Þjálfari Ólafs Inga rekinn eftir einn leik: Lét okkur spila 2-4-4 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2015 19:52 Ólafur Ingi, annar frá vinstri, í leik með Genclerbirligi. Vísir/AFP Tyrkneska félagið Genclerbirligi sagði í dag upp þjálfaranum Yilmaz Vural upp störfum eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins eina viku og í einum leik. Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hefur leikið með félaginu síðan í sumar og hefur síðan þá haft fimm mismunandi þjálfara. „Fyrsta skiptingin kom strax eftir tvo leiki. Þá var Stuart Baxter rekinn en hann var maðurinn sem fékk mig til félagsins. Það var sjokkerandi ákvörðun,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Vísi í kvöld en hann var þá kominn í stutt frí með fjölskyldu sinni. „Eftir það hafa tveir fastráðnir þjálfarar stýrt liðinu og tveir sem tóku við tímabundið,“ segir hann enn fremur og bætir við að slæmt gengi liðsins í ár hafi haft mest að segja um tíðar þjálfarabreytingar. Genclerbirligi er í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig að loknum sautján umferðum.Ólafur með íslenska landsliðinu.Vísir/GettyLeikmenn fengu nóg eftir einn leik Vural var svo maðurinn sem átti að koma liðinu aftur á beinu brautina en Ólafur Ingi segist hafa gert sér strax grein fyrir því að þar væri óvenjulegur þjálfari á ferðinni. „Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Bæði hvernig hann stýrði æfingum og hvernig liðsuppstillingin var í leiknum,“ sagði Ólafur Ingi en Genclerbirligi mætti botnliðinu Eskishehirspor í gær og tapaði, 2-0. „Ég mæli með því að fólk fletti honum upp á Youtube,“ bætti hann við í léttum dúr. „Við spiluðum leikkerfið 2-4-4 í þessum leik. Þannig átti það að minnsta kosti að vera á meðan við vorum með boltann. En við vorum eins og gefur að skilja afar opnir fyrir skyndisóknum og þeir kláruðu leikinn með því að skora úr tveimur skyndisóknum á fyrstu mínútum leiksins. Þá var þetta bara búið.“Sjá einnig: Þeir þykjast bíða eftir mér í Istanbul Hann segir að leikmenn Genclerbirligi hafi verið afar óanægðir með allan undirbúning fyrir leikinn. „Hann [Vural] hafði ekkert séð af leikjum okkar og engra upplýsinga aflað um liðið. Hann vissi ekkert um kosti og galla leikmanna og þurfti að spyrja okkur að því hver ætti að taka horn og aukaspyrnur. Þetta var bara kjánalegt.“ „Eftir leikinn tókum við leikmenn okkur saman og töluðum við stjórnarmenn og hann fékk því að fara eftir þennan eina leik. Það er því von á sjötta þjálfaranum á nýju ári en það er óhætt að segja að þetta hafi verið skrautlegt.“Ólafur var áður hjá Zulte-Waregem.Vísir/AFPSígargandi á mig Ólafur Ingi segir að hann hafi spilað sem djúpur miðjumaður í leiknum í gær og átt að falla niður á milli miðvarðanna í uppspilinu. „En hann var svo sígargandi á mig að fara framar. Miðverðirnir sáu því um uppsliðið og við stóðum bara á horfðum á. Þetta var hálfgert „chaos“,“ segir Ólafur Ingi. „Það segir sig sjálft að lið sem er í fallbaráttu er aldrei að fara spila sambabolta með fjóra sóknarmenn. Ég hef allavega aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ Forsetinn Ilhan Cavcav hefur nú rekið 51 þjálfara síðan hann tók við stjórn félagsins árið 1981 en Ólafur Ingi ber virðingu fyrir honum þrátt fyrir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Hann er umdeildur maður en gerði rétt með því að leiðrétta mistökin sín og losa sig við þennan þjálfara. Ég stend algjörlega á bak við hann í þessari ákvörðun,“ segir Ólafur Ingi. „Hann hefur ávallt séð til þess að rekstur félagsins gangi vel og allir fá sín laun sem er meira en mörg félög geta sagt.“ Hann vonast til að nýr þjálfari nái að færa liðinu stöðugleika því að leikmannahópurinn sé það sterkur að það eigi heima mun ofar í deildinni en taflan sýnir nú. Ólafur Ingi hefur verið fastamaður í liði Genclerbirligi á tímabilinu og segir að sér líði vel í Tyrklandi eftir að hafa dvalið hjá Zulte Waregem í Belgíu undanfarin ár. „Ég kom hingað með það í huga að komast úr þessu „comfort-zone“ sem ég var í og það er óhætt að segja að þa hafi tekist. En okkur í fjölskyldunni líður afskaplega vel hér. Börnin mín þrjú eru í alþjóðlegum skólum, okkur líkar afar vel við borgina og fólkið er almennilegt. Það er bara gengið inn á vellinum sem þarf að laga.“ Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Tyrkneska félagið Genclerbirligi sagði í dag upp þjálfaranum Yilmaz Vural upp störfum eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins eina viku og í einum leik. Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hefur leikið með félaginu síðan í sumar og hefur síðan þá haft fimm mismunandi þjálfara. „Fyrsta skiptingin kom strax eftir tvo leiki. Þá var Stuart Baxter rekinn en hann var maðurinn sem fékk mig til félagsins. Það var sjokkerandi ákvörðun,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Vísi í kvöld en hann var þá kominn í stutt frí með fjölskyldu sinni. „Eftir það hafa tveir fastráðnir þjálfarar stýrt liðinu og tveir sem tóku við tímabundið,“ segir hann enn fremur og bætir við að slæmt gengi liðsins í ár hafi haft mest að segja um tíðar þjálfarabreytingar. Genclerbirligi er í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig að loknum sautján umferðum.Ólafur með íslenska landsliðinu.Vísir/GettyLeikmenn fengu nóg eftir einn leik Vural var svo maðurinn sem átti að koma liðinu aftur á beinu brautina en Ólafur Ingi segist hafa gert sér strax grein fyrir því að þar væri óvenjulegur þjálfari á ferðinni. „Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Bæði hvernig hann stýrði æfingum og hvernig liðsuppstillingin var í leiknum,“ sagði Ólafur Ingi en Genclerbirligi mætti botnliðinu Eskishehirspor í gær og tapaði, 2-0. „Ég mæli með því að fólk fletti honum upp á Youtube,“ bætti hann við í léttum dúr. „Við spiluðum leikkerfið 2-4-4 í þessum leik. Þannig átti það að minnsta kosti að vera á meðan við vorum með boltann. En við vorum eins og gefur að skilja afar opnir fyrir skyndisóknum og þeir kláruðu leikinn með því að skora úr tveimur skyndisóknum á fyrstu mínútum leiksins. Þá var þetta bara búið.“Sjá einnig: Þeir þykjast bíða eftir mér í Istanbul Hann segir að leikmenn Genclerbirligi hafi verið afar óanægðir með allan undirbúning fyrir leikinn. „Hann [Vural] hafði ekkert séð af leikjum okkar og engra upplýsinga aflað um liðið. Hann vissi ekkert um kosti og galla leikmanna og þurfti að spyrja okkur að því hver ætti að taka horn og aukaspyrnur. Þetta var bara kjánalegt.“ „Eftir leikinn tókum við leikmenn okkur saman og töluðum við stjórnarmenn og hann fékk því að fara eftir þennan eina leik. Það er því von á sjötta þjálfaranum á nýju ári en það er óhætt að segja að þetta hafi verið skrautlegt.“Ólafur var áður hjá Zulte-Waregem.Vísir/AFPSígargandi á mig Ólafur Ingi segir að hann hafi spilað sem djúpur miðjumaður í leiknum í gær og átt að falla niður á milli miðvarðanna í uppspilinu. „En hann var svo sígargandi á mig að fara framar. Miðverðirnir sáu því um uppsliðið og við stóðum bara á horfðum á. Þetta var hálfgert „chaos“,“ segir Ólafur Ingi. „Það segir sig sjálft að lið sem er í fallbaráttu er aldrei að fara spila sambabolta með fjóra sóknarmenn. Ég hef allavega aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ Forsetinn Ilhan Cavcav hefur nú rekið 51 þjálfara síðan hann tók við stjórn félagsins árið 1981 en Ólafur Ingi ber virðingu fyrir honum þrátt fyrir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Hann er umdeildur maður en gerði rétt með því að leiðrétta mistökin sín og losa sig við þennan þjálfara. Ég stend algjörlega á bak við hann í þessari ákvörðun,“ segir Ólafur Ingi. „Hann hefur ávallt séð til þess að rekstur félagsins gangi vel og allir fá sín laun sem er meira en mörg félög geta sagt.“ Hann vonast til að nýr þjálfari nái að færa liðinu stöðugleika því að leikmannahópurinn sé það sterkur að það eigi heima mun ofar í deildinni en taflan sýnir nú. Ólafur Ingi hefur verið fastamaður í liði Genclerbirligi á tímabilinu og segir að sér líði vel í Tyrklandi eftir að hafa dvalið hjá Zulte Waregem í Belgíu undanfarin ár. „Ég kom hingað með það í huga að komast úr þessu „comfort-zone“ sem ég var í og það er óhætt að segja að þa hafi tekist. En okkur í fjölskyldunni líður afskaplega vel hér. Börnin mín þrjú eru í alþjóðlegum skólum, okkur líkar afar vel við borgina og fólkið er almennilegt. Það er bara gengið inn á vellinum sem þarf að laga.“
Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira