Erlent

Útgefandi myrtur með sveðjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi annarrar árásarinnar.
Frá vettvangi annarrar árásarinnar. Vísir/EPA
Útgefandinn Arefin Dipon var myrtur á skrifstofu sinni í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í dag. Skömmu áður særðust útgefandi og tveir rithöfundar verið særðir í sambærilegum árásum, þar sem árásarmennirnir voru með sveðjur.

Fjöldi slíkra árása hafa verið gerðar gegn mönnum sem boða trúfrelsi í landinu frá því í febrúar. Sá fyrsti sem var myrtur á þennan hátt var rithöfundurinn og bloggarinn Avijit Roy. Báðir útgefendurnir sem ráðist var á í dag höfðu gefið út bækur eftir Roy, samkvæmt BBC.

Þrír aðrir hafa verið myrtir frá því í febrúar. Allir eiga mennirnir það sameignilegt að hafa gagnrýnt íslamista í Bangladesh.

Lögreglan segir hóp manna hafa rutt sér leið inn á skrifstofu Ahmedur Rashid Tutul í morgun, þar sem hann og tveir rithöfundar voru fyrir. Mennirnir þrír eru nú allir til aðhlynningar á sjúkrahúsi, en útgefandinn, Tutul, er sagður vera í alvarlegu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×