Erlent

Lestarstöðinni í Rotterdam lokað vegna gruns um sprengju

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Rýma þurfti lestarstöðina.
Rýma þurfti lestarstöðina. vísir/epa
Hluta lestarstöðvarinnar í Rotterdam í Hollandi var lokað í morgun, eftir að maður, sem sagðist vera með sprengju í fórum sínum, læsti sig inni á salerni í einni lestinni. Lögregla var send á vettvang ásamt sprengjusvæði, en þeim tókst nú fyrir skömmu að yfirbuga manninn.

Talsmenn lestarstöðvarinnar sögðu á Twitter í morgun að engin hætta væri á ferðum, og talið er líklegt að stöðin verði opnuð að nýju síðar í dag. Lestin var á leið frá Amsterdam til Parísar, en stöðvaði í Rotterdam, eftir hótanir mannsins.

Í lok ágúst lokaði tuttugu og fimm ára maður sig inni á salerni í annarri lest frá Amsterdam til Rotterdam og hótaði að hefja skothríð. Farþegum tókst að yfirbuga manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×