Öruggur sigur Anítu: Ekki glæsilegt en skemmtilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:12 Vísir/Stefán Aníta Hinriksdóttir náði í dag í gullverðlaunin sem hún missti af á þriðjudaginn. Aníta kom langfyrst í mark í 1500 m hlaupi sem var kærkomið eftir silfrið í 800 m á þriðjudaginn. Aníta hljóp á 4:26,37 mínútum og var engu að síður rúmum ellefu sekúndum frá sínum besta tíma í greininni. Hún lagði hins vegar hlaupið skynsamlega upp - hélt sér til hlés framan af og tók svo fram úr þegar rúmur hringur var eftir og stakk þá aðra af - enda nóg eftir á tankinum. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta sem missti keppanda fram úr sér í lokasprettinum í 800 m hlaupinu þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínum besta tíma þá. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“ „Það var kominn tími á að gera eitthvað þegar það voru 500 m eftir og taka fram úr. Ég er mjög sátt við þetta og ánægð þó svo að það sé aldrei glæsilegt að bíða bara svona eins og ég gerði framan af.“ „En þetta var skemmtilegt hlaup og gaman að hlaupa með þessa hvatningu sem maður fékk frá áhorfendum.“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson, einn helsti frjálsíþróttasérfræðingur landsins, hefur haldið því fram í viðtölum að hann telji það henta Anítu betur að keppa í 1500 m hlaupi en 800 m. „Ég veit ekki hvort hann meini það í raun sjálfur þegar hann skýtur því svona fram. Þetta er ákveðin pæling. En á ég hef gaman að 800 m þá mun ég einbeita mér að því. Mér finnst það henta mér betur núna.“ Aníta stefnir að því að hlaupa í 4x400 m sveit Íslands á laugardaginn en hún er búin að keppa í sínum einstaklingsgreinum. „Ég er þokkalega sátt. Þetta voru bæði mjög hæg hlaup og þó svo að ég hafi gert mistök á þriðjudaginn þá er gott að læra af því og halda áfram. Það var skemmtilegt í dag.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir náði í dag í gullverðlaunin sem hún missti af á þriðjudaginn. Aníta kom langfyrst í mark í 1500 m hlaupi sem var kærkomið eftir silfrið í 800 m á þriðjudaginn. Aníta hljóp á 4:26,37 mínútum og var engu að síður rúmum ellefu sekúndum frá sínum besta tíma í greininni. Hún lagði hins vegar hlaupið skynsamlega upp - hélt sér til hlés framan af og tók svo fram úr þegar rúmur hringur var eftir og stakk þá aðra af - enda nóg eftir á tankinum. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta sem missti keppanda fram úr sér í lokasprettinum í 800 m hlaupinu þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínum besta tíma þá. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“ „Það var kominn tími á að gera eitthvað þegar það voru 500 m eftir og taka fram úr. Ég er mjög sátt við þetta og ánægð þó svo að það sé aldrei glæsilegt að bíða bara svona eins og ég gerði framan af.“ „En þetta var skemmtilegt hlaup og gaman að hlaupa með þessa hvatningu sem maður fékk frá áhorfendum.“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson, einn helsti frjálsíþróttasérfræðingur landsins, hefur haldið því fram í viðtölum að hann telji það henta Anítu betur að keppa í 1500 m hlaupi en 800 m. „Ég veit ekki hvort hann meini það í raun sjálfur þegar hann skýtur því svona fram. Þetta er ákveðin pæling. En á ég hef gaman að 800 m þá mun ég einbeita mér að því. Mér finnst það henta mér betur núna.“ Aníta stefnir að því að hlaupa í 4x400 m sveit Íslands á laugardaginn en hún er búin að keppa í sínum einstaklingsgreinum. „Ég er þokkalega sátt. Þetta voru bæði mjög hæg hlaup og þó svo að ég hafi gert mistök á þriðjudaginn þá er gott að læra af því og halda áfram. Það var skemmtilegt í dag.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16