Kvarta undan seinagangi ríkisins Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2015 09:00 Viðræður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við viðsemjendur hefjast eftir helgi, að því er fram kemur á vef félagsins. „Nú þegar stór hópur innan BSRB hefur náð samningum við ríkið eykst bjartsýni á að gangur komist á viðræður við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið,“ segir þar. Á sama tíma kvarta skólastjórnendur og prófessorar ríkisháskóla undan seinagangi í viðræðum við ríkið. Væntingar eru um að vel gangi að ná samningum við þau félög sem SALEK-samkomulagið svokallaða nær til, en í því er mörkuð launastefna til ársloka 2018. Stefnan miðast við að launakostnaðarvísitala einstakra hópa hækki ekki á tímabilinu um meira en 32 prósent, talið frá nóvember 2013. Þar er einnig horft til kostnaðar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.Þó nokkur félög standa hins vegar fyrir utan samkomulag SALEK um nýtt samningalíkan á vinnumarkaði. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari áréttar að þótt margir samningar séu fyrir utan samkomulagið þá nái það samt til 70 prósenta félagsmanna stéttarfélaga. „Langstærstur hluti er þarna fyrir innan og svo er náttúrlega öll atvinnurekendahliðin með aðild að samkomulaginu. En vissulega eru þessir hópar þarna fyrir utan sem eiga ósamið og verður bara að koma í ljós hvernig það vinnst,“ segir hún. Af þeim stéttarfélögum sem fyrir utan SALEK-samkomulagið standa eru tólf hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) sem eiga ósamið við sveitarfélögin. Þar á meðal eru Félag viðskipta- og hagfræðinga, Félag prófessora hjá ríkisháskólum og Félag háskólakennara, sem á ósamið við ríkið. Innan Kennarasambandsins (KÍ) er svo ósamið við skólastjórnendur í leik- og grunnskólum, auk Félags tónmenntakennara og Félags leikskólakennara. Þá eru ótaldir samningar sveitarfélaganna við stéttarfélög sem standa utan bandalaga, svo sem við hjúkrunarfræðinga, verkstjóra og verk- og tæknifræðinga. Innan margra félaganna er farið að gæta töluverðrar óþreyju vegna dráttar á samningum, svo sem hjá félagi prófessora sem undirbýr atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem grípa á til í desember. Svipað er ástatt um skólastjóra, nema hvað þeir hafa ekki verkfallsrétt. Í pistli á vef KÍ segir Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla, tilfinninguna líkt og félagið sé út undan og gleymt. „Samninganefnd sveitarfélaganna neitar að tala við samninganefnd SÍ um nokkuð það sem hægt er að segja að skipti máli þegar samið er um kaup og kjör,“ segir hann. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Viðræður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við viðsemjendur hefjast eftir helgi, að því er fram kemur á vef félagsins. „Nú þegar stór hópur innan BSRB hefur náð samningum við ríkið eykst bjartsýni á að gangur komist á viðræður við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið,“ segir þar. Á sama tíma kvarta skólastjórnendur og prófessorar ríkisháskóla undan seinagangi í viðræðum við ríkið. Væntingar eru um að vel gangi að ná samningum við þau félög sem SALEK-samkomulagið svokallaða nær til, en í því er mörkuð launastefna til ársloka 2018. Stefnan miðast við að launakostnaðarvísitala einstakra hópa hækki ekki á tímabilinu um meira en 32 prósent, talið frá nóvember 2013. Þar er einnig horft til kostnaðar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.Þó nokkur félög standa hins vegar fyrir utan samkomulag SALEK um nýtt samningalíkan á vinnumarkaði. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari áréttar að þótt margir samningar séu fyrir utan samkomulagið þá nái það samt til 70 prósenta félagsmanna stéttarfélaga. „Langstærstur hluti er þarna fyrir innan og svo er náttúrlega öll atvinnurekendahliðin með aðild að samkomulaginu. En vissulega eru þessir hópar þarna fyrir utan sem eiga ósamið og verður bara að koma í ljós hvernig það vinnst,“ segir hún. Af þeim stéttarfélögum sem fyrir utan SALEK-samkomulagið standa eru tólf hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) sem eiga ósamið við sveitarfélögin. Þar á meðal eru Félag viðskipta- og hagfræðinga, Félag prófessora hjá ríkisháskólum og Félag háskólakennara, sem á ósamið við ríkið. Innan Kennarasambandsins (KÍ) er svo ósamið við skólastjórnendur í leik- og grunnskólum, auk Félags tónmenntakennara og Félags leikskólakennara. Þá eru ótaldir samningar sveitarfélaganna við stéttarfélög sem standa utan bandalaga, svo sem við hjúkrunarfræðinga, verkstjóra og verk- og tæknifræðinga. Innan margra félaganna er farið að gæta töluverðrar óþreyju vegna dráttar á samningum, svo sem hjá félagi prófessora sem undirbýr atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem grípa á til í desember. Svipað er ástatt um skólastjóra, nema hvað þeir hafa ekki verkfallsrétt. Í pistli á vef KÍ segir Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla, tilfinninguna líkt og félagið sé út undan og gleymt. „Samninganefnd sveitarfélaganna neitar að tala við samninganefnd SÍ um nokkuð það sem hægt er að segja að skipti máli þegar samið er um kaup og kjör,“ segir hann.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira