaþvættis háttsettra manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ítarlegar rannsóknir standa nú yfir og er rannsóknarefnið spilling innan FIFA. Þrír aðilar vinna saman að rannsókninni, Bandaríkin, Sviss og siðanefnd FIFA. Bandarísk yfirvöld ákærðu í maí fjórtán nú- og fyrrverandi stjórnendur innan FIFA í kjölfar þriggja ára rannsóknar FBI. Ákærurnar snúa að mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Yfirvöld í Sviss hófu sína eigin rannsókn í síðasta mánuði. Rannsóknin beinist gegn mönnum sem eru grunaðir um ólöglegt athæfi við kosningar um hvar skyldi halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Þar til nú hafa mun minni upplýsingar verið aðgengilegar um svissnesku rannsóknina en þá bandarísku. Michael LauberMichael Lauber, ríkissaksóknari Sviss, sagði á blaðamannafundi í gær að rannsóknin væri flókin og myndi taka langan tíma. Lauber sagði teymi sitt nú þegar hafa aflað upplýsinga um 104 grunsamleg tengsl milli bankareikninga. Hann sagðist á fundinum vilja þakka svissneskum bönkum fyrir samstarfsviljann en til viðbótar við þau 104 tengsl sem rannsakendur vissu þegar af upplýstu bankarnir rannsakendur um 53 bankareikninga sem grunur liggur á að tengist peningaþvætti. Lauber sagðist ekki útiloka að yfirheyra þyrfti Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, við rannsókn málsins. Hins vegar hefur Blatter sjálfur þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð misjafnt. Hann tilkynnti fyrr í mánuðinum um afsögn sína sem forseti. Aðeins nokkrum dögum eftir endurkjör hans til embættis forseta FIFA. Lauber útskýrði fyrir viðstöddum blaðamönnum að rannsókn Svisslendinga væri aðskilin rannsókn FBI. Hann sagði að sönnunargögnum yrði ekki deilt nema óskað væri sérstaklega eftir því. „Knattspyrnuheimurinn þarf nú að sýna af sér mikla þolinmæði. Vegna eðlis rannsóknarinnar mun hún taka lengri tíma en hinar goðsagnakenndu níutíu mínútur,“ sagði Lauber að lokum og vísaði til hefðbundinnar lengdar knattspyrnuleikja.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira