Fótbolti

Draumurinn um þrennuna lifir hjá Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leonardo Bonucci fagnar í leikslok.
Leonardo Bonucci fagnar í leikslok. Vísir/Getty
Juventus komst í kvöld í bikarúrslitaleikinn á Ítalíu eftir 3-0 sigur á Fiorentina í seinni undanúrslitaleik félaganna. Juventus vann þar með samanlagt 4-2 en Fiorentina hafði unnið fyrri leikinn 2-1 á heimavelli sínum.

Juventus á því enn möguleika á því að vinna þrennuna en liðið er í efsta sæti ítölsku deildarinnar (14 stiga forskot) og mætir siðab Mónakó í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Alessandro Matri kom Juve í 1-0 á 21. mínútu og Roberto Pereyra bætti við öðru marki á 44. mínútur. Þriðja markið skoraði síðan Leonardo Bonucci á 59. mínútu.

Juventus lék í kvöld án stjörnuspilaranna Andrea Pirlo, Paul Pogba og Carlos Tevez en það kom ekki að sök.

Juventus mætir annaðhvort Lazio eða Napoli í úrslitaleiknum en fyrri leik þeirra endaði með 1-1 jafntefli.

Juventus tapaði bikarúrslitaleiknum fyrir þremur árum síðan en félagið hefur ekki orðið bikarmeistari í tuttugu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×