Erlent

Segja unnið kjöt vera krabbameinsvaldandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Borði maður 50 grömm af unnum kjötvörum á degi hverjum, hækka líkurnar á því að hann fái ristilskrabbamein um 18 prósent.
Borði maður 50 grömm af unnum kjötvörum á degi hverjum, hækka líkurnar á því að hann fái ristilskrabbamein um 18 prósent. Vísir/EPA
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, eða WHO, segir að unnið kjöt valdi ristilskrabbameini hjá mönnum. Stofnunin bendir sérstaklega á pylsur, beikon og skinku. Þar að auki segja þeir að rautt kjöt hafi „líklega“ einnig áhrif.

Alþjóðastofnunin um krabbameinsrannsóknir, IARC, sem er deild innan WHO, tók saman niðurstöður úr meira en 800 rannsóknum. Þeir hafa nú sett pylsur og skinku í sama flokk og tóbak, asbest, og dísilgufa. Flokkurinn segir til um að fullnægilega sannað sé að efnin hafi krabbameinsvaldandi áhrif.

Í tilkyninningu frá IARC segir að þrátt fyrir að líkurnar á ristilskrabbameini séu litlar, auki kjötát þær líkur. Borði maður 50 grömm af unnum kjötvörum á degi hverjum, hækka líkurnar á því að hann fái ristilskrabbamein um 18 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×