10 þúsund strætómiðar hafa verið keyptir í gegnum Strætó-appið síðan það var uppfært þann 20. nóvember. Ýmsar endurbætur voru gerðar og nýjungum bætt við, til dæmis möguleikanum á að kaupa farmiða í gegnum appið. Þá nýtist miðinn einnig sem skiptimiði í 75 mínútur eftir að hann er virkjaður.
Einnig er hægt að senda farmiða úr einum síma í annan. Appið virkar í algengustu Android- og Apple-snjallsímum og -tækjum en til að byrja með er hægt að kaupa staka miða fyrir einn eða fleiri farþega á höfuðborgarsvæðinu.
