Segja árásarmanninn vera á móti fóstureyðingum Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2015 21:00 Kransar og blóm hafa verið lögð við heilsugæslustöðina. Vísir/Getty Forsvarsmenn samtakanna Planned Parenthood segja mann sem myrti þrjá á heilsugæslustöð þeirra í Colorado Springs á föstudaginn, vera mótfallinn fóstureyðingum. Þegar hann var handtekinn af lögreglu mun hann hafa sagt „No more baby parts“, eða „ekki fleiri líkamshluta barna“. Maðurinn gekk inn á heilsugæslustöð samtakanna, þar sem fóstureyðingar eru meðal annars framkvæmdar, og hóf skothríð. Planned parenthood hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu misseri eftir að samtök sem berjast gegn fóstureyðingum birtu myndband sem þeir segja að sýni starfsmenn PP ræða um sölu fóstra vegna læknisfræðilegra rannsókna. Það er ólöglegt í Bandaríkjunum en þessum ásökunum hefur verið neitað af PP. Robert Lewis Dear myrti þrjá og særði nokkra í árás sinni.Vísir/EPA Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur hótunum gegn heilsugæslustöðvum PP fjölgað í kjölfar birtingar myndbandsins. Planned parenthood eru góðgerðarsamtök sem reka um 700 heilsugæslustöðvar fyrir konur víðsvegar í Bandaríkjunum. Þar fara meðal annars fram fóstureyðingar og krabbameinsleit. Ríkisstjóri Colorado hefur biðlað til deiluaðila að draga úr áróðri sínum. John Hickenlooper telur að þessi árás og önnur atvik megi rekja til áróðurs aðila á báðum hliðum málsins. Árásarmaðurinn heitir Robert Lewis Dear og er 57 ára gamall. Nágranna hans lýsa honum sem einfara. Hann er sagður forðast augnsamband við annað fólk. Þá varaði hann fólk við því að ríkisstjórn Bandaríkjanna njósnaði um þau. Tengdar fréttir Þrír létu lífið og níu særðust Vopnaður maður ruddist inn á heilsugæslustöð þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar í gær og hóf skothríð. 28. nóvember 2015 10:12 Fjórir lögregluþjónar særðir í Colorado Ekki er vitað hve margir særðust í heildina eftir að byssumaður hóf skothríð nærri heilsugæslustöð kvenna. 27. nóvember 2015 22:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Forsvarsmenn samtakanna Planned Parenthood segja mann sem myrti þrjá á heilsugæslustöð þeirra í Colorado Springs á föstudaginn, vera mótfallinn fóstureyðingum. Þegar hann var handtekinn af lögreglu mun hann hafa sagt „No more baby parts“, eða „ekki fleiri líkamshluta barna“. Maðurinn gekk inn á heilsugæslustöð samtakanna, þar sem fóstureyðingar eru meðal annars framkvæmdar, og hóf skothríð. Planned parenthood hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu misseri eftir að samtök sem berjast gegn fóstureyðingum birtu myndband sem þeir segja að sýni starfsmenn PP ræða um sölu fóstra vegna læknisfræðilegra rannsókna. Það er ólöglegt í Bandaríkjunum en þessum ásökunum hefur verið neitað af PP. Robert Lewis Dear myrti þrjá og særði nokkra í árás sinni.Vísir/EPA Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur hótunum gegn heilsugæslustöðvum PP fjölgað í kjölfar birtingar myndbandsins. Planned parenthood eru góðgerðarsamtök sem reka um 700 heilsugæslustöðvar fyrir konur víðsvegar í Bandaríkjunum. Þar fara meðal annars fram fóstureyðingar og krabbameinsleit. Ríkisstjóri Colorado hefur biðlað til deiluaðila að draga úr áróðri sínum. John Hickenlooper telur að þessi árás og önnur atvik megi rekja til áróðurs aðila á báðum hliðum málsins. Árásarmaðurinn heitir Robert Lewis Dear og er 57 ára gamall. Nágranna hans lýsa honum sem einfara. Hann er sagður forðast augnsamband við annað fólk. Þá varaði hann fólk við því að ríkisstjórn Bandaríkjanna njósnaði um þau.
Tengdar fréttir Þrír létu lífið og níu særðust Vopnaður maður ruddist inn á heilsugæslustöð þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar í gær og hóf skothríð. 28. nóvember 2015 10:12 Fjórir lögregluþjónar særðir í Colorado Ekki er vitað hve margir særðust í heildina eftir að byssumaður hóf skothríð nærri heilsugæslustöð kvenna. 27. nóvember 2015 22:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Þrír létu lífið og níu særðust Vopnaður maður ruddist inn á heilsugæslustöð þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar í gær og hóf skothríð. 28. nóvember 2015 10:12
Fjórir lögregluþjónar særðir í Colorado Ekki er vitað hve margir særðust í heildina eftir að byssumaður hóf skothríð nærri heilsugæslustöð kvenna. 27. nóvember 2015 22:00