Spretthlauparinn Usain Bolt og tenniskonan Serena Williams voru kosin íþróttafólk ársins af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna en valið var opinberað í gær.
Íþróttafréttamenn frá 91 landi tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en auk þess að velja besta íþróttafólkið þá var Barcelona kosið besta lið ársins 2015.
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking en hann vann bæði 100 og 200 metra hlaupið auk þess að hjálpa boðhlaupssveit Jamaíku að vinna 4 x 100 metra boðhlaupið.
Usain Bolt hafði betur í baráttu við serbneska tenniskappann Novak Djokovic og argentínska knattspyrnumanninn Lionel Messi. Bolt fékk 804 atkvæði eða 27,74 prósent atkvæða, Djokovic var með 26,71 prósent atkvæða og Messi fékk 13,11 prósent atkvæða.
Serena Williams átti frábært ár en hún vann þrjú risamót, opna ástralska, opna franska og Wimbledon-mótið, og hefur þar með unnið 21 risamót á ferlinum. Williams hafði betur gegn eþíópíska millivegahlauparanum Genzebe Dibaba og hollenska spretthlauparanum Dafne Schippers sem komu í næstu sætum.
Serena Williams fékk 664 atkvæði eða 24,19 prósent atkvæða, Dibaba var með 13,19 prósent atkvæða og Schippers fékk 10,31 prósent atkvæða.
Barcelona fékk 30,2 prósent atkvæða sem besta lið ársins en í næstu sætum komu heimsmeistarar Nýja Sjálands í rugbý (18,02 prósent) og NBA-körfuboltalið Golden State Warriors (10,61 prósent).
Bolt betri en Messi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn