Fjölbreytileiki á undanhaldi Stjórnarmaðurinn skrifar 1. apríl 2015 09:00 Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. Ella var metnaðarfull tískuverslun með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáendahóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. Margar ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekkert hreinlega seljist. Sumir eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í tilviki tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórnun. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. Hvað varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveldlega úr bætt. Tískuverslunarrekstur er viðkvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvistar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. Staðreyndin er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hérlendrar verslunar. Kaupmenn sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda tollheimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa viðkomu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. Nýverið hefur skotið upp kollinum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. Kannanir benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlutdeild hér á landi, án þess að starfrækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Vonandi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. Ella var metnaðarfull tískuverslun með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáendahóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. Margar ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekkert hreinlega seljist. Sumir eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í tilviki tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórnun. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. Hvað varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveldlega úr bætt. Tískuverslunarrekstur er viðkvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvistar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. Staðreyndin er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hérlendrar verslunar. Kaupmenn sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda tollheimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa viðkomu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. Nýverið hefur skotið upp kollinum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. Kannanir benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlutdeild hér á landi, án þess að starfrækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Vonandi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira