Erlent

Barinn til óbóta eftir meinta nauðgun

Samúel Karl Ólason skrifar
William Mattson var illa útleikinn þegar hann var handtekinn.
William Mattson var illa útleikinn þegar hann var handtekinn.
Þegar lögregluþjónar komu á vettvang útkalls í bænum Conway í Bandaríkjunum fundu þeir William Mattson liggjandi í grasinu. Hann hafði orðið fyrir miklum barsmíðum eftir að frændi hans kom að Mattson þar sem hann var að nauðga kærustu frændans. Þá dró hann Mattson út úr húsinu og skildi hann eftir þar fyrir utan.

Frændinn sem er 27 ára gamall, segist hafa kýlt hinn 52 ára gamla Mattson ítrekað, en lögreglumenn ræddu við kærustu frændans og hún sagði sagði Mattson hafa nauðgað sér. Fjölmargir fjölmiðlar ytra hafa fjallað um málið í dag.

Atvikið átti sér stað skömmu eftir miðnætti aðfararnótt síðastliðins fimmtudags.

Mattson sjálfur segir að hann og konan hafi setið að drykkju. Síðan hafi þau farið upp í rúm þar sem hún lá nakin undir teppi, en hann var í fullum klæðum. þá föðmuðust þau og kysstust áður en frændi Mattson og kærasti hennar kom að þeim og gekk í skrokk á honum.

Beiðni Mattson um að vera sleppt úr haldi gegn tryggingu var hafnað í gær. Frændi hans verður ekki ákærður samkvæmt lögreglu, þar sem aðgerðir hans voru til að verja konuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×