Utan Vallar: Sækjum heimsmeistaratitilinn til Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Íslenska liðið vann brons á EM í Austurríki. Vísir/Diener „Jæja. Á nú að skrúfa allar væntingar upp úr öllu valdi? Hefur nærri 30 ára þátttaka í Eurovision ekki kennt okkur neitt? Já, og hvað með öll stórmótin í handbolta þar sem niðurstaðan var fjarri öllum vonum og væntingum? Höfum við enga lexíu lært?“ Ég þekki nokkra sem hugsa á þessum nótum fyrir hvert einasta stórmót í handbolta, mikilvæga landsleiki í fótbolta og fleiri alþjóðlegar keppnir þar sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða – líka Eurovision. Gott ef maður hefur ekki gerst sjálfur sekur um slíka bölsýni og það oftar en einu sinni. Táningsárin eru mótandi og ég er mótaður af reynslu minni af HM 1990 í Tékkóslóvakíu (eftir sigur í B-keppninni í París árið áður voru vonbrigðin mikil) og HM 1995 á heimavelli, þar sem við ætluðum okkur stóra sigra. Ég var líka níu ára þegar Ísland tók þátt í Eurovision í fyrsta sinn og það gaf tóninn – svo ég vísi nú í þá ágætu keppni í síðasta skiptið í þessum pistli. Á morgun hefst enn eitt stórmótið í handbolta. Í þetta sinn komst Ísland inn eftir krókaleiðum eftir að hafa tapað fyrir mun lægra skrifuðum andstæðingi í undankeppninni. Manni er því til efs hvort það sé innistæða fyrir mikilli bjartsýni nú, þrátt fyrir góðan árangur á EM í Danmörku í fyrra – þótt íslenska liðið væri laskað. Auðvelda leiðin fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins er að búast ekki við neinu. Þannig verða vonbrigðin í lágmarki ef illa gengur og eftir keppnina verður auðvelt að stæra sig af því að hrakfallaspáin hafi ræst. En ef allt skyldi nú fara á besta veg þá væri það bara ánægjulegur yndisauki – hreinræktaður bónus. Það má ræða vel og lengi um það hversu miklir möguleikar eru á því að strákarnir okkar fari loksins alla leið og vinni gullið sem við þráum öll svo heitt. Það getur vel verið að þeir séu ekkert svo miklir. En flestir hljóta að vera sammála um það að möguleikinn sé til staðar, hversu lítill sem hann er. Auðvitað þyrfti allt að ganga upp til þess. Allir leikmenn, allra helst lykilmenn Íslands, þyrftu að vera upp á sitt allra, allra besta, og það sem meira er, halda heilsunni út allt mótið. Þar má ekkert út af bregða. Markvarslan þarf að vera í heimsklassa, varnarleikurinn kraftmikill og sóknarleikurinn hraður og útsjónarsamur. Við eigum einn allra besta hraðaupphlaupsmann í heiminum (Guðjón Val Sigurðsson) og skyttuparið okkar (Aron Pálmarsson og Alexander Petersson) er eitt það besta á mótinu. Þeir og margir aðrir í íslenska liðinu eru hoknir af reynslu og þekkja það vel að vinna glæsta sigra með sínum félagsliðum. Þegar öllu er á botninn hvolft má færa rök fyrir nánast hvaða útkomu sem er; jákvæðri sem neikvæðri. Um helgina sáum við hvað það er stutt á milli hláturs og gráts hvað vörn og markvörslu varðar og ljóst að á slæmum degi geta strákarnir lent í basli gegn hvaða liði sem er. En það eina sem skiptir máli er hverju strákarnir sjálfir ætla sér að áorka í Katar. Þeir munu að minnsta kosti ekki velja „auðveldu“ leiðina og hafa sett sér háleit markmið fyrir mótið. Um það er ég sannfærður. Opinbera markmiðið er að gera nóg til að komast í umspil fyrir næstu Ólympíuleika en ég trúi því að innst inni ætli strákarnir sér að fara alla leið. Því ef þeir trúa því ekki sjálfir mun draumurinn um gullið aldrei verða að veruleika. Ég trúi á strákana og leyfi mér því að vona – hver svo sem niðurstaðan verður þegar til kastanna kemur. HM 2015 í Katar Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
„Jæja. Á nú að skrúfa allar væntingar upp úr öllu valdi? Hefur nærri 30 ára þátttaka í Eurovision ekki kennt okkur neitt? Já, og hvað með öll stórmótin í handbolta þar sem niðurstaðan var fjarri öllum vonum og væntingum? Höfum við enga lexíu lært?“ Ég þekki nokkra sem hugsa á þessum nótum fyrir hvert einasta stórmót í handbolta, mikilvæga landsleiki í fótbolta og fleiri alþjóðlegar keppnir þar sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða – líka Eurovision. Gott ef maður hefur ekki gerst sjálfur sekur um slíka bölsýni og það oftar en einu sinni. Táningsárin eru mótandi og ég er mótaður af reynslu minni af HM 1990 í Tékkóslóvakíu (eftir sigur í B-keppninni í París árið áður voru vonbrigðin mikil) og HM 1995 á heimavelli, þar sem við ætluðum okkur stóra sigra. Ég var líka níu ára þegar Ísland tók þátt í Eurovision í fyrsta sinn og það gaf tóninn – svo ég vísi nú í þá ágætu keppni í síðasta skiptið í þessum pistli. Á morgun hefst enn eitt stórmótið í handbolta. Í þetta sinn komst Ísland inn eftir krókaleiðum eftir að hafa tapað fyrir mun lægra skrifuðum andstæðingi í undankeppninni. Manni er því til efs hvort það sé innistæða fyrir mikilli bjartsýni nú, þrátt fyrir góðan árangur á EM í Danmörku í fyrra – þótt íslenska liðið væri laskað. Auðvelda leiðin fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins er að búast ekki við neinu. Þannig verða vonbrigðin í lágmarki ef illa gengur og eftir keppnina verður auðvelt að stæra sig af því að hrakfallaspáin hafi ræst. En ef allt skyldi nú fara á besta veg þá væri það bara ánægjulegur yndisauki – hreinræktaður bónus. Það má ræða vel og lengi um það hversu miklir möguleikar eru á því að strákarnir okkar fari loksins alla leið og vinni gullið sem við þráum öll svo heitt. Það getur vel verið að þeir séu ekkert svo miklir. En flestir hljóta að vera sammála um það að möguleikinn sé til staðar, hversu lítill sem hann er. Auðvitað þyrfti allt að ganga upp til þess. Allir leikmenn, allra helst lykilmenn Íslands, þyrftu að vera upp á sitt allra, allra besta, og það sem meira er, halda heilsunni út allt mótið. Þar má ekkert út af bregða. Markvarslan þarf að vera í heimsklassa, varnarleikurinn kraftmikill og sóknarleikurinn hraður og útsjónarsamur. Við eigum einn allra besta hraðaupphlaupsmann í heiminum (Guðjón Val Sigurðsson) og skyttuparið okkar (Aron Pálmarsson og Alexander Petersson) er eitt það besta á mótinu. Þeir og margir aðrir í íslenska liðinu eru hoknir af reynslu og þekkja það vel að vinna glæsta sigra með sínum félagsliðum. Þegar öllu er á botninn hvolft má færa rök fyrir nánast hvaða útkomu sem er; jákvæðri sem neikvæðri. Um helgina sáum við hvað það er stutt á milli hláturs og gráts hvað vörn og markvörslu varðar og ljóst að á slæmum degi geta strákarnir lent í basli gegn hvaða liði sem er. En það eina sem skiptir máli er hverju strákarnir sjálfir ætla sér að áorka í Katar. Þeir munu að minnsta kosti ekki velja „auðveldu“ leiðina og hafa sett sér háleit markmið fyrir mótið. Um það er ég sannfærður. Opinbera markmiðið er að gera nóg til að komast í umspil fyrir næstu Ólympíuleika en ég trúi því að innst inni ætli strákarnir sér að fara alla leið. Því ef þeir trúa því ekki sjálfir mun draumurinn um gullið aldrei verða að veruleika. Ég trúi á strákana og leyfi mér því að vona – hver svo sem niðurstaðan verður þegar til kastanna kemur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira