„Frjáls fjölmiðlun er ekkert vinsæl hjá þeim sem hafa vondan málstað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2015 07:32 „Þegar litið er til baka síðustu mánuði þá hefur hálf súrrealísk atburðarrás átt sér stað,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður, í morgunþættinum á FM957, en hann hefur sagt upp störfum hjá DV og tilkynnti hann yfirmönnum sínum það fyrr í gærmorgun. Í pistli á Facebook segir Jóhann að hann geti ekki ímyndað sér að vinna þar lengur. Hann segir að múrinn á milli ritstjórnar og eigenda sé að hverfa. Jóhann segir að ýmislegt bendi til þess að menn séu að kaupa sig inn í DV til að ekki sé verið að tala illa um þá. „Þegar Björn Leifsson keypti hlut í DV, gaf hann alveg út að það væri bara til þess að losna við Reyni Traustason. Hvers vegna? Jú, á vakt Reynis voru skrifaðar fréttir sem Björn var ekki ánægður með.“Björn Leifsson.Vísir/SKSJóhann segir allskonar persónur úr Framsóknarflokkum komið að starfsemi blaðsins að undanförnu. „Frjáls fjölmiðlun er ekkert vinsæl hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja. Þessar vendingar eru allar nýbúnar að eiga sér stað og ég er nú bara í hlutastarfi í útlöndum og hef því náð að halda ákveðnari fjarlægð. Lekamálið og umfjöllun um Framsóknarflokkinn olli ákveðnum titringi í hluthafahóp blaðsins.“ Jóhann segir að þessi mál hafi valdið því að menn hafi viljað taka yfir DV. „Maður er bara með rosalegt óbragð í munni eftir að tilkynnt er um nýja ritstjóra, þau eru fengin tvö yfir af Mogganum og Eggert Skúlason, félagi Björns Inga úr Framsóknarflokknum, gerður að ritstjóra. Þar er gengið framhjá t.d. Inga Frey sem er að mér finnst besti blaðamaður landsins.“ Hann segir þróunina á blaðinu undanfarnar vikur vera alveg stórfurðulega.Ekki hægt að vinna á þessum miðli „Það er ekkert hægt að vinna á fjölmiðli þar sem það er látið viðgangast að framkvæmdarstjóri, Steinn Kári Ragnarsson, og hluthafi, Sigurður G. Guðjónsson, séu staðnir að því að láta skjöl innan af ritstjórninni berast til auðmanns út í bæ, Björns Leifssonar.“ Jóhann segir að þeir blaðamenn sem hafi spurt spurningar um eignarhald DV hafi einfaldlega verið látnir fjúka. „Þeir munu eflaust segja frá því sjálfir á næstu dögum.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmenn DV stofna nýjan fjölmiðil Jón Trausti Reynisson fyrrverandi framkvæmdastjóri DV hefur tryggt sér lénið Stundin.is og stofnað útgáfufélag um rekstur nýs fjölmiðils. 2. janúar 2015 19:48 Framsóknartengsl „helbert kjaftæði“ Eggert Skúlason svarar gagnrýni Jóhanns Páls Jóhannssyni og útskýrir hvers vegna fréttaskýring um Framsóknarflokkinn var færð í flokkinn "Skrýtið“. 5. janúar 2015 12:53 Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46 Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þegar litið er til baka síðustu mánuði þá hefur hálf súrrealísk atburðarrás átt sér stað,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður, í morgunþættinum á FM957, en hann hefur sagt upp störfum hjá DV og tilkynnti hann yfirmönnum sínum það fyrr í gærmorgun. Í pistli á Facebook segir Jóhann að hann geti ekki ímyndað sér að vinna þar lengur. Hann segir að múrinn á milli ritstjórnar og eigenda sé að hverfa. Jóhann segir að ýmislegt bendi til þess að menn séu að kaupa sig inn í DV til að ekki sé verið að tala illa um þá. „Þegar Björn Leifsson keypti hlut í DV, gaf hann alveg út að það væri bara til þess að losna við Reyni Traustason. Hvers vegna? Jú, á vakt Reynis voru skrifaðar fréttir sem Björn var ekki ánægður með.“Björn Leifsson.Vísir/SKSJóhann segir allskonar persónur úr Framsóknarflokkum komið að starfsemi blaðsins að undanförnu. „Frjáls fjölmiðlun er ekkert vinsæl hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja. Þessar vendingar eru allar nýbúnar að eiga sér stað og ég er nú bara í hlutastarfi í útlöndum og hef því náð að halda ákveðnari fjarlægð. Lekamálið og umfjöllun um Framsóknarflokkinn olli ákveðnum titringi í hluthafahóp blaðsins.“ Jóhann segir að þessi mál hafi valdið því að menn hafi viljað taka yfir DV. „Maður er bara með rosalegt óbragð í munni eftir að tilkynnt er um nýja ritstjóra, þau eru fengin tvö yfir af Mogganum og Eggert Skúlason, félagi Björns Inga úr Framsóknarflokknum, gerður að ritstjóra. Þar er gengið framhjá t.d. Inga Frey sem er að mér finnst besti blaðamaður landsins.“ Hann segir þróunina á blaðinu undanfarnar vikur vera alveg stórfurðulega.Ekki hægt að vinna á þessum miðli „Það er ekkert hægt að vinna á fjölmiðli þar sem það er látið viðgangast að framkvæmdarstjóri, Steinn Kári Ragnarsson, og hluthafi, Sigurður G. Guðjónsson, séu staðnir að því að láta skjöl innan af ritstjórninni berast til auðmanns út í bæ, Björns Leifssonar.“ Jóhann segir að þeir blaðamenn sem hafi spurt spurningar um eignarhald DV hafi einfaldlega verið látnir fjúka. „Þeir munu eflaust segja frá því sjálfir á næstu dögum.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmenn DV stofna nýjan fjölmiðil Jón Trausti Reynisson fyrrverandi framkvæmdastjóri DV hefur tryggt sér lénið Stundin.is og stofnað útgáfufélag um rekstur nýs fjölmiðils. 2. janúar 2015 19:48 Framsóknartengsl „helbert kjaftæði“ Eggert Skúlason svarar gagnrýni Jóhanns Páls Jóhannssyni og útskýrir hvers vegna fréttaskýring um Framsóknarflokkinn var færð í flokkinn "Skrýtið“. 5. janúar 2015 12:53 Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46 Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn DV stofna nýjan fjölmiðil Jón Trausti Reynisson fyrrverandi framkvæmdastjóri DV hefur tryggt sér lénið Stundin.is og stofnað útgáfufélag um rekstur nýs fjölmiðils. 2. janúar 2015 19:48
Framsóknartengsl „helbert kjaftæði“ Eggert Skúlason svarar gagnrýni Jóhanns Páls Jóhannssyni og útskýrir hvers vegna fréttaskýring um Framsóknarflokkinn var færð í flokkinn "Skrýtið“. 5. janúar 2015 12:53
Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40
Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46
Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28
Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39
Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17
„Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46