Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Óli Kr Ármannsson skrifar 29. desember 2015 07:00 Sjómenn nota tækifærið á milli jóla og nýárs til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum við útgerðarmenn. vísir/gva Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að liggi fyrir afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða í deilu þeirra við útgerðarmenn. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ráð fyrir því gert að samninganefnd sjómanna fundi um miðjan janúar. Félög sjómanna vinni hins vegar að því þessa dagana að kanna afstöðu sjómanna. Upp úr viðræðum sjómanna og Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) slitnaði hjá ríkissáttasemjara 4. desember síðastliðinn. Síðan hafa engar viðræður átt sér stað og ekkert heyrst, hvorki frá SFS né ríkissáttasemjara, segir Valmundur. Á síðasta samningafundi hafi útgerðarmenn hins vegar lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Það hafi verið í fjórum atriðum, þar sem þyngst hafi vegið tilboð um hækkun kauptryggingar sjómanna, þótt það hafi ekki verið nánar útfært. Þá hafi verið þarna atriði sem snúi að útfærslu á kostnaði og launagreiðslum, svo sem hækkun á viðmiði vegna olíuverðs þar sem tekið væri mið af erlendri verðbólgu og mánaðarlegt launauppgjör á ísfisktogurum. Í viðræðunum hafi hins vegar verið sett til hliðar erfiðari deilumál, svo sem krafa útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði útgerða við veiðigjöld, tryggingagjald og kolefnisgjald og kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsValmundur segir afstöðu sjómanna kannaða í hverju sjómannafélagi fyrir sig og víða liggi niðurstaða fyrir. Þungt hljóð sé í sjómönnum og margir vilji láta sverfa til stáls. „Ég heyri mjög marga segja að þeir séu komnir með upp í kok af þessu ástandi,“ segir hann, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þrír möguleikar séu í stöðunni, en það sé óbreytt ástand, að semja um síðasta tilboð útgerðarmanna eða boða til verkfallsaðgerða. Vilji sjómenn fara í aðgerðir þá segir Valmundur það taka nokkurn tíma því aðdragandi að þeim sé nokkuð langur. „Þá þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sem tekur að minnsta kosti fjórar vikur því sum skip eru mánuð á sjó og ef sjómenn ákveða að fara í aðgerðir þá tekur við boðunarferli sem tekur þrjár vikur.“ Miðað við þetta gætu mögulegar aðgerðir sjómanna fyrst hafist þegar komið er fram í marsmánuð. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að liggi fyrir afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða í deilu þeirra við útgerðarmenn. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ráð fyrir því gert að samninganefnd sjómanna fundi um miðjan janúar. Félög sjómanna vinni hins vegar að því þessa dagana að kanna afstöðu sjómanna. Upp úr viðræðum sjómanna og Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) slitnaði hjá ríkissáttasemjara 4. desember síðastliðinn. Síðan hafa engar viðræður átt sér stað og ekkert heyrst, hvorki frá SFS né ríkissáttasemjara, segir Valmundur. Á síðasta samningafundi hafi útgerðarmenn hins vegar lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Það hafi verið í fjórum atriðum, þar sem þyngst hafi vegið tilboð um hækkun kauptryggingar sjómanna, þótt það hafi ekki verið nánar útfært. Þá hafi verið þarna atriði sem snúi að útfærslu á kostnaði og launagreiðslum, svo sem hækkun á viðmiði vegna olíuverðs þar sem tekið væri mið af erlendri verðbólgu og mánaðarlegt launauppgjör á ísfisktogurum. Í viðræðunum hafi hins vegar verið sett til hliðar erfiðari deilumál, svo sem krafa útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði útgerða við veiðigjöld, tryggingagjald og kolefnisgjald og kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsValmundur segir afstöðu sjómanna kannaða í hverju sjómannafélagi fyrir sig og víða liggi niðurstaða fyrir. Þungt hljóð sé í sjómönnum og margir vilji láta sverfa til stáls. „Ég heyri mjög marga segja að þeir séu komnir með upp í kok af þessu ástandi,“ segir hann, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þrír möguleikar séu í stöðunni, en það sé óbreytt ástand, að semja um síðasta tilboð útgerðarmanna eða boða til verkfallsaðgerða. Vilji sjómenn fara í aðgerðir þá segir Valmundur það taka nokkurn tíma því aðdragandi að þeim sé nokkuð langur. „Þá þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sem tekur að minnsta kosti fjórar vikur því sum skip eru mánuð á sjó og ef sjómenn ákveða að fara í aðgerðir þá tekur við boðunarferli sem tekur þrjár vikur.“ Miðað við þetta gætu mögulegar aðgerðir sjómanna fyrst hafist þegar komið er fram í marsmánuð.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira