Framsóknartengsl „helbert kjaftæði“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2015 12:53 Eggert Skúlason, ritstjóri DV. Vísir/GVA Eggert Skúlason, ritstjóri DV, segir uppsagnarbréf Jóhanns Páls Jóhannssonar vera sín fyrstu beinu samskipti við Jóhann. Þá segir hann sögusagnir um veru sína í og tengsl við Framsóknarflokkinn vera „helbert kjaftæði“. „Ég hef ekki hitt hann,“ segir Eggert í samtali við Vísi um samskipti þeirra Jóhannes Páls. Í fyrra gerði Eggert svokallaða SVÓT-greiningu á rekstri DV. Þá tók Eggert viðtöl við blaðamenn DV, en hann ræddi ekki við Jóhann. „Hann var einn af örfáum sem komu ekki í viðtal, en hann var staddur í Englandi. Ég hef aldrei hitt hann í eigin persónu. Bara heyrt hann tala um mig.“Sjá einnig: Jóhann Páll hættur á DV Eggert hefur skrifað um uppsögn Jóhanns á Facebook og telur sig knúinn til að leiðrétta Jóhann, sem heldur því fram að Eggert hafi sagt á ritstjórnarfundi á föstudaginn að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, yrði ekki liðin á hans vakt. „Ég var spurður hvort ég hefði höndlað lekamálið með sama hætti og DV gerði,“ skrifar Eggert á Facebook. „Ég svaraði neitandi.“ Hann útskýrði mál sitt með þeim hætti að hann hefði aldrei birt það magn frétta sem birtar voru í blaðinu og á vefnum. „Ég fylgdist með umfjöllun um þetta mál og endalausar fréttir hreinlega rugluðu mig í rýminu. Ég sagði að ég hefði birt allar fréttir sem hefðu haft að geyma viðbótarupplýsingar, en fréttaflóðið fannst mér um tíma óþarflega mikið.“ Eggert segir að DV muni halda áfram að fjalla um lekamálið og leiða það mál til lykta.„Helbert kjaftæði“ Í umræðunni hafa eigendaskipti DV mikið verið tengd við Framsóknarflokkinn. Segir Jóhann að lengi hafi legið fyrir að öfl tengd flokknum hafi viljað knésetja DV. Í pistli sínum á Facebook spyr Eggert hvort einhver viti hver hafi skráð hann í Framsóknarflokkinn? „Mér þætti gaman að fá það upplýst,“ segir Eggert í samtali við Vísi. Ég kannast ekki við að vera skráður í hann. Ef ég ætti að velja einhver orð fyrir það myndi ég segja: Helbert kjaftæði.“ „Ég vil að Sigmundur Davíð komi þá fram og segi að ég sé að ljúga. Ég er ekki þar, það er alveg á hreinu. Menn eru kannski að rugla þessu saman við að ég er Framari, Fjölnismaður og held með Tottenham, þetta eru klúbbarnir sem að ég er í.“Fréttaskýringin var færð úr fréttaflokki yfir í flokkin Skrýtið.Fréttaskýring færð úr fréttaflokki María Lilja Þrastardóttir, sem missti vinnuna á DV í síðustu viku, vakti athygli á því í gær að fréttaskýring Atla Þórs Fanndal og Jóns Bjarka Magnússonar um fasisma og Framsóknarflokkinn hefði verið fært úr flokknum „Fréttir“ yfir í flokkinn „Skrýtið“. Þá hefur skapast umræða um ástæðu þess að fréttin var færð um flokk í hópnum „Fjölmiðlanördar“ á Facebook. Eggert segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. „Hún er fjögur þúsund orð og ég skyldi hana ekki. Þetta er skrýtin fréttaskýring og ég held að hún passi vel þarna,“ segir Eggert. „Þarna er hún og fólk getur lesið hana. Það er ekki eins og hún sé ekki til staðar og þetta er eitt það mest lesna á vefnum. Það er bara um að gera fyrir fólk að hella sér í að lesa þetta, hún er helvíti mikil lesning, og taka bara hluta af vinnudeginum í það. Post by Eggert Skúlason. Tengdar fréttir Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Eggert Skúlason, ritstjóri DV, segir uppsagnarbréf Jóhanns Páls Jóhannssonar vera sín fyrstu beinu samskipti við Jóhann. Þá segir hann sögusagnir um veru sína í og tengsl við Framsóknarflokkinn vera „helbert kjaftæði“. „Ég hef ekki hitt hann,“ segir Eggert í samtali við Vísi um samskipti þeirra Jóhannes Páls. Í fyrra gerði Eggert svokallaða SVÓT-greiningu á rekstri DV. Þá tók Eggert viðtöl við blaðamenn DV, en hann ræddi ekki við Jóhann. „Hann var einn af örfáum sem komu ekki í viðtal, en hann var staddur í Englandi. Ég hef aldrei hitt hann í eigin persónu. Bara heyrt hann tala um mig.“Sjá einnig: Jóhann Páll hættur á DV Eggert hefur skrifað um uppsögn Jóhanns á Facebook og telur sig knúinn til að leiðrétta Jóhann, sem heldur því fram að Eggert hafi sagt á ritstjórnarfundi á föstudaginn að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, yrði ekki liðin á hans vakt. „Ég var spurður hvort ég hefði höndlað lekamálið með sama hætti og DV gerði,“ skrifar Eggert á Facebook. „Ég svaraði neitandi.“ Hann útskýrði mál sitt með þeim hætti að hann hefði aldrei birt það magn frétta sem birtar voru í blaðinu og á vefnum. „Ég fylgdist með umfjöllun um þetta mál og endalausar fréttir hreinlega rugluðu mig í rýminu. Ég sagði að ég hefði birt allar fréttir sem hefðu haft að geyma viðbótarupplýsingar, en fréttaflóðið fannst mér um tíma óþarflega mikið.“ Eggert segir að DV muni halda áfram að fjalla um lekamálið og leiða það mál til lykta.„Helbert kjaftæði“ Í umræðunni hafa eigendaskipti DV mikið verið tengd við Framsóknarflokkinn. Segir Jóhann að lengi hafi legið fyrir að öfl tengd flokknum hafi viljað knésetja DV. Í pistli sínum á Facebook spyr Eggert hvort einhver viti hver hafi skráð hann í Framsóknarflokkinn? „Mér þætti gaman að fá það upplýst,“ segir Eggert í samtali við Vísi. Ég kannast ekki við að vera skráður í hann. Ef ég ætti að velja einhver orð fyrir það myndi ég segja: Helbert kjaftæði.“ „Ég vil að Sigmundur Davíð komi þá fram og segi að ég sé að ljúga. Ég er ekki þar, það er alveg á hreinu. Menn eru kannski að rugla þessu saman við að ég er Framari, Fjölnismaður og held með Tottenham, þetta eru klúbbarnir sem að ég er í.“Fréttaskýringin var færð úr fréttaflokki yfir í flokkin Skrýtið.Fréttaskýring færð úr fréttaflokki María Lilja Þrastardóttir, sem missti vinnuna á DV í síðustu viku, vakti athygli á því í gær að fréttaskýring Atla Þórs Fanndal og Jóns Bjarka Magnússonar um fasisma og Framsóknarflokkinn hefði verið fært úr flokknum „Fréttir“ yfir í flokkinn „Skrýtið“. Þá hefur skapast umræða um ástæðu þess að fréttin var færð um flokk í hópnum „Fjölmiðlanördar“ á Facebook. Eggert segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. „Hún er fjögur þúsund orð og ég skyldi hana ekki. Þetta er skrýtin fréttaskýring og ég held að hún passi vel þarna,“ segir Eggert. „Þarna er hún og fólk getur lesið hana. Það er ekki eins og hún sé ekki til staðar og þetta er eitt það mest lesna á vefnum. Það er bara um að gera fyrir fólk að hella sér í að lesa þetta, hún er helvíti mikil lesning, og taka bara hluta af vinnudeginum í það. Post by Eggert Skúlason.
Tengdar fréttir Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17
„Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46