Enski boltinn

Áttunda mark Jóhanns Bergs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum er Charlton vann öruggan 3-0 sigur á Blackpool á útivelli í ensku B-deildinni í kvöld.

Jóhann Berg skoraði markið beint úr aukaspyrnu á 88. mínútu en hann hafði áður átt þátt í öðru marki er Simon Church fylgdi eftir skoti Jóhanns Bergs sem var varið.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Bolton sem tapaði fyrir Ipswich á útivelli, 1-0. Eiður Smári var tekinn af velli á 63. mínútu.

Aron Einar Gunnarsson var einnig í byrjunarliði Cardiff sem gerði jafntefli við Bournemouth, 1-1. Hann var tekinn af velli í uppbótartíma.

Charlton er í ellefta sæti deildarinnar með 51 stig en liðið hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Cardiff er svo í þrettánda sæti með 48 stig og Bolton í því sextánda með 44 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×