Erlent

Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Útibú Twin Peaks í Waco missir rekstrarleyfið vegna skorts á samstarfi við lögreglu.
Útibú Twin Peaks í Waco missir rekstrarleyfið vegna skorts á samstarfi við lögreglu. Fréttablaðið/AP
Níu létust og átján voru fluttir á sjúkrahús eftir skotbardaga milli fimm mótorhjólagengja í borginni Waco í Texas á sunnudagskvöld. Blóðbað varð á bílastæði útibús veitingastaðarins Twin Peaks eftir að meðlimir gengjanna höfðu safnast saman inni á veitingastaðnum. Átökin hófust með slagsmálum en leystust fljótt upp í skotbardaga. Fjöldinn allur af skotvopnum, keðjum og hnífum var gerður upptækur.

Lögreglan í Waco gaf út yfirlýsingu á sunnudagskvöld og sagðist hafa handtekið um tvö hundruð vegna bardagans en lækkaði töluna í gær niður í 160. Talsmaður lögreglunnar í Waco, Patrick Swanton, sagðist aldrei hafa séð nokkuð þessu líkt á rúmlega þriggja áratuga starfsferli sínum hjá lögreglunni. Hann sagði lögreglu hafa vitað að gengin hefðu ætlað að safnast saman og varað veitingastaðinn við.

Sjá einnig: Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði

Enn fremur segir Swanton lögreglu hafa reynt að vinna með eigendum staðarins til að reyna að koma í veg fyrir atvikið en án árangurs og sagði orð talsmanns veitingastaðarins þess efnis að hann hafi reynt að vinna með lögreglu algjöran tilbúning.

Keðjan sem útibúið fékk rekstrarleyfi sitt hjá hefur nú afturkallað leyfi útibúsins sem upphaflega átti einungis að loka í viku til að rannsaka vettvang bardagans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×