Dagur sjálfboðaliðans Bragi Björnsson skrifar 5. desember 2015 15:45 Daglega verja þúsundir íslendinga töluverðum tíma í sjálfboðaliðavinnu. Með óeigingjörnum störfum sínum leggja þessir einstaklingar sitt að mörkum til að auðga íslenskt samfélag og tryggja margvíslega þjónustu sem hugsanlega væri ella ekki sinnt eða kostnaður vegna hennar væri margfalt meiri. Þannig er björgunarsveitarfólk Slysavarnafélagsins Landsbjargar til taks allan sólarhringinn til að aðstoða í neyð, foreldrar og gamlir félagar tryggja snurðulausa framkvæmd íþróttaviðburða, listamenn halda listsýningar til stuðnings verðugum verkefnum, sóknarbörn sinna hjálparstarfi innan þjóðkirkjunnar og fullorðnir foringjar tryggja gæða leiðtogaþjálfun í skátahreyfingunni, svo einhver dæmi séu tekin. Oftast fara störf sjálfboðaliða fram utan hefðbundins vinnutíma þ.e. á þeim tíma sem fólk almennt sinnir fjölskyldu sinni og öðru því sem fylgir að reka heimili. Það veldur því óneitanlega að annað heimilisfólk þarf að taka á sig auknar skyldur s.s. vegna ummönnunar barna, heimilisstörf og jafnvel tekjuöflun. Að jafnaði er það maki sjálfboðaliðans sem tekur á sig þessar auknu byrðar til að sjálfboðaliðinn geti sinnt störfum sínum með sóma. Sjaldan er sjónum beint að þessum bakhjörlum sjálfboðaliðanna og jafnan fá þeir ekki þá viðurkenningu sem þeir verðskulda. Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans þann 5. desember vil ég því nota tækifærið og þakka betri helmingi sjálfboðaliða fyrir þann skilning, þolinmæði og stuðning sem hann sýnir starfi sjálfboðaliðans. Án þessa stuðnings gætu sjálfboðaliðar landsins ekki sinnt sínum störfum sem skyldi og íslenska þjóðin færi á mis við framlag þeirra til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Daglega verja þúsundir íslendinga töluverðum tíma í sjálfboðaliðavinnu. Með óeigingjörnum störfum sínum leggja þessir einstaklingar sitt að mörkum til að auðga íslenskt samfélag og tryggja margvíslega þjónustu sem hugsanlega væri ella ekki sinnt eða kostnaður vegna hennar væri margfalt meiri. Þannig er björgunarsveitarfólk Slysavarnafélagsins Landsbjargar til taks allan sólarhringinn til að aðstoða í neyð, foreldrar og gamlir félagar tryggja snurðulausa framkvæmd íþróttaviðburða, listamenn halda listsýningar til stuðnings verðugum verkefnum, sóknarbörn sinna hjálparstarfi innan þjóðkirkjunnar og fullorðnir foringjar tryggja gæða leiðtogaþjálfun í skátahreyfingunni, svo einhver dæmi séu tekin. Oftast fara störf sjálfboðaliða fram utan hefðbundins vinnutíma þ.e. á þeim tíma sem fólk almennt sinnir fjölskyldu sinni og öðru því sem fylgir að reka heimili. Það veldur því óneitanlega að annað heimilisfólk þarf að taka á sig auknar skyldur s.s. vegna ummönnunar barna, heimilisstörf og jafnvel tekjuöflun. Að jafnaði er það maki sjálfboðaliðans sem tekur á sig þessar auknu byrðar til að sjálfboðaliðinn geti sinnt störfum sínum með sóma. Sjaldan er sjónum beint að þessum bakhjörlum sjálfboðaliðanna og jafnan fá þeir ekki þá viðurkenningu sem þeir verðskulda. Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans þann 5. desember vil ég því nota tækifærið og þakka betri helmingi sjálfboðaliða fyrir þann skilning, þolinmæði og stuðning sem hann sýnir starfi sjálfboðaliðans. Án þessa stuðnings gætu sjálfboðaliðar landsins ekki sinnt sínum störfum sem skyldi og íslenska þjóðin færi á mis við framlag þeirra til samfélagsins.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar