Starfsmenn álversins í Straumsvík segja stjórnendur stunda hræðsluáróður Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 26. júlí 2015 19:05 Starfsmenn álversins í Straumsvík segja upplýsingafundi stjórnenda fyrirtækisins um kjaraviðræður einkennast af duldum hótunum og hræðsluáróðri. Þetta segir Gylfi Ingvarsson sem situr í samninganefnd starfsmanna Ísal. Hann segir starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins og hafni kröfu þess um auknar heimildir til verktöku. „Nú hefur það gerst í meira mæli en nokkurn tímann áður að stjórnendur fyrirtækisins halda fundi með starfsmönnum til að fara yfir stöðuna og presentera sín sjónarmið. Starfsmenn upplifa þetta sem mjög alvarlegan hræðsluáróður, þar sem að beinlínis er sagt að ef ekki verði gengið að þessu forgangsatriði Rio Tinto að auka heimildir til verktöku að þá gæti komið til þess að fyrirtækinu verði lokað. Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að laga kjörin okkur. við erum ekki í kjarabaráttu til að loka fyrirtæki. Það er enginn góður bóndi sem slátrar mjólkurkúnni sinni. Við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegferð að semja um bætt kjör starfsmanna .“ Gylfi segir rétt að vekja athygli á því að við gerð kjarasamninga á almennum markaði selji launþegar ekki frá sér réttindi, lækki laun eða láti frá sér störf til verktaka þar sem þekkt eru undirboð til starfsmannaleiga. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa ýtt ábyrgðinni yfir á starfsfólk og verkalýðshreyfinguna. „Rio Tinto er að reyna að innleiða hérna fyrirkomulag sem okkur hugnast ekki. Við ætlum ekki að innleiða stefnu Rio Tinto inn á íslenskan vinnumarkað, það er það sem við stöndum á móti. En Það er þessi harka sem kemur fram frá þeim að hreinlega taka umboðið frá stjórnendum fyrirtækisins og Samtökum atvinnulífsins og reyna að keyra þetta í gegn hér en ég get ekki séð að það verði. “ Hann segir enn fremur starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna fækkunar á yfir 50 stöðugildum sem þýði að starfsmenn þurfi að hlaupa hraðar því enn sé full framleiðsla. Starfsmenn þurfi að vinna áfram í kerskálum við stóraukið hitaálag sem rekja má til straumhækkunar og skornir hafi verið niður fjölmargir þættir í aðbúnaði starfsmanna. Stjórnendur beri fyrir sig tapi fyrirtækisins. Fram undan er yfirvinnubann 1. ágúst og vinnustöðvun 1. september. Þá þarf að gæta öryggis svo ekki skapist hætta hjá starfsmönnum. „Ef ekkert nýtt kemur fram þá verða hafnar þessar aðgerðir 1. ágúst. Við höfum lagt á það áherslu að við erum mjög sveigjanleg í þessu, svo að það skapist ekki hætta hjá starfsmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hættulegt umhverfi og það þarf að gæta mikils öryggis, Við erum meðvituð um þetta allt saman.“ Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Starfsmenn álversins í Straumsvík segja upplýsingafundi stjórnenda fyrirtækisins um kjaraviðræður einkennast af duldum hótunum og hræðsluáróðri. Þetta segir Gylfi Ingvarsson sem situr í samninganefnd starfsmanna Ísal. Hann segir starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins og hafni kröfu þess um auknar heimildir til verktöku. „Nú hefur það gerst í meira mæli en nokkurn tímann áður að stjórnendur fyrirtækisins halda fundi með starfsmönnum til að fara yfir stöðuna og presentera sín sjónarmið. Starfsmenn upplifa þetta sem mjög alvarlegan hræðsluáróður, þar sem að beinlínis er sagt að ef ekki verði gengið að þessu forgangsatriði Rio Tinto að auka heimildir til verktöku að þá gæti komið til þess að fyrirtækinu verði lokað. Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að laga kjörin okkur. við erum ekki í kjarabaráttu til að loka fyrirtæki. Það er enginn góður bóndi sem slátrar mjólkurkúnni sinni. Við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegferð að semja um bætt kjör starfsmanna .“ Gylfi segir rétt að vekja athygli á því að við gerð kjarasamninga á almennum markaði selji launþegar ekki frá sér réttindi, lækki laun eða láti frá sér störf til verktaka þar sem þekkt eru undirboð til starfsmannaleiga. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa ýtt ábyrgðinni yfir á starfsfólk og verkalýðshreyfinguna. „Rio Tinto er að reyna að innleiða hérna fyrirkomulag sem okkur hugnast ekki. Við ætlum ekki að innleiða stefnu Rio Tinto inn á íslenskan vinnumarkað, það er það sem við stöndum á móti. En Það er þessi harka sem kemur fram frá þeim að hreinlega taka umboðið frá stjórnendum fyrirtækisins og Samtökum atvinnulífsins og reyna að keyra þetta í gegn hér en ég get ekki séð að það verði. “ Hann segir enn fremur starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna fækkunar á yfir 50 stöðugildum sem þýði að starfsmenn þurfi að hlaupa hraðar því enn sé full framleiðsla. Starfsmenn þurfi að vinna áfram í kerskálum við stóraukið hitaálag sem rekja má til straumhækkunar og skornir hafi verið niður fjölmargir þættir í aðbúnaði starfsmanna. Stjórnendur beri fyrir sig tapi fyrirtækisins. Fram undan er yfirvinnubann 1. ágúst og vinnustöðvun 1. september. Þá þarf að gæta öryggis svo ekki skapist hætta hjá starfsmönnum. „Ef ekkert nýtt kemur fram þá verða hafnar þessar aðgerðir 1. ágúst. Við höfum lagt á það áherslu að við erum mjög sveigjanleg í þessu, svo að það skapist ekki hætta hjá starfsmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hættulegt umhverfi og það þarf að gæta mikils öryggis, Við erum meðvituð um þetta allt saman.“
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira